Sóknarmenn Liverpool hafa oft verið í vandræðum með að koma boltanum í markið í mörgum leikjum á þessu tímabili og þá var gott fyrir liðið að eiga markvörð eins og Alisson Becker.
Alisson Becker hélt Meistaradeildarvon Liverpool með marki í uppbótatíma á sunnudaginn. Hefði Liverpool ekki unnið leikinn þá væri vonin mjög veik um að fá að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Nú er hins vegar staðan önnur og sigrar í tveimur síðustu leikjunum ætti að koma Liverpool liðinu í fjórða og síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni tímabilið 2021-22.
Liverpool síðan á Youtube hefur tekið saman áhugavert myndband af þessu sögulega marki en Alisson er fyrsti markvörðurinn sem skorar fyrir Liverpool í 128 ára sögu félagsins.
Myndböndin sína vel hvernig Alisson kemur hlaupandi fram í hornspyrnuna, hvernig hann skoraði markið með frábærum skalla og þá er einnig áhugavert að sjá skemmtilegt viðbrögð manna á varamannabekk Liverpool liðsins.
Það voru ansi margar myndavélar á vellinum og í myndbandi Liverpool má sjá markið frá öllum sjónarhornum, frá öllum hliðum sem og fyrir aftan markið. Myndbandið er hér fyrir neðan.