BL tekur við umboði fyrir Invicta Electric raffarartæki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. maí 2021 07:00 Invicta Electric D2S. BL hefur tekið við umboði fyrir rafknúin farartæki frá spænska fyrirtækinu Invicta Electric sem selur mismunandi gerðir 100% rafdrifinna fólks- og sendibíla ásamt rafknúnum reiðhjólum, rafmagnsvespum og rafskútum. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Á næstu vikum og mánuðum verður unnið að uppbyggingu umboðsins hér á landi sem staðsett verður við Sævarhöfða, m.a. með innkaupum á lager og uppsetningu á heimasíðu merkisins hjá BL. Innra rými í Invicta Electric D2S. Invicta Electric D2S Til kynningar fyrir viðskiptavini hefur BL þegar nýskráð fyrstu tvö eintök rafknúna borgarsmábílsins Invicta Electric D2S sem hægt er að kynna sér í sýningarsalnum við Sævarhöfða ásamt því að prófa reynsluakstursbíl. D2S er tveggja sæta smábíll sem er með 17 kWh rafhlöðu og uppgefna drægni allt að 150 km og hentar því vel í hverskyns útréttingar sem þarfir einstaklinga og fyrirtækja kalla á í síauknu mæli. Invicta Electric D2S. Til viðbótar við 5 ára ábyrgð er staðalbúnaður D2S meðal annars álfelgur, leðursæti, Bluetooth, bakkmyndavél og fjarlægðarskynjarar að aftan. Verð á Invicta Electric D2S er 2.490.000 kr. Nánar verður greint frá öðrum gerðum farartækja Invicta Electric er nær dregur formlegri kynningu merkisins hjá BL. Vistvænir bílar Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Á næstu vikum og mánuðum verður unnið að uppbyggingu umboðsins hér á landi sem staðsett verður við Sævarhöfða, m.a. með innkaupum á lager og uppsetningu á heimasíðu merkisins hjá BL. Innra rými í Invicta Electric D2S. Invicta Electric D2S Til kynningar fyrir viðskiptavini hefur BL þegar nýskráð fyrstu tvö eintök rafknúna borgarsmábílsins Invicta Electric D2S sem hægt er að kynna sér í sýningarsalnum við Sævarhöfða ásamt því að prófa reynsluakstursbíl. D2S er tveggja sæta smábíll sem er með 17 kWh rafhlöðu og uppgefna drægni allt að 150 km og hentar því vel í hverskyns útréttingar sem þarfir einstaklinga og fyrirtækja kalla á í síauknu mæli. Invicta Electric D2S. Til viðbótar við 5 ára ábyrgð er staðalbúnaður D2S meðal annars álfelgur, leðursæti, Bluetooth, bakkmyndavél og fjarlægðarskynjarar að aftan. Verð á Invicta Electric D2S er 2.490.000 kr. Nánar verður greint frá öðrum gerðum farartækja Invicta Electric er nær dregur formlegri kynningu merkisins hjá BL.
Vistvænir bílar Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent