Það er ekkert flottara í grillveisluna en að elda beint á kolunum en hér er líka hægt að grilla á hefðbundinn hátt. Í þessa uppskrift nota ég kanadískan Maine humar sem er töluvert stærri en íslensku humarhalarnir. Auðvitað er hægt að nota íslenskan í staðinn.
Í klippunni hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig Alfreð Fannar undirbýr rétt sem hann kallar Caveman-humar. Aðferð og uppskrift er hægt að nálgast hér fyrir neðan.
Caveman-humar
með chillihvítlaukssmjöri og grillaðri sítrónu
- Humar
-
- 2 Maine humarhalar
- 1 sítróna
- Chillihvítlaukssmjör
-
- 100 g smjör
- 3 hvítlauksgeirar
- 10 g steinselja
- Hálfur rauður chilli
- Aðferð
- Kveikið upp í viðarkolum í kolastandinum eða kyndið grillið í hámarkshita.
- Skerið humarhalann í tvennt eftir endilöngu og hreinsið görnina úr.
- Fínsaxið hvítlauk, steinselju og chilli, setjið í pott ásamt smjörinu og bræðið.
- Skerið sítrónu í tvennt, leggið með sárið niður í kolin og brennið hana vel.
- Skellið humrinum beint á kolin eða á beinan hita á grillinu og snúið skelinni niður. Penslið smjörinu á og eldið þar til skelin er orðin fallega rauð og humarinn hvítur eða upp í 57 gráður í kjarnhita.
- Berið humarhalana fram með chillihvítlaukssmjöri og grillaðri sítrónu.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar girnilegar uppskriftir úr fyrri þáttum en fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.
Grillaðir rækjuforréttir
Lax á sedrusviðarplatta
Beikonvafinn bjórdósaborgari