Guardiola: Manchester City verður að læra af titilvörn Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 08:31 Ilkay Gundogan fagnar marki Manchester City á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er strax farinn að undirbúa sitt lið andlega fyrir næsta tímabil. Manchester City hefur verið yfirburðarlið í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liðið er löngu orðið meistari og er með tólf stiga forystu fyrir lokaumferðina. Liverpool tók titilinn af City í fyrra og vann þá yfirburðasigur en það var lítið að frétta af titilvörn Liverpool á þessari leiktíð. Football Focus á BBC fékk spænska knattspyrnustjórann til að fara yfir tímabilið og að velta fyrir sér framhaldinu hjá Manchester City og öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. "Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again." https://t.co/p600BQjKgp— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2021 Það eru enn tveir leikir eftir af tímabilinu hjá Manchester City, lokaleikurinn í deildinni og svo úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjórinn er strax farinn að hafa smá áhyggjur af einbeitingu sinna leikmanna fyrir næsta tímabil. Pep Guardiola talaði sérstaklega í viðtalinu við breska ríkisútvarpið um gengi Liverpool á þessari leiktíð sem víti til varnaðar fyrir liðsmenn síns í Manchester City. Hann er líka á því að þetta tímabil hafi verið erfiðara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það þurfa allir að fara í gegnum erfið ár og það eru margar mismunandi ástæður fyrir því. Það er erfitt að vinna alla titla en þessi var aðeins erfiðari fyrir alla vegna faraldursins og lokananna,“ sagði Pep Guardiola. Pep Guardiola on @LFC: Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again. But that is a good lesson for us. Nothing is [taken] for granted. Everything can happen. #awlfc [bbc]— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 21, 2021 Liverpool fékk átján fleiri stig en Manchester City á síðustu leiktíð en síðan hefur orðið 35 stiga sveifla og City er nú sautján stigum á undan Liverpool. „Liverpool liðið var óstöðvandi á síðustu leiktíð og allir héldu að það yrði eins á þessu tímabili. Það er aftur á móti góð kennslustund fyrir okkur. Það er ekki hægt að ganga að neinu vísu og allt getur gerst,“ sagði Pep. „Við getum lent í meiðslum á næsta tímabili en lent í slæmum köflum. Þess vegna verður alltaf að vera kveikt á viðvörunarljósinu og við þurfum að tengja það okkar ákvörðunum. Við þurfum að síðan að vera stöðugir og samkeppnishæfir í framtíðinni,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Manchester City hefur verið yfirburðarlið í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liðið er löngu orðið meistari og er með tólf stiga forystu fyrir lokaumferðina. Liverpool tók titilinn af City í fyrra og vann þá yfirburðasigur en það var lítið að frétta af titilvörn Liverpool á þessari leiktíð. Football Focus á BBC fékk spænska knattspyrnustjórann til að fara yfir tímabilið og að velta fyrir sér framhaldinu hjá Manchester City og öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. "Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again." https://t.co/p600BQjKgp— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2021 Það eru enn tveir leikir eftir af tímabilinu hjá Manchester City, lokaleikurinn í deildinni og svo úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjórinn er strax farinn að hafa smá áhyggjur af einbeitingu sinna leikmanna fyrir næsta tímabil. Pep Guardiola talaði sérstaklega í viðtalinu við breska ríkisútvarpið um gengi Liverpool á þessari leiktíð sem víti til varnaðar fyrir liðsmenn síns í Manchester City. Hann er líka á því að þetta tímabil hafi verið erfiðara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það þurfa allir að fara í gegnum erfið ár og það eru margar mismunandi ástæður fyrir því. Það er erfitt að vinna alla titla en þessi var aðeins erfiðari fyrir alla vegna faraldursins og lokananna,“ sagði Pep Guardiola. Pep Guardiola on @LFC: Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again. But that is a good lesson for us. Nothing is [taken] for granted. Everything can happen. #awlfc [bbc]— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 21, 2021 Liverpool fékk átján fleiri stig en Manchester City á síðustu leiktíð en síðan hefur orðið 35 stiga sveifla og City er nú sautján stigum á undan Liverpool. „Liverpool liðið var óstöðvandi á síðustu leiktíð og allir héldu að það yrði eins á þessu tímabili. Það er aftur á móti góð kennslustund fyrir okkur. Það er ekki hægt að ganga að neinu vísu og allt getur gerst,“ sagði Pep. „Við getum lent í meiðslum á næsta tímabili en lent í slæmum köflum. Þess vegna verður alltaf að vera kveikt á viðvörunarljósinu og við þurfum að tengja það okkar ákvörðunum. Við þurfum að síðan að vera stöðugir og samkeppnishæfir í framtíðinni,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira