Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2021 15:50 Mikið álag hefur verið á líkbrennslum á Indlandi. AP/Channi Anand Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. Í dag var greint frá því að 386,452 hefðu greinst smitaður áðurgengin sólarhring og að 3.498 hefðu dáið. Reuters segir sérfræðinga þó telja að raunverulega talan sé frá fimm til tíu sinnum hærri. Ástandið þykir mjög alvarlegt á Indlandi og hefur það versnað hratt á undanförnum vikum. Skortur er á súrefni, öndunarvélum, lyfjum og öðrum nauðsynjum og ráða sjúkrahús engan veginn við ástandið. Þó nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar virðist smitast auðveldar manna á milli, hefur AP fréttaveitan eftir sérfræðingum að aðrir þættir spili einnig inn í. Stórar hátíðir spili stóra rullu auk almennrar þreytu á félagsforðun og grímuburði. Ekkert ríki heimsins framleiðir meira af bóluefnum en Indland og hafa yfirvöld þar meinað útflutning bóluefna og þeirra efna sem til þarf að framleiða þau. Tveir stærstu framleiðendur landsins voru þó þegar í vandræðum með að auka framleiðslu í meira en 80 milljónir skammta á mánuði. Af 1,4 milljörðum íbúa hafa um 9 prósent fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt Reuters. Nú er skortur á bóluefnum víða í landinu. Ráðmenn í Mumbai hafa tilkynnt að bólusetningarstöðvum verður lokað í þrjá daga. Æðsti embættismaður Delhi hefur sömuleiðis sagt fólki að mæta ekki á morgun, þar sem bóluefni hafi ekki borist. Svipaða sögu er að segja í Karnataka-héraði. Reuters hefur eftir ráðherra þess héraðs að ekki sé vitað hvenær bóluefni myndu berast. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. 30. apríl 2021 07:48 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. 27. apríl 2021 20:01 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Í dag var greint frá því að 386,452 hefðu greinst smitaður áðurgengin sólarhring og að 3.498 hefðu dáið. Reuters segir sérfræðinga þó telja að raunverulega talan sé frá fimm til tíu sinnum hærri. Ástandið þykir mjög alvarlegt á Indlandi og hefur það versnað hratt á undanförnum vikum. Skortur er á súrefni, öndunarvélum, lyfjum og öðrum nauðsynjum og ráða sjúkrahús engan veginn við ástandið. Þó nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar virðist smitast auðveldar manna á milli, hefur AP fréttaveitan eftir sérfræðingum að aðrir þættir spili einnig inn í. Stórar hátíðir spili stóra rullu auk almennrar þreytu á félagsforðun og grímuburði. Ekkert ríki heimsins framleiðir meira af bóluefnum en Indland og hafa yfirvöld þar meinað útflutning bóluefna og þeirra efna sem til þarf að framleiða þau. Tveir stærstu framleiðendur landsins voru þó þegar í vandræðum með að auka framleiðslu í meira en 80 milljónir skammta á mánuði. Af 1,4 milljörðum íbúa hafa um 9 prósent fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt Reuters. Nú er skortur á bóluefnum víða í landinu. Ráðmenn í Mumbai hafa tilkynnt að bólusetningarstöðvum verður lokað í þrjá daga. Æðsti embættismaður Delhi hefur sömuleiðis sagt fólki að mæta ekki á morgun, þar sem bóluefni hafi ekki borist. Svipaða sögu er að segja í Karnataka-héraði. Reuters hefur eftir ráðherra þess héraðs að ekki sé vitað hvenær bóluefni myndu berast.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. 30. apríl 2021 07:48 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. 27. apríl 2021 20:01 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. 30. apríl 2021 07:48
Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32
Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. 27. apríl 2021 20:01