„Er lánið þitt ólán?“ spyrja Neytendasamtökin og hyggjast stefna bönkunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 06:47 Neytendasamtökin meta skilmála lánanna ólöglega. Vísir „Er lánið þitt ólöglegt? Aukum gagnsæi lána!“ segir á nýrri vefsíðu Neytendasamtakanna sem opnaði í morgun. Þar er greint frá því að samtökin hyggist stefna bönkunum og leiti að lántökum til að fara með mál sín fyrir dóm. „Hefur þú tekið lán með breytilegum vöxtum? Fjölmargir dómar og úrskurðir hafa fallið á sama veg: Lán með breytilegum vöxtum standast ekki lög,“ segir á vaxtamalid.is. „Þú gætir átt kröfu um endurgreiðslu... ef þú tekur þátt.“ Neytendasamtökin hafa samið við Lögfræðistofu Reykjavíkur um að meta réttarstöðu fólks, reikna kröfur og senda kröfubréf til lánafyrirtækja. Þá mun stofan veita ráðgjöf um fyrningar ef þörf krefur og sjá um uppgjör á grundvelli fyrirliggjandi dóma þegar niðurstaða liggur fyrir. Á vaxtamalid.is má skrá sig til þátttöku en þar er einnig að finna leiðbeiningar fyrir þá sem vilja sækja rétt sinn á eigin spýtur. Þeir sem velja að taka þátt í málaferlum Neytendasamtakanna greiða ekkert gjald fyrir lögmannsþjónustuna nema árangur náist í innheimtu. „Neytendasamtökin munu fara með a.m.k. þrjú mál fyrir dóm, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvert lán, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggir þú eins og frekast er unnt að þú glatir ekki rétti þínum. En bara ef þú bregst við og gerir kröfu á lánastofnun þína,“ segir á vefsíðunni. Þar segir einnig að það sé mat Neytendasamtakanna að skilmálar velflestra lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir. Ákvarðanir um vaxtabreytingar séu verulega matskenndar og byggist á óskýrum skilmálum. Ekki sé hægt að sannreyna hvort þær séu réttmætar. Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Sjá meira
„Hefur þú tekið lán með breytilegum vöxtum? Fjölmargir dómar og úrskurðir hafa fallið á sama veg: Lán með breytilegum vöxtum standast ekki lög,“ segir á vaxtamalid.is. „Þú gætir átt kröfu um endurgreiðslu... ef þú tekur þátt.“ Neytendasamtökin hafa samið við Lögfræðistofu Reykjavíkur um að meta réttarstöðu fólks, reikna kröfur og senda kröfubréf til lánafyrirtækja. Þá mun stofan veita ráðgjöf um fyrningar ef þörf krefur og sjá um uppgjör á grundvelli fyrirliggjandi dóma þegar niðurstaða liggur fyrir. Á vaxtamalid.is má skrá sig til þátttöku en þar er einnig að finna leiðbeiningar fyrir þá sem vilja sækja rétt sinn á eigin spýtur. Þeir sem velja að taka þátt í málaferlum Neytendasamtakanna greiða ekkert gjald fyrir lögmannsþjónustuna nema árangur náist í innheimtu. „Neytendasamtökin munu fara með a.m.k. þrjú mál fyrir dóm, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvert lán, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggir þú eins og frekast er unnt að þú glatir ekki rétti þínum. En bara ef þú bregst við og gerir kröfu á lánastofnun þína,“ segir á vefsíðunni. Þar segir einnig að það sé mat Neytendasamtakanna að skilmálar velflestra lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir. Ákvarðanir um vaxtabreytingar séu verulega matskenndar og byggist á óskýrum skilmálum. Ekki sé hægt að sannreyna hvort þær séu réttmætar.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“