Klopp mun ræða sérstaklega við Sadio Mane um atvikið eftir United leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 15:30 Augun verða á þeim Jürgen Klopp og Sadio Mane í síðustu leikjum tímabilsins. Getty/Laurence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk óvenju kuldaleg viðbrögð frá Sadio Mane eftir leik Liverpool og Manchester United og fjölmiðlar hafa smjattað mikið á því síðan. Sadio Mane skildi knattspyrnustjórann sinn eftir hangandi og neitaði að taka í höndina á honum eftir 4-2 sigur Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Klopp henti Mane á bekkinn fyrir leikinn og Senegalinn var greinilega allt annað en sáttur með það. Breytti þar engu þótt að Liverpool hafi þarna unnið mikilvægan sigur á Manchester United. Mane kom á endanum inn á sem varamaður á 74. mínútu og leysti þar af Diogo Jota sem skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum. Sadio Mane blanked Jurgen Klopp after being benched against Man United (via @footballdaily)pic.twitter.com/elnZN9USEW— ESPN FC (@ESPNFC) May 14, 2021 Sjónvarpsvélarnar voru á þeim Sadio Mane og Jürgen Klopp eftir leikinn þegar Klopp ætlaði að þakka sínum manni fyrir leikinn og óska honum til hamingju með sigurinn en Sengalinn strunsaði í staðinn framhjá stjóranum sínum og hristi hausinn. „Það er ekki hægt að gera stærri frétt úr þessu en hún er þegar orðin. Fótbolti er íþrótt full af tilfinningum og allir ætlast til þess að við höfum alltaf stjórn á þessum tilfinningum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti West Bromwich Albion um helgina. „Það gengur ekki alltaf eftir. Þetta kom fyrir mig sem leikmann og aðrir leikmenn hafa lent í þessu þegar ég hef þjálfað þá. Við höfum ekki haft ennþá tækifæri til að ræða þetta almennilega en við munum gera það. Það verður allt í góðu eftir það samtal,“ sagði Klopp. Powerful words from Jurgen Klopp on Sadio Mane:"If somebody shows me 5 million times respect and one time not, what is more important?" pic.twitter.com/Akh48PK0oJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 14, 2021 „Viljum við að svona hlutir gerist? Nei en þetta er ekki í fyrsta sinn í mínu og þó ég hræðist að segja það, þá verður þetta líklega ekki það síðasta. Svona er það nú bara,“ sagði Klopp. Sadio Mane hefur skorað 9 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 32 deildarleik á þessu tímabili en á meistaratímabilinu þá var hann með 18 mörk og 9 stoðsendingar í 35 leikjum. „Ef leikmaður sýnir mér fimm milljón sinnum virðingu og gerir það svo ekki einu sinni. Hvort er mikilvægara,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Sadio Mane skildi knattspyrnustjórann sinn eftir hangandi og neitaði að taka í höndina á honum eftir 4-2 sigur Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Klopp henti Mane á bekkinn fyrir leikinn og Senegalinn var greinilega allt annað en sáttur með það. Breytti þar engu þótt að Liverpool hafi þarna unnið mikilvægan sigur á Manchester United. Mane kom á endanum inn á sem varamaður á 74. mínútu og leysti þar af Diogo Jota sem skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum. Sadio Mane blanked Jurgen Klopp after being benched against Man United (via @footballdaily)pic.twitter.com/elnZN9USEW— ESPN FC (@ESPNFC) May 14, 2021 Sjónvarpsvélarnar voru á þeim Sadio Mane og Jürgen Klopp eftir leikinn þegar Klopp ætlaði að þakka sínum manni fyrir leikinn og óska honum til hamingju með sigurinn en Sengalinn strunsaði í staðinn framhjá stjóranum sínum og hristi hausinn. „Það er ekki hægt að gera stærri frétt úr þessu en hún er þegar orðin. Fótbolti er íþrótt full af tilfinningum og allir ætlast til þess að við höfum alltaf stjórn á þessum tilfinningum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti West Bromwich Albion um helgina. „Það gengur ekki alltaf eftir. Þetta kom fyrir mig sem leikmann og aðrir leikmenn hafa lent í þessu þegar ég hef þjálfað þá. Við höfum ekki haft ennþá tækifæri til að ræða þetta almennilega en við munum gera það. Það verður allt í góðu eftir það samtal,“ sagði Klopp. Powerful words from Jurgen Klopp on Sadio Mane:"If somebody shows me 5 million times respect and one time not, what is more important?" pic.twitter.com/Akh48PK0oJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 14, 2021 „Viljum við að svona hlutir gerist? Nei en þetta er ekki í fyrsta sinn í mínu og þó ég hræðist að segja það, þá verður þetta líklega ekki það síðasta. Svona er það nú bara,“ sagði Klopp. Sadio Mane hefur skorað 9 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 32 deildarleik á þessu tímabili en á meistaratímabilinu þá var hann með 18 mörk og 9 stoðsendingar í 35 leikjum. „Ef leikmaður sýnir mér fimm milljón sinnum virðingu og gerir það svo ekki einu sinni. Hvort er mikilvægara,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira