Eigandi Man. United neitaði að biðjast afsökunar á Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 09:01 Ole Gunnar Solskjær með Avram Glazer og bróður hans. Getty/Michael Regan Avram Glazer, eigandi Manchester United, gæti mögulega hafa hent olíu á eldinn í deilum Glazer fjölskyldunnar við stuðningsmenn félagsins. Nóg er nú hittinn í stuðningsfólkinu fyrir. Avram er í Glazer fjölskyldunni sem hefur átt Manchester United í meira en fimmtán ár. Stuðningsmenn hafa gagnrýnt stjórnunarhættina frá nánast fyrsta degi en síðustu daga hefur óánægjan farið í nýjar hæðir. Manchester United var eitt af félögunum sem ætlaði að stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert varð að því eftir gríðarlega hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna félaganna og annarra eins og sambandanna FIFA og UEFA. Eigendur hinna ensku liðanna eða félögin sjálf hafa beðist afsökunar á þessum afleik sínum sem og því að hlusta ekki á stuðningsmenn sína. Markmið þeirra með að stofna Ofurdeildina var að tryggja sér gríðarlega aukatekjur og stærri hluta af kökunni sem UEFA tekur í dag í gegnum Meistaradeildina. Avram Glazer, part of the family that owns Manchester United, was questioned by Sky News' US correspondent @sallylockwood.Read more here: https://t.co/sCXYMLcDgz pic.twitter.com/qEgheNjWg0— Sky News (@SkyNews) May 4, 2021 Blaðakona frá Sky Sports reyndi að fá viðbrögð frá Avram Glazer í kjölfar mótmæla stuðningsmanna Manchester United. Stuðningsmenn brutust inn á Old Trafford og mótmælin enduðu með því að leik United og Liverpool var frestað. „Þetta er tækifæri fyrir þig, fáum við kannski afsökunarbeiðni,“ spurði blaðamaðurinn Glazer sem leit hana ekki viðlits. Blaðakonan hélt áfram og spurði Avram Glazer hvort fjölskyldan væri að íhuga það að selja félagið eða hvort hann vildi segja eitthvað við stuðningsmenn félagsins. Avram svaraði því ekki heldur. Joel Galzer, varastjórnarformaður Manchester United, sendi frá sér yfirlýsingu 21. apríl síðastliðinn þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar og að eigendur hafi mistekist að sýna rótgrínum hefðum enska fótboltans nægilega virðingu. Eigendurnir virðast hins vegar ekki vera alveg á sömu línu ef marka má þessi samskipti Glazer og blaðakonunnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00 Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40 Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira
Avram er í Glazer fjölskyldunni sem hefur átt Manchester United í meira en fimmtán ár. Stuðningsmenn hafa gagnrýnt stjórnunarhættina frá nánast fyrsta degi en síðustu daga hefur óánægjan farið í nýjar hæðir. Manchester United var eitt af félögunum sem ætlaði að stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert varð að því eftir gríðarlega hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna félaganna og annarra eins og sambandanna FIFA og UEFA. Eigendur hinna ensku liðanna eða félögin sjálf hafa beðist afsökunar á þessum afleik sínum sem og því að hlusta ekki á stuðningsmenn sína. Markmið þeirra með að stofna Ofurdeildina var að tryggja sér gríðarlega aukatekjur og stærri hluta af kökunni sem UEFA tekur í dag í gegnum Meistaradeildina. Avram Glazer, part of the family that owns Manchester United, was questioned by Sky News' US correspondent @sallylockwood.Read more here: https://t.co/sCXYMLcDgz pic.twitter.com/qEgheNjWg0— Sky News (@SkyNews) May 4, 2021 Blaðakona frá Sky Sports reyndi að fá viðbrögð frá Avram Glazer í kjölfar mótmæla stuðningsmanna Manchester United. Stuðningsmenn brutust inn á Old Trafford og mótmælin enduðu með því að leik United og Liverpool var frestað. „Þetta er tækifæri fyrir þig, fáum við kannski afsökunarbeiðni,“ spurði blaðamaðurinn Glazer sem leit hana ekki viðlits. Blaðakonan hélt áfram og spurði Avram Glazer hvort fjölskyldan væri að íhuga það að selja félagið eða hvort hann vildi segja eitthvað við stuðningsmenn félagsins. Avram svaraði því ekki heldur. Joel Galzer, varastjórnarformaður Manchester United, sendi frá sér yfirlýsingu 21. apríl síðastliðinn þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar og að eigendur hafi mistekist að sýna rótgrínum hefðum enska fótboltans nægilega virðingu. Eigendurnir virðast hins vegar ekki vera alveg á sömu línu ef marka má þessi samskipti Glazer og blaðakonunnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00 Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40 Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira
Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00
Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40
Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00