Veðurhamfarir hrekja flesta á flótta innan eigin lands Heimsljós 20. maí 2021 11:27 Ljósmynd frá Bangladess WFP Átök og náttúruhamfarir leiddu til þess að einhver neyddist til að flýja innan eigin lands á hverri sekúndu á síðasta ári. Á síðasta ári hröktu veðurhamfarir fleiri á flótta innan eigin lands en stríðsátök, segir í nýrri árlegri skýrslu stofnunar - Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) - sem vaktar þá sem lenda á vergangi. Átök og náttúruhamfarir leiddu til þess að einhver neyddist til að flýja innan eigin lands á hverri sekúndu á síðasta ári, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Heimsfaraldur kórónuveirunnar leiddi til takmarkana á ferðum fólks hvarvetna í heiminum og því var reiknað með fækkun þeirra sem væru á hrakhólum innan lands. Annað kom hins vegar á daginn og árið markaðist af miklu óveðri, áframhaldandi ófriði og öldu ofbeldis. Alls þurftu 40,5 milljónir manna að flýja innan eigin lands á síðasta ári. Samkvæmt skýrslunni hafa þeir sem nýlega hafa lent á vergangi ekki verið fleiri síðustu tíu árin. Fólk á vergangi innan eigin lands er nú um 55 milljónir talsins, eða rúmlega tvöfalt fleiri en þeir 26 milljónir flóttamanna sem farið hafa yfir landamæri. Flestir, þrír af hverjum fjórum, flúðu veðurhamfarir eins og flóð, storma og skógarelda. „Við getum aðeins reiknað með því að loftslagsbreytingar færist í aukana og það verði því áframhaldandi fjölgun meðal þeirra sem lenda á hrakhólum innan eigin lands,“ segir Alexandra Bilak framkvæmdastjóri IDMC. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Náttúruhamfarir Veður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent
Á síðasta ári hröktu veðurhamfarir fleiri á flótta innan eigin lands en stríðsátök, segir í nýrri árlegri skýrslu stofnunar - Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) - sem vaktar þá sem lenda á vergangi. Átök og náttúruhamfarir leiddu til þess að einhver neyddist til að flýja innan eigin lands á hverri sekúndu á síðasta ári, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Heimsfaraldur kórónuveirunnar leiddi til takmarkana á ferðum fólks hvarvetna í heiminum og því var reiknað með fækkun þeirra sem væru á hrakhólum innan lands. Annað kom hins vegar á daginn og árið markaðist af miklu óveðri, áframhaldandi ófriði og öldu ofbeldis. Alls þurftu 40,5 milljónir manna að flýja innan eigin lands á síðasta ári. Samkvæmt skýrslunni hafa þeir sem nýlega hafa lent á vergangi ekki verið fleiri síðustu tíu árin. Fólk á vergangi innan eigin lands er nú um 55 milljónir talsins, eða rúmlega tvöfalt fleiri en þeir 26 milljónir flóttamanna sem farið hafa yfir landamæri. Flestir, þrír af hverjum fjórum, flúðu veðurhamfarir eins og flóð, storma og skógarelda. „Við getum aðeins reiknað með því að loftslagsbreytingar færist í aukana og það verði því áframhaldandi fjölgun meðal þeirra sem lenda á hrakhólum innan eigin lands,“ segir Alexandra Bilak framkvæmdastjóri IDMC. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Náttúruhamfarir Veður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent