BBQ kóngurinn: Rækjuforréttir sem slá alltaf í gegn í matarboðum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 17. maí 2021 15:01 Ertu búin(n) að dusta rykið af grillinu? BBQ kóngurinn sjálfur sýnir hvernig framreiða á skemmtilega rækjuforrétti fyrir matarboðið. Grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson töfrar fram hvern grillréttinn á fætur öðrum í þáttunum BBQ kóngurinn sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr í vetur. Hér er hægt að sjá hvernig hann útfærir tvo girnilega rækjuforrétti á mismunandi vegu. Réttirnir heita Cambas al ajillo og Tígrisrækjur á sedrusviðarplanka. Aðferð og uppskrift er hægt að nálgast fyrir neðan klippuna. Klippa: BBQ kóngurinn: Girnilegir og grillaðir rækjuforréttir Gambas al ajillo Þessi forréttur slær alltaf í gegn í matarboðum og er einstaklega fallegur. Ég ber hann fram í 16 sm pottjárnspönnu og hver gestur fær pönnu með fimm rækjum. Þið getið auðvitað notað stærri pönnu og valið ykkar magn af rækjum fyrir hvern gest. Rækjur 20 tígrisrækjur Olía 10 hvítlauksgeirar Heill stór rauður chilli 30 g steinselja 1 tsk flögusalt Snittubrauð Aðferð Kyndið grillið í 200 gráður. Hálffyllið pottjárnspönnu af olíu. Ég nota 16 sm pönnu. Skerið hvítlauk og chilli í þunnar sneiðar og saxið steinseljuna smátt. Bætið út á pönnuna ásamt salti. Setjið pönnuna á beinan hita og hitið þar til olían er orðin heit. Farið mjög varlega með olíu á grilli og farið aldrei frá því. Bætið rækjunum út á pönnuna og eldið í tíu sekúndur. Snúið rækjunum við og takið pönnuna af grillinu. Steypujárnspönnur halda hita mjög vel og því klárast eldunin á rækjunum þótt pannan sé ekki lengur á grillinu. Berið réttinn fram kraumandi í pönnunni og leyfið honum að klára að eldast fyrir framan gestina. Gott er að skera niður og rista snittubrauð og dýfa því í olíuna á pönnunni á meðan borðað er. Gambas al ajillo rækjuforréttur framreiddur í pottjárnspönnu. Tígrisrækjur á sedrusviðarplanka Rækjur 10 tígrisrækjur 30 g steinselja 2 hvítlauksgeirar Hálfur chilli ½ dl olía Sedrusviðarplanki frá Weber Snittubrauð Aðferð Kyndið grillið í 250 gráður og setjið plankann í bleyti í 30 mínútur. Fínsaxið steinselju, hvítlauk og chilli og setjið í skál ásamt olíu. Bætið rækjunum út í, blandið vel saman og látið marinerast í 30 mínútur. Raðið rækjunum á plankann og grillið á beinum hita í tíu mínútur eða þar til þær eru tilbúnar. Berið rækjurnar fram með snittubrauði. Tígrísrækjur á sedrusviðarplatta. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast klippur af skemmtilegum uppskriftum úr þáttunum en fyrir áhugasama er hægt að sjá alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+. Reykt kúrekakássa í steypujárnspotti Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Lax á sedrusviðarplatta BBQ kóngurinn Grillréttir Tengdar fréttir BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari „Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. maí 2021 15:30 BBQ kóngurinn: Beikonvafinn bjórdósaborgari sem á eftir að slá í gegn „Við ætlum að gera einn hamborgara sem á heldur betur eftir að slá í gegn hjá öllum grillurum landsins,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í þættinum BBQ kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 fyrr í vetur. 10. maí 2021 15:17 BBQ kóngurinn fer í spor Salt Bae Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, tók fyrir hamborgara í síðasta þætti af BBQ kónginum á Stöð 2. 19. febrúar 2021 15:31 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Hér er hægt að sjá hvernig hann útfærir tvo girnilega rækjuforrétti á mismunandi vegu. Réttirnir heita Cambas al ajillo og Tígrisrækjur á sedrusviðarplanka. Aðferð og uppskrift er hægt að nálgast fyrir neðan klippuna. Klippa: BBQ kóngurinn: Girnilegir og grillaðir rækjuforréttir Gambas al ajillo Þessi forréttur slær alltaf í gegn í matarboðum og er einstaklega fallegur. Ég ber hann fram í 16 sm pottjárnspönnu og hver gestur fær pönnu með fimm rækjum. Þið getið auðvitað notað stærri pönnu og valið ykkar magn af rækjum fyrir hvern gest. Rækjur 20 tígrisrækjur Olía 10 hvítlauksgeirar Heill stór rauður chilli 30 g steinselja 1 tsk flögusalt Snittubrauð Aðferð Kyndið grillið í 200 gráður. Hálffyllið pottjárnspönnu af olíu. Ég nota 16 sm pönnu. Skerið hvítlauk og chilli í þunnar sneiðar og saxið steinseljuna smátt. Bætið út á pönnuna ásamt salti. Setjið pönnuna á beinan hita og hitið þar til olían er orðin heit. Farið mjög varlega með olíu á grilli og farið aldrei frá því. Bætið rækjunum út á pönnuna og eldið í tíu sekúndur. Snúið rækjunum við og takið pönnuna af grillinu. Steypujárnspönnur halda hita mjög vel og því klárast eldunin á rækjunum þótt pannan sé ekki lengur á grillinu. Berið réttinn fram kraumandi í pönnunni og leyfið honum að klára að eldast fyrir framan gestina. Gott er að skera niður og rista snittubrauð og dýfa því í olíuna á pönnunni á meðan borðað er. Gambas al ajillo rækjuforréttur framreiddur í pottjárnspönnu. Tígrisrækjur á sedrusviðarplanka Rækjur 10 tígrisrækjur 30 g steinselja 2 hvítlauksgeirar Hálfur chilli ½ dl olía Sedrusviðarplanki frá Weber Snittubrauð Aðferð Kyndið grillið í 250 gráður og setjið plankann í bleyti í 30 mínútur. Fínsaxið steinselju, hvítlauk og chilli og setjið í skál ásamt olíu. Bætið rækjunum út í, blandið vel saman og látið marinerast í 30 mínútur. Raðið rækjunum á plankann og grillið á beinum hita í tíu mínútur eða þar til þær eru tilbúnar. Berið rækjurnar fram með snittubrauði. Tígrísrækjur á sedrusviðarplatta. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast klippur af skemmtilegum uppskriftum úr þáttunum en fyrir áhugasama er hægt að sjá alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+. Reykt kúrekakássa í steypujárnspotti Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Lax á sedrusviðarplatta
BBQ kóngurinn Grillréttir Tengdar fréttir BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari „Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. maí 2021 15:30 BBQ kóngurinn: Beikonvafinn bjórdósaborgari sem á eftir að slá í gegn „Við ætlum að gera einn hamborgara sem á heldur betur eftir að slá í gegn hjá öllum grillurum landsins,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í þættinum BBQ kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 fyrr í vetur. 10. maí 2021 15:17 BBQ kóngurinn fer í spor Salt Bae Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, tók fyrir hamborgara í síðasta þætti af BBQ kónginum á Stöð 2. 19. febrúar 2021 15:31 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari „Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. maí 2021 15:30
BBQ kóngurinn: Beikonvafinn bjórdósaborgari sem á eftir að slá í gegn „Við ætlum að gera einn hamborgara sem á heldur betur eftir að slá í gegn hjá öllum grillurum landsins,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í þættinum BBQ kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 fyrr í vetur. 10. maí 2021 15:17
BBQ kóngurinn fer í spor Salt Bae Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, tók fyrir hamborgara í síðasta þætti af BBQ kónginum á Stöð 2. 19. febrúar 2021 15:31