Liverpool græddi á VAR og Stóri Sam var bandsjóðandi brjálaður eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 09:31 Sam Allardyce lét skoðun sína á dómgæslunni í ljós á hliðarlínunni í leik West Bromwich Albion og Liverpool í gær. AP/Rui Vieira Stuðningsmenn Liverpool hafa oft kvartað undan Varsjánni á síðustu árum en þeir þökkuðu fyrir hana í lífsnauðsynlegum 2-1 sigri á West Bromwich Albion í gær. Markvörðurinn Alisson Becker kom til bjargar með því að skora sigurmark Liverpool í uppbótatíma en áður höfðu leikmenn WBA skorað mark sem fékk ekki að standa. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þá skoraði Kyle Bartley mark. Hann var réttstæður en markið var dæmt af vegna þess að myndbandadómararnir töldu að rangstæður leikmaður WBA (Matt Phillips) hafi truflað útsýni Alisson Becker í Liverpool markinu. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri WBA, var mjög ósáttur út í þennan dóm eftir leikinn og sagði hann vera skammarlegan. 'It s an outrageous, ridiculous decision when you ve got VAR. Outrageous is an understatement by the way.I can only point out to say how disappointed I am that an experienced referee can make a mistake like that.' https://t.co/UVHMZLSDJe— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 17, 2021 „Það er auðvitað erfitt að sætta sig við svona. Við vildum ekki að úrslitunum yrði rænt af okkur, ekki af Liverpool, heldur vegna ákvarðana sem voru teknar í dag,“ sagði Sam Allardyce í viðtali við Birmingham Mail. „Það voru ákvarðanir sem féllu gegn okkur í báðum mörkum Liverpool. Þetta átti ekki að vera aukaspyrna heldur dómarakast,“ sagði Allardyce. „Svo skoruðum við mark. VAR á að vera þarna svo að útileikmenn geti skorað mörk. Þetta er fáránleg og svívirðileg ákvörðun þegar þú ert með VAR til að hjálpa þér. Nú hafa þeir dæmt tvisvar gegn okkur og það er ástæðan fyrir því að við fengum ekki þrjú stig í dag,“ sagði Allardyce. "Don't give us that rubbish that he's in the goalie's eye line. He's about 2 and a half metres off him."Sam Allardcye blames the officials & VAR for West Brom losing to Liverpool pic.twitter.com/ud6sPZkkEB— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2021 „Þessar ákvarðanir eru meiri vonbrigði en eitthvað annað. Það er að segja að þetta sé skammarlegt er alltof varlega orðað,“ sagði Allardyce. „Ef að þessi ákvörðun kemur frá Stockley Park þá er það út í hött. Ef þeir segja að dómarinn eða aðstoðardómarinn hafi dæmt markið af þá er það hneisa. Leikmaðurinn hefur engin áhrif á markvörðinn. Dómarinn á að þekkja reglurnar. Hann gerði mistök þarna. Ég get aðeins sagt hvað ég er vonsvikinn með að reyndur dómari geti gert slík mistök,“ sagði Allardyce. Stóri Sam var ekki hættur því hann skaut líka á Jürgen Klopp. „Gamli Jürgen hefur alltaf rétt fyrir sér, er það ekki. Þú veist hvað ég meina. Hann heldur alltaf að hann hafi rétt fyrir sér og kannski ég líka. Hann var heppinn í kvöld og hann veit það,“ sagði öskureiður Sam Allardyce. Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira
Markvörðurinn Alisson Becker kom til bjargar með því að skora sigurmark Liverpool í uppbótatíma en áður höfðu leikmenn WBA skorað mark sem fékk ekki að standa. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þá skoraði Kyle Bartley mark. Hann var réttstæður en markið var dæmt af vegna þess að myndbandadómararnir töldu að rangstæður leikmaður WBA (Matt Phillips) hafi truflað útsýni Alisson Becker í Liverpool markinu. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri WBA, var mjög ósáttur út í þennan dóm eftir leikinn og sagði hann vera skammarlegan. 'It s an outrageous, ridiculous decision when you ve got VAR. Outrageous is an understatement by the way.I can only point out to say how disappointed I am that an experienced referee can make a mistake like that.' https://t.co/UVHMZLSDJe— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 17, 2021 „Það er auðvitað erfitt að sætta sig við svona. Við vildum ekki að úrslitunum yrði rænt af okkur, ekki af Liverpool, heldur vegna ákvarðana sem voru teknar í dag,“ sagði Sam Allardyce í viðtali við Birmingham Mail. „Það voru ákvarðanir sem féllu gegn okkur í báðum mörkum Liverpool. Þetta átti ekki að vera aukaspyrna heldur dómarakast,“ sagði Allardyce. „Svo skoruðum við mark. VAR á að vera þarna svo að útileikmenn geti skorað mörk. Þetta er fáránleg og svívirðileg ákvörðun þegar þú ert með VAR til að hjálpa þér. Nú hafa þeir dæmt tvisvar gegn okkur og það er ástæðan fyrir því að við fengum ekki þrjú stig í dag,“ sagði Allardyce. "Don't give us that rubbish that he's in the goalie's eye line. He's about 2 and a half metres off him."Sam Allardcye blames the officials & VAR for West Brom losing to Liverpool pic.twitter.com/ud6sPZkkEB— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2021 „Þessar ákvarðanir eru meiri vonbrigði en eitthvað annað. Það er að segja að þetta sé skammarlegt er alltof varlega orðað,“ sagði Allardyce. „Ef að þessi ákvörðun kemur frá Stockley Park þá er það út í hött. Ef þeir segja að dómarinn eða aðstoðardómarinn hafi dæmt markið af þá er það hneisa. Leikmaðurinn hefur engin áhrif á markvörðinn. Dómarinn á að þekkja reglurnar. Hann gerði mistök þarna. Ég get aðeins sagt hvað ég er vonsvikinn með að reyndur dómari geti gert slík mistök,“ sagði Allardyce. Stóri Sam var ekki hættur því hann skaut líka á Jürgen Klopp. „Gamli Jürgen hefur alltaf rétt fyrir sér, er það ekki. Þú veist hvað ég meina. Hann heldur alltaf að hann hafi rétt fyrir sér og kannski ég líka. Hann var heppinn í kvöld og hann veit það,“ sagði öskureiður Sam Allardyce.
Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn