Roone og Derby voru í 20. sætinu fyrir lokaumferðina í dag en þeir gerðu dramatískt jafntefli við Sheffield Wednesday.
Lokatölurnar urðu 3-3 en Derby lenti undir 1-0 og 3-2 en komu til baka. Martyn Waghorn jafnaði úr vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok.
Sheffield Wednesday er því fallið niður í C-deildina sem og Wycombe og Rotherham.
Derby
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 8, 2021
-------------
Wycombe
Rotherham
Sheff Wed
A thrilling final day of the Championship season sees Wayne Rooney's Derby survive by one point ⚽️
Rotherham gerði 1-1 jafntefli við Cardiff í dag og Wycombe vann 3-0 sigur á Middlesbrough.
Brentford, Swansea, Barnsley og Bournemouth berjast um sæti í ensku úrvalsdeildinni en Norwich og Watford hafa tryggt sér sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.
Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður hjá Millwall sem var niðurlægt af Coventry, 6-1. Millwall endar í 11. sætinu.
DERBY COUNTY ARE STAYING UP!
— BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2021
FT Derby County 3-3 Sheffield Wednesday
Heart-stopping drama at Pride Park, but Wayne Rooney's Rams live to fight another season in the Championship.
It's devastation for Sheffield Wednesday.
They're relegated to League One.#bbcefl #dcfc #swfc