Vonast til að setja nýtt lyf við Covid-19 á markað fyrir lok árs Sylvía Hall skrifar 2. maí 2021 09:09 Albert Bourla (t.h.) er forstjóri Pfizer. Getty/Drew Angerer Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, er bjartsýnn á að nýtt lyf við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum verði komið á markað fyrir lok ársins. Lyfið, sem enn er á tilraunastigi, er í töfluformi og yrði notað þegar fyrstu einkenni gera vart við sig. Þetta sagði Bourla í samtali við CNBC fyrr í vikunni, en hann segist vona að allt gangi að óskum og lyfið komi vel út úr tilraunum. Ef allt gangi eftir og það fái samþykki matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna verði hægt að dreifa því um Bandaríkin undir lok árs. Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem kallast próteasahemlar og hefur áhrif á ensím í líkamanum sem vírusinn þarf á að halda til þess að fjölga sér í frumum líkamans. Tilraunir með lyfið hófust í mars síðastliðnum, en próteasahemlar hafa einnig verið notaðir til þess að meðhöndla aðra veirusjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C. Á vef CNBC segir að sérfræðingar fagni því að slíkt lyf sé í vinnslu, þar sem það gæti skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Fólk sem hefði smitast gæti því nálgast lyfið án þess að þurfa að leita á sjúkrahús. Samhliða þessu vinnur Pfizer nú að þróun bóluefnis fyrir börn á aldrinum sex mánaða til ellefu ára, en slíkt hefur verið talið nauðsynlegt til þess að binda enda á faraldurinn. Fyrirtækið sendi beiðni til matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna í síðasta mánuði um að heimila notkun fyrra bóluefnis fyrir unglinga á aldrinum tólf til fimmtán ára eftir að rannsókn sýndi fram á 100 prósent virkni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Mæla með að bóluefni Moderna fái neyðarheimild Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni fái neyðarheimild til notkunar. Moderna hefur sagst ætla að stórauka framleiðslugetu sína þannig að fyrirtækið geti framleitt allt að þrjá milljarða skammta á næsta ári. 30. apríl 2021 23:47 Jansen líklega fyrir þá sem erfitt er að ná aftur í bólusetningu Notkun bóluefnis frá framleiðandanum Jansen hefur verið samþykkt hér á landi og má búast við að í næstu viku verði þeir fyrstu bólusettir með efninu frá bandaríska fyrirtækinu Johnson & Johnson. 22. apríl 2021 14:30 Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Þetta sagði Bourla í samtali við CNBC fyrr í vikunni, en hann segist vona að allt gangi að óskum og lyfið komi vel út úr tilraunum. Ef allt gangi eftir og það fái samþykki matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna verði hægt að dreifa því um Bandaríkin undir lok árs. Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem kallast próteasahemlar og hefur áhrif á ensím í líkamanum sem vírusinn þarf á að halda til þess að fjölga sér í frumum líkamans. Tilraunir með lyfið hófust í mars síðastliðnum, en próteasahemlar hafa einnig verið notaðir til þess að meðhöndla aðra veirusjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C. Á vef CNBC segir að sérfræðingar fagni því að slíkt lyf sé í vinnslu, þar sem það gæti skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Fólk sem hefði smitast gæti því nálgast lyfið án þess að þurfa að leita á sjúkrahús. Samhliða þessu vinnur Pfizer nú að þróun bóluefnis fyrir börn á aldrinum sex mánaða til ellefu ára, en slíkt hefur verið talið nauðsynlegt til þess að binda enda á faraldurinn. Fyrirtækið sendi beiðni til matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna í síðasta mánuði um að heimila notkun fyrra bóluefnis fyrir unglinga á aldrinum tólf til fimmtán ára eftir að rannsókn sýndi fram á 100 prósent virkni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Mæla með að bóluefni Moderna fái neyðarheimild Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni fái neyðarheimild til notkunar. Moderna hefur sagst ætla að stórauka framleiðslugetu sína þannig að fyrirtækið geti framleitt allt að þrjá milljarða skammta á næsta ári. 30. apríl 2021 23:47 Jansen líklega fyrir þá sem erfitt er að ná aftur í bólusetningu Notkun bóluefnis frá framleiðandanum Jansen hefur verið samþykkt hér á landi og má búast við að í næstu viku verði þeir fyrstu bólusettir með efninu frá bandaríska fyrirtækinu Johnson & Johnson. 22. apríl 2021 14:30 Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Mæla með að bóluefni Moderna fái neyðarheimild Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni fái neyðarheimild til notkunar. Moderna hefur sagst ætla að stórauka framleiðslugetu sína þannig að fyrirtækið geti framleitt allt að þrjá milljarða skammta á næsta ári. 30. apríl 2021 23:47
Jansen líklega fyrir þá sem erfitt er að ná aftur í bólusetningu Notkun bóluefnis frá framleiðandanum Jansen hefur verið samþykkt hér á landi og má búast við að í næstu viku verði þeir fyrstu bólusettir með efninu frá bandaríska fyrirtækinu Johnson & Johnson. 22. apríl 2021 14:30
Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31