Alþjóðlegur dagur fjölbreytni lífríkisins á morgun Heimsljós 21. maí 2021 11:27 UNEP António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir COVID-19 áminningu um að tengsl mannkynsins og náttúrunnar séu órjúfanleg. Á morgun, 22. maí, er alþjóðlegur dagur fjölbreytni lífríkisins. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í ávarpi í tilefni dagsins að COVID-19 sé áminning til okkar allra um að tengsl mannkynsins og náttúrunnar séu órjúfandi. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir í frétt að fjölbreytni lífríkisins hafi minnkað svo mjög að engin dæmi séu um slíkt í sögu jarðarinnar. „Álagið á náttúruna eykst hröðum skrefum. Við göngum svo hratt á auðlindir að náttúran hefur ekki við að endurnýja,“ segir í fréttinni. „Við erum hluti af lausninni,” er þema alþjóðadagsins. „Við verðum að vernda náttúruna, endurreisa vistkerfi og koma á jafnvægi í tengslum okkar við plánetuna. Uppskeran yrði ríkuleg. Með því að snúa við því tapi sem við höfum mátt þola í fjölbreytni lífríkisins, getum við bætt heilsu mannsins, eflt sjálfbæra þróun og tekist á við loftslagsvána. Lykillinn er sjálfbærir lifnaðarhættir. Öllum, alls staðar, ætti að standa til boða að geta valið að lifa sjálfbæru lífi,“ segir Guterres og bætir við að allir geti lagt lóð sín á vogarskálarnar. Að sögn UNRIC hefur siðmenningin ætíð verið háð fjölbreytni lífríkisins. „Þrír milljarðar manna sækja 20% dýraeggjahvítuefnis til sjávarafurða. Meira en 80% fæðu mannsins er sótt til jurta. Allt að 80% þeirra sem búa í dreifbýli í þróunarríkjum nota hefðbundin lyf úr jurtaríkinu. En okkur stafar ógn af missi fjölbreytni lífríkisins þar á meðal á heilbrigðissviðinu. Sýnt hefur verið fram á að ágangur mannsins á lífríkið ýtir undir að sjúkdómar berist frá dýrum til manna,“ segir í fréttinni. Sjá nánar um alþjóðlegan dag fjölbreytni lífríkisins hér og um áratug Sameinuðu þjóðanna helguðum endurreisn vistkerfa hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent
Á morgun, 22. maí, er alþjóðlegur dagur fjölbreytni lífríkisins. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í ávarpi í tilefni dagsins að COVID-19 sé áminning til okkar allra um að tengsl mannkynsins og náttúrunnar séu órjúfandi. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir í frétt að fjölbreytni lífríkisins hafi minnkað svo mjög að engin dæmi séu um slíkt í sögu jarðarinnar. „Álagið á náttúruna eykst hröðum skrefum. Við göngum svo hratt á auðlindir að náttúran hefur ekki við að endurnýja,“ segir í fréttinni. „Við erum hluti af lausninni,” er þema alþjóðadagsins. „Við verðum að vernda náttúruna, endurreisa vistkerfi og koma á jafnvægi í tengslum okkar við plánetuna. Uppskeran yrði ríkuleg. Með því að snúa við því tapi sem við höfum mátt þola í fjölbreytni lífríkisins, getum við bætt heilsu mannsins, eflt sjálfbæra þróun og tekist á við loftslagsvána. Lykillinn er sjálfbærir lifnaðarhættir. Öllum, alls staðar, ætti að standa til boða að geta valið að lifa sjálfbæru lífi,“ segir Guterres og bætir við að allir geti lagt lóð sín á vogarskálarnar. Að sögn UNRIC hefur siðmenningin ætíð verið háð fjölbreytni lífríkisins. „Þrír milljarðar manna sækja 20% dýraeggjahvítuefnis til sjávarafurða. Meira en 80% fæðu mannsins er sótt til jurta. Allt að 80% þeirra sem búa í dreifbýli í þróunarríkjum nota hefðbundin lyf úr jurtaríkinu. En okkur stafar ógn af missi fjölbreytni lífríkisins þar á meðal á heilbrigðissviðinu. Sýnt hefur verið fram á að ágangur mannsins á lífríkið ýtir undir að sjúkdómar berist frá dýrum til manna,“ segir í fréttinni. Sjá nánar um alþjóðlegan dag fjölbreytni lífríkisins hér og um áratug Sameinuðu þjóðanna helguðum endurreisn vistkerfa hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent