TAKS, færeyski skatturinn, hefur tilkynnt dótturfélagið, sem heitir Tindhólmur, til lögreglunnar. Í færeyska ríkissjónvarpinu er ástæðan sögð sú að Samherji hafi siglt undir færeyskum fána til þess að komast hjá því að greiða skatta af starfsemi sinni í Namibíu.
Í frétt Kringvarpsins segir að lögreglustjóri í Færeyjum staðfesti að málið sé komið á hans borð.
Jóhannes Stefánsson er tekinn tali í Kringvarpinu og segir hann að færeyskt dótturfélag Samherja hafi tekið við millifærslum upp á hálfa milljón Bandaríkjadala á árunum 2016 og 2017. Tilgangurinn hafi verið að greiða starfsmönnum félagsins í Namibíu laun, en í gegnum færeyska félagið.
