Cavani skoraði eitt marka Man Utd í 1-3 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag, eftir að hafa komið inn af varamannabekknum á 65.mínútu.
Þetta var í fimmta skiptið á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni sem Cavani kemur inn af bekknum og skorar. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk af bekknum fyrir Man Utd frá stofnun úrvalsdeildarinnar.
5 - Edinson Cavani has equalled the Manchester United record for the highest number of Premier League goals scored as a substitute in a season, currently held by Chicharito in 2010-11 and Ole Gunnar Solskjær in 1998-99 (5 each). Weapon.
— OptaJoe (@OptaJoe) May 9, 2021
Cavani deilir metinu þó með tveimur mönnum. Ole Gunnar Solskjær, sem nú þjálfar Man Utd, skoraði fimm mörk sem varamaður hið goðsagnakennda tímabil 1998/1999 og Mexíkóinn Javier Hernandez, Chicharito, gerði fimm mörk eftir að hafa komið inn af bekknum tímabilið 2010/2011.
Man Utd á eftir að leika fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og spurning hvort Ole Gunnar sé tilbúinn að eiga á hættu að glata metinu sínu en hann er af mörgum talinn einn besti varamaður Man Utd frá upphafi. Norðmaðurinn þótti hafa einstakt lag á því að breyta gangi leikja eftir að hafa komið inn á sem varamaður á leikmannaferli sínum.