Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 22:21 Rannsókn brasilíska þingsins gæti leitt til þess að Bolsonaro forseti (f.m.) verði kærður fyrir embættisbrot. Forsetinn hefur ekki aðeins lagst gegn sóttvarnaaðgerðum alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir heldur hefur hann reynt að fella aðgerðir einstakra ríkja úr gildi fyrir dómstólum. Vísir/EPA Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. Fleiri en fjórtán milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni í Brasilíu samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro forseti hefur frá upphafi gert lítið úr alvarleika faraldursins og gagnrýnt samkomutakmarkanir, grímuskyldu og bólusetningar. Forsetinn hefur jafnvel tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum eigin ríkisstjórnar. Stuðningur við Bolsonaro hefur hrunið samhliða því sem holskefla smitaðra sligar heilbrigðiskerfi landsins. Sjúkrahús eru yfirfull og fólk deyr á meðan það bíður eftir að fá meðferð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir það situr forsetinn fast við sinn keip og leggst gegn samkomutakmörkunum með þeim rökum að efnahagslega höggið vegna þeirra væri verra en veiran sjálf. Hæstiréttur landsins skipaði fyrir um að öldungadeild þingsins skyldi rannsaka viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum. Þingnefnd kannar meðal annars hvers vegna svo hægt gengur að afla bóluefna, hvernig ríkisstjórnin gerði lítið úr alvarleika faraldursins, talaði fyrir notkun lyfja sem ekki var sýnt fram á að gögnuðust gegn Covid-19 og skort á lækningabúnaði svo eitthvað sé nefnt. Þá beinist rannsóknin að því hvort að Bolsonaro hafi vísvitandi leyft faraldrinum að grassera í því skyni að ná hjarðónæmi í landinu og hvort að þjóðarmorð hafi verið framið á frumbyggjum í Amasonfrumskóginum þegar sérlega banvænt afbrigði veirunnar fékk að geisa á meðal þeirra stjórnlaust. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Fleiri en fjórtán milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni í Brasilíu samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro forseti hefur frá upphafi gert lítið úr alvarleika faraldursins og gagnrýnt samkomutakmarkanir, grímuskyldu og bólusetningar. Forsetinn hefur jafnvel tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum eigin ríkisstjórnar. Stuðningur við Bolsonaro hefur hrunið samhliða því sem holskefla smitaðra sligar heilbrigðiskerfi landsins. Sjúkrahús eru yfirfull og fólk deyr á meðan það bíður eftir að fá meðferð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir það situr forsetinn fast við sinn keip og leggst gegn samkomutakmörkunum með þeim rökum að efnahagslega höggið vegna þeirra væri verra en veiran sjálf. Hæstiréttur landsins skipaði fyrir um að öldungadeild þingsins skyldi rannsaka viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum. Þingnefnd kannar meðal annars hvers vegna svo hægt gengur að afla bóluefna, hvernig ríkisstjórnin gerði lítið úr alvarleika faraldursins, talaði fyrir notkun lyfja sem ekki var sýnt fram á að gögnuðust gegn Covid-19 og skort á lækningabúnaði svo eitthvað sé nefnt. Þá beinist rannsóknin að því hvort að Bolsonaro hafi vísvitandi leyft faraldrinum að grassera í því skyni að ná hjarðónæmi í landinu og hvort að þjóðarmorð hafi verið framið á frumbyggjum í Amasonfrumskóginum þegar sérlega banvænt afbrigði veirunnar fékk að geisa á meðal þeirra stjórnlaust.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49
Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33