Breskir læknar að bugast undan álaginu og margir íhuga að hætta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2021 08:32 Álagið á heilbrigðisstarfsmenn hefur verið gríðarlegt í kórónuveirufaraldrinum. epa/Steve Parsons Þúsundir breskra lækna íhuga að láta af störfum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Helstu ástæðurnar eru gríðarlegt álag og áhyggjur af andlegu heilbrigði. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Bresku læknasamtakanna (BMA). Einn af hverju þremur veltir því fyrir sér að fara fyrr á eftirlaun og fjórðungur getur hugsað sér að taka sér hlé frá störfum. Þá hefur fimmtungur íhugað að snúa sér að öðru en heilbrigðisþjónustu. Mikil álag, langar vaktir, bágar vinnuaðstæður og áhrif faraldursins eru meðal þess sem hefur dregið úr starfsánægju lækna. Af 4.258 sem tóku þátt sögðust 1.352 telja líklegra nú en fyrir tólf mánuðum að þeir myndu fara fyrr á eftirlaun. Um er að ræða 32 prósent þátttakenda en þegar sama spurning var lögð fyrir læknana í júní 2020 var hlutfallið 14 prósent. Um 25 prósent sögðust íhuga að taka sér pásu frá læknastörfum, 21 prósent sögðust velta fyrir sér að skipta um starfsvettvang og 17 prósent voru spenntir fyrir því að starfa erlendis. Chaand Nagpaul, formaður BMA, segir hættu á því að þessi starfsþreyta meðal lækna muni verða til þess að enn erfiðara verður að manna stöður og veita þjónustu innan ásættanlegra tímamarka. Um sé að ræða hæfileikaríka og reynda sérfræðinga sem opinbera heilbrigðisþjónustan þurfi á að halda til að koma þjóðinni úr einni mestu heilbrigðisvá samtímans. „Ég klára yfirleitt tveimur tímum eftir að ég á að hætta,“ sagði einn læknir í samtali við BMA. „Restin af deginum fer í að svara tölvupóstum sem ég náði ekki að sinna í vinnunni. Ég er úrvinda.“ Læknirinn sagði að honum þætti vænt um opinberu heilbrigðisþjónustuna en að á einhverjum tímapunkti þyrfti hann að fara að forgangsraða eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Guardian fjallar um málið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Einn af hverju þremur veltir því fyrir sér að fara fyrr á eftirlaun og fjórðungur getur hugsað sér að taka sér hlé frá störfum. Þá hefur fimmtungur íhugað að snúa sér að öðru en heilbrigðisþjónustu. Mikil álag, langar vaktir, bágar vinnuaðstæður og áhrif faraldursins eru meðal þess sem hefur dregið úr starfsánægju lækna. Af 4.258 sem tóku þátt sögðust 1.352 telja líklegra nú en fyrir tólf mánuðum að þeir myndu fara fyrr á eftirlaun. Um er að ræða 32 prósent þátttakenda en þegar sama spurning var lögð fyrir læknana í júní 2020 var hlutfallið 14 prósent. Um 25 prósent sögðust íhuga að taka sér pásu frá læknastörfum, 21 prósent sögðust velta fyrir sér að skipta um starfsvettvang og 17 prósent voru spenntir fyrir því að starfa erlendis. Chaand Nagpaul, formaður BMA, segir hættu á því að þessi starfsþreyta meðal lækna muni verða til þess að enn erfiðara verður að manna stöður og veita þjónustu innan ásættanlegra tímamarka. Um sé að ræða hæfileikaríka og reynda sérfræðinga sem opinbera heilbrigðisþjónustan þurfi á að halda til að koma þjóðinni úr einni mestu heilbrigðisvá samtímans. „Ég klára yfirleitt tveimur tímum eftir að ég á að hætta,“ sagði einn læknir í samtali við BMA. „Restin af deginum fer í að svara tölvupóstum sem ég náði ekki að sinna í vinnunni. Ég er úrvinda.“ Læknirinn sagði að honum þætti vænt um opinberu heilbrigðisþjónustuna en að á einhverjum tímapunkti þyrfti hann að fara að forgangsraða eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Guardian fjallar um málið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira