Handbolti

Ómar Ingi og Damgaard gerðu nær öll mörk Magdeburg í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon .
Ómar Ingi Magnússon . vísir/stefán

Óhætt er að segja að Mikkel Damgaard og Ómar Ingi Magnússon hafi farið fyrir sóknarleik Magdeburg gegn Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Magdeburg vann fjögurra marka sigur, 21-25 eftir að hafa leitt með einu marki í leikhléi, 8-9.

Ómar Ingi Magnússon var næstmarkahæstur í liði Magdeburg með átta mörk úr átta skotum en markahæstur í liði Magdeburg var Mikkel Damgaard með fjórtán mörk. Skoruðu þeir félagar því 22 af 25 mörkum Magdeburg.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk úr fimm skotum fyrir Bergischer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×