Gareth Bale hefur skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur deildarleikjunum undir stjórn Ryan Mason þar af þrennu í 4-0 sigri Tottenham á Sheffield United um síðustu helgi.
Bale fékk oft ekki mikið að spila þegar Jose Mourinho sat í stjórastólnum hjá Tottenham en hefur byrjað báða deildarleiki síðan að Mason tók við.
Bale hefur alls skorað níu mörk í sextán deildarleikjum á leiktíðinni og er sá leikmaður í deildinni sem skorar örast.
Það hafa nefnilega aðeins liðið 81 mínúta á milli marka Gareth Bale í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Átta af níu mörkum Bale hafa komið frá því á síðasta degi febrúarmánuði eða í síðustu átta leikjum. Bale hefur skorað í fjórum af síðustu sex byrjunarliðsleikjum sínum.
Bale er langt á undan næsta manni sem er Kelechi Iheanacho hjá Leicester sem hefur skorað á 116 mínútna fresti.
West Ham maðurinn Jessi Lingard, Liverpool maðurinn Diogo Jota og Tottenham fyrirliðinni Harry Kane komast einnig á topp fimm listann sem má sjá hér fyrir neðan.
81 - After his hat-trick against Sheffield United on Sunday, Gareth Bale is averaging a better minutes-per-goal ratio than any other player in this season's Premier League, scoring 9 times in just 727 minutes played. Hotshot. pic.twitter.com/bkeY3N8LZ2
— OptaJoe (@OptaJoe) May 4, 2021
Harry Kane er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 21 mark og Mohamed Salah hefur skorað marki minna. Bruno Fernandes hjá Manchester United og Heung-min Son hjá Tottenham koma síðan í þriðja sætinu með sextán mörk hvor.