McBurnie var ósáttur við að maðurinn skyldi taka myndband af sér. Hann réðst að manninum, stappaði á símanum hans og virtist svo kýla hann og sparka í hann.
Ohhh Oil McBurnie pic.twitter.com/v7TR79NtEN
— Vern (@JwVernon) May 9, 2021
Í stuttri yfirlýsingu frá Sheffield United segir að félagið hafi verið látið vita af myndbandinu af McBurnie og það sé til rannsóknar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McBurnie lendir í vandræðum utan vallar. Hann fékk viðvörun frá enska knattspyrnusambandinu fyrir framkomu sína þegar hann var áhorfandi á leik Swansea City og Cardiff City í fyrra og fyrir tveimur árum var hann tekinn fyrir ölvunarakstur.
McBurnie er meiddur og hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili. Hann gerði ekki mikið meðan hann var heill heilsu og skoraði aðeins eitt mark í 25 leikjum fyrir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er á botni hennar og fallið niður í B-deildina.
McBurnie hefur bara skorað sjö mörk í 65 leikjum fyrir Sheffield United síðan hann kom til liðsins frá Swansea fyrir tuttugu milljónir punda 2019.