Þetta var staðfest í dag en núverandi samningur Úrúgvæans átti að renna út í sumar. Samningurinn hefur legið í loftinu en fyrr í dag var hann svo endanlega staðfestur.
Cavani hefur verið funheitur fyrir Rauðu djöflanna á leiktíðinni en leikur liðsins hefur verið skínandi með framherjann fremstan í flokki. Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. Utd, er ánægður með framlenginguna.
Special club. Special team. 𝗦𝗽𝗲𝗰𝗶𝗮𝗹 𝗽𝗹𝗮𝘆𝗲𝗿.#MUFC #Cavani2022 pic.twitter.com/LsedJB5f5g
— Manchester United (@ManUtd) May 10, 2021
„Við vissum allt um mörkin hans en það er persónuleiki hans sem gefur svo mikið til liðsins. Hann er með sigurhugarfar,“ sagði Ole í samtali við heimasíðu United.
„Edinson er einn af þeim síðustu sem yfirgefa æfingasvæðið og setur tóninn fyrir unga leikmenn, hvernig maður á að vinna á hverjum degi.“
„Ég hef alltaf vonast eftir því að Cavani myndi vera hérna áfram og upplifa hvernig stuðningsmennirnir myndu taka honum sem leikmanni. Fréttir dagsins þýða að það verði bráðum að veruleika,“ sagði Ole.
🇺🇾 𝐄𝐋 𝐌𝐀𝐓𝐀𝐃𝐎𝐑 🐂
— Manchester United (@ManUtd) May 10, 2021
One more year of @ECavaniOfficial! 🏹#MUFC #Cavani2022