Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | ÍBV sendi Stjörnukonur í sumarfrí Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 16. maí 2021 16:45 ÍBV vann öruggan þriggja marka sigur á Stjörnunni, 26-29 á útivelli og tryggði sér þar af leiðandi sæti í undanúrslitum Olís deildarinnar. Bæði lið mættu vel undirbúin til leiks og var mikil spenningur hérna í Garðabænum. Mikil harka einkenndi liðin og voru bæði lið virkilega þyrst í sigur í dag. Mikið jafnræði var í liðnunum í byrjun leiks og skiptust þau á að skora fyrstu tíu mínúturnar. ÍBV ná síðan forystu sem verður til þess að Rakel, þjálfari Stjörnunnar tekur leikhlé. Eyjakonur gefa hins vegar ekkert eftir og komast á tímabili fimm mörkum yfir, 12-7. Stjarnan nær að minnka muninn en það dugði ekki til og fóru ÍBV inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu 13-10. Eyjakonur voru skrefi á undan það sem eftir var leiks og héldu vel út allan tímann. ÍBV ná sjö marka forsytu um miðjan seinni hálfleik. Stjörnukonur gáfust þó aldrei upp og náðu góðum 4-1 kafla sem varð til þess að Siggi Braga, þjálfari ÍBV tekur leikhlé. Stjörnukonur ná að komast í tveggja marka mun á síðustu mínútum leiksins en það dugði ekki til og sigldu eyjakonur sigrinum heim. Afhverju vann ÍBV? ÍBV mættu undirbúnari til leiks og börðust þær virkilega vel alveg frá fyrstu mínútu. Vörnin hjá þeim var einnig mun þéttari sem varð til þess að þær fengu mun fleiri hraðaupphlaup. Þær keyrðu vel á vörn Stjörnunnar og nýttu færin sín mun betur heldur en lið andstæðinganna. Stuðningsmenn ÍBV létu heyra vel í sér sem peppaði liðið mjög vel upp. Hverjar stóðu upp úr? Í liði ÍBV áttu bæði Harpa Valey Gylfadóttur og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir stórleik en þær skoruðu sitthvor níu mörkin. Þær voru duglegar að skapa færi fyrir sína leikmenn og átti Hrafnhildur Hanna flestar stoðsendingar í leiknum. Marta Wawrzynkowska átti einnig frábæran leik í markinu en hún var með nítján varin skot, þar af eitt víti, sem skilaði henni 48% markvörslu. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með níu mörk. Elísabet Gunnardóttir átti einnig góðan leik en hún skoraði fjögur mörk og fiskaði þrjú víti. Hvað gekk illa? Stjörnukonur áttu erfitt með að komast í gegnum þétta vörn ÍBV og klúðruðu virkilega mikið af dauðafærum. Þær áttu einnig erfitt með því að venjast hraðri keyrslu ÍBV. Vörnin hjá þeim var ekki ein þétt og hjá eyjakonum sem gerði markvörðunum erfitt fyrir. Hvað gerist næst? ÍBV eru komnar áfram í undanúrslit og mæta KA/Þór í lok maí. Stjarnan er dottin úr úrlslitakeppninni og eru því komnar í sumarfrí. Rakel Dögg Bragadóttir: Því miður þá náðum við ekki að klára þennan leik í dag Rakel Dögg Bragadóttir var hundfúl að vera dottin úr leik.Vísir/Hulda „Þetta er hundfúlt og ekki það sem ég sá fyrir mér þegar ég vaknaði í morgun. Það er fúlt að vera dottin út en þetta var nátturlega á móti gríðarlega sterku liði og þær sýndu bara frábæran leik í dag.“ „Við náðum okkur ekki alveg á strik í dag. Það er kannski einna helst að þegar við erum að klikka á svona svakalega mörgum dauðafærum þá er þetta bara gríðarlega erfitt. Því miður þá náðum við ekki að klára þennan leik í dag.“ Fyrstu tíu mínútur leiksins voru mjög jafnar en svo missa Stjörnukonur þetta niður í 12-7 og ná sér ekki á strik eftir það. „Aðallega erum við að klikka svolítið mikið á færum og erum að fá hraðaupphlaupsmörk í bakið. Þetta var, eins og ég segi, erfitt sóknarlega en samt talsvert betra heldur en á fimmtudaginn. Við þurfum að nýta þetta betur.“ Sigurður Bragason: Ég veit hvernig það er að vera undir í úrslitakeppni Sigurður Bragason var sáttur með sínar stelpur í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta var bara alvöru úrslitakeppnisleikur, barátta og allt svoleiðis og ég er bara rosalega ánægður. Þetta var bara flott. Við náum að slíta þær frá okkur og við lögðum svolítið upp með þetta.“ ÍBV ná að komast fimm mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleik og ná að halda forystu það sem eftir er leiks. „Ég veit hvernig það er að vera undir í úrslitakeppni, það er ekki þægilegt og fyrir þjálfara er auðvelt að mótivera en það er líka stutt í að þú brotnir. Ég lagði bara svolitla áherslu á að við myndum halda okkur inni, þær eru með geggjað lið, og ég vildi bara að við myndum ekki leyfa þeim að ná að komast nær okkur en þrjú, fjögur, fimm mörk og það gerðist. Þær brotnuðu svolítið og fóru í það sem við vildum að þær gerðu, komu með léleg skot og við fengum á okkur þessi fyrstu tempó mörk. Kannski ekki eitthvað sem þær ætluðu sér en þetta var spennandi í byrjun og eftir korter fannst mér þetta bara nokkuð solid.“ Eyjakonur er búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum og munu þær mæta KA/Þór í lok mánaðarins. „Markmiðið er bara að reyna að vinna, það er bara ekkert öðruvísi. Og við munum reyna það. Þetta eru auðvitað Valur, Fram og svo auðvitað KA/Þór og vissulega munu öll þessi lið reyna það. Þetta er ekkert búið og ég ætla ekki að segja það að ég sé bara orðinn eitthvað sáttur. Ég hlakka til að fara í KA heimilið og til Vestmannaeyja í úrslitakeppni. Þetta er geggjað og ég ætla líka bara að passa að njóta og halda áfram með púlsinn í 350.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Stjarnan ÍBV Íslenski handboltinn Handbolti
ÍBV vann öruggan þriggja marka sigur á Stjörnunni, 26-29 á útivelli og tryggði sér þar af leiðandi sæti í undanúrslitum Olís deildarinnar. Bæði lið mættu vel undirbúin til leiks og var mikil spenningur hérna í Garðabænum. Mikil harka einkenndi liðin og voru bæði lið virkilega þyrst í sigur í dag. Mikið jafnræði var í liðnunum í byrjun leiks og skiptust þau á að skora fyrstu tíu mínúturnar. ÍBV ná síðan forystu sem verður til þess að Rakel, þjálfari Stjörnunnar tekur leikhlé. Eyjakonur gefa hins vegar ekkert eftir og komast á tímabili fimm mörkum yfir, 12-7. Stjarnan nær að minnka muninn en það dugði ekki til og fóru ÍBV inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu 13-10. Eyjakonur voru skrefi á undan það sem eftir var leiks og héldu vel út allan tímann. ÍBV ná sjö marka forsytu um miðjan seinni hálfleik. Stjörnukonur gáfust þó aldrei upp og náðu góðum 4-1 kafla sem varð til þess að Siggi Braga, þjálfari ÍBV tekur leikhlé. Stjörnukonur ná að komast í tveggja marka mun á síðustu mínútum leiksins en það dugði ekki til og sigldu eyjakonur sigrinum heim. Afhverju vann ÍBV? ÍBV mættu undirbúnari til leiks og börðust þær virkilega vel alveg frá fyrstu mínútu. Vörnin hjá þeim var einnig mun þéttari sem varð til þess að þær fengu mun fleiri hraðaupphlaup. Þær keyrðu vel á vörn Stjörnunnar og nýttu færin sín mun betur heldur en lið andstæðinganna. Stuðningsmenn ÍBV létu heyra vel í sér sem peppaði liðið mjög vel upp. Hverjar stóðu upp úr? Í liði ÍBV áttu bæði Harpa Valey Gylfadóttur og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir stórleik en þær skoruðu sitthvor níu mörkin. Þær voru duglegar að skapa færi fyrir sína leikmenn og átti Hrafnhildur Hanna flestar stoðsendingar í leiknum. Marta Wawrzynkowska átti einnig frábæran leik í markinu en hún var með nítján varin skot, þar af eitt víti, sem skilaði henni 48% markvörslu. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með níu mörk. Elísabet Gunnardóttir átti einnig góðan leik en hún skoraði fjögur mörk og fiskaði þrjú víti. Hvað gekk illa? Stjörnukonur áttu erfitt með að komast í gegnum þétta vörn ÍBV og klúðruðu virkilega mikið af dauðafærum. Þær áttu einnig erfitt með því að venjast hraðri keyrslu ÍBV. Vörnin hjá þeim var ekki ein þétt og hjá eyjakonum sem gerði markvörðunum erfitt fyrir. Hvað gerist næst? ÍBV eru komnar áfram í undanúrslit og mæta KA/Þór í lok maí. Stjarnan er dottin úr úrlslitakeppninni og eru því komnar í sumarfrí. Rakel Dögg Bragadóttir: Því miður þá náðum við ekki að klára þennan leik í dag Rakel Dögg Bragadóttir var hundfúl að vera dottin úr leik.Vísir/Hulda „Þetta er hundfúlt og ekki það sem ég sá fyrir mér þegar ég vaknaði í morgun. Það er fúlt að vera dottin út en þetta var nátturlega á móti gríðarlega sterku liði og þær sýndu bara frábæran leik í dag.“ „Við náðum okkur ekki alveg á strik í dag. Það er kannski einna helst að þegar við erum að klikka á svona svakalega mörgum dauðafærum þá er þetta bara gríðarlega erfitt. Því miður þá náðum við ekki að klára þennan leik í dag.“ Fyrstu tíu mínútur leiksins voru mjög jafnar en svo missa Stjörnukonur þetta niður í 12-7 og ná sér ekki á strik eftir það. „Aðallega erum við að klikka svolítið mikið á færum og erum að fá hraðaupphlaupsmörk í bakið. Þetta var, eins og ég segi, erfitt sóknarlega en samt talsvert betra heldur en á fimmtudaginn. Við þurfum að nýta þetta betur.“ Sigurður Bragason: Ég veit hvernig það er að vera undir í úrslitakeppni Sigurður Bragason var sáttur með sínar stelpur í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta var bara alvöru úrslitakeppnisleikur, barátta og allt svoleiðis og ég er bara rosalega ánægður. Þetta var bara flott. Við náum að slíta þær frá okkur og við lögðum svolítið upp með þetta.“ ÍBV ná að komast fimm mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleik og ná að halda forystu það sem eftir er leiks. „Ég veit hvernig það er að vera undir í úrslitakeppni, það er ekki þægilegt og fyrir þjálfara er auðvelt að mótivera en það er líka stutt í að þú brotnir. Ég lagði bara svolitla áherslu á að við myndum halda okkur inni, þær eru með geggjað lið, og ég vildi bara að við myndum ekki leyfa þeim að ná að komast nær okkur en þrjú, fjögur, fimm mörk og það gerðist. Þær brotnuðu svolítið og fóru í það sem við vildum að þær gerðu, komu með léleg skot og við fengum á okkur þessi fyrstu tempó mörk. Kannski ekki eitthvað sem þær ætluðu sér en þetta var spennandi í byrjun og eftir korter fannst mér þetta bara nokkuð solid.“ Eyjakonur er búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum og munu þær mæta KA/Þór í lok mánaðarins. „Markmiðið er bara að reyna að vinna, það er bara ekkert öðruvísi. Og við munum reyna það. Þetta eru auðvitað Valur, Fram og svo auðvitað KA/Þór og vissulega munu öll þessi lið reyna það. Þetta er ekkert búið og ég ætla ekki að segja það að ég sé bara orðinn eitthvað sáttur. Ég hlakka til að fara í KA heimilið og til Vestmannaeyja í úrslitakeppni. Þetta er geggjað og ég ætla líka bara að passa að njóta og halda áfram með púlsinn í 350.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti