Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 22:21 Rannsókn brasilíska þingsins gæti leitt til þess að Bolsonaro forseti (f.m.) verði kærður fyrir embættisbrot. Forsetinn hefur ekki aðeins lagst gegn sóttvarnaaðgerðum alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir heldur hefur hann reynt að fella aðgerðir einstakra ríkja úr gildi fyrir dómstólum. Vísir/EPA Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti. Fleiri en fjórtán milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni í Brasilíu samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro forseti hefur frá upphafi gert lítið úr alvarleika faraldursins og gagnrýnt samkomutakmarkanir, grímuskyldu og bólusetningar. Forsetinn hefur jafnvel tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum eigin ríkisstjórnar. Stuðningur við Bolsonaro hefur hrunið samhliða því sem holskefla smitaðra sligar heilbrigðiskerfi landsins. Sjúkrahús eru yfirfull og fólk deyr á meðan það bíður eftir að fá meðferð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir það situr forsetinn fast við sinn keip og leggst gegn samkomutakmörkunum með þeim rökum að efnahagslega höggið vegna þeirra væri verra en veiran sjálf. Hæstiréttur landsins skipaði fyrir um að öldungadeild þingsins skyldi rannsaka viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum. Þingnefnd kannar meðal annars hvers vegna svo hægt gengur að afla bóluefna, hvernig ríkisstjórnin gerði lítið úr alvarleika faraldursins, talaði fyrir notkun lyfja sem ekki var sýnt fram á að gögnuðust gegn Covid-19 og skort á lækningabúnaði svo eitthvað sé nefnt. Þá beinist rannsóknin að því hvort að Bolsonaro hafi vísvitandi leyft faraldrinum að grassera í því skyni að ná hjarðónæmi í landinu og hvort að þjóðarmorð hafi verið framið á frumbyggjum í Amasonfrumskóginum þegar sérlega banvænt afbrigði veirunnar fékk að geisa á meðal þeirra stjórnlaust. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Fleiri en fjórtán milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni í Brasilíu samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro forseti hefur frá upphafi gert lítið úr alvarleika faraldursins og gagnrýnt samkomutakmarkanir, grímuskyldu og bólusetningar. Forsetinn hefur jafnvel tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum eigin ríkisstjórnar. Stuðningur við Bolsonaro hefur hrunið samhliða því sem holskefla smitaðra sligar heilbrigðiskerfi landsins. Sjúkrahús eru yfirfull og fólk deyr á meðan það bíður eftir að fá meðferð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrátt fyrir það situr forsetinn fast við sinn keip og leggst gegn samkomutakmörkunum með þeim rökum að efnahagslega höggið vegna þeirra væri verra en veiran sjálf. Hæstiréttur landsins skipaði fyrir um að öldungadeild þingsins skyldi rannsaka viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum. Þingnefnd kannar meðal annars hvers vegna svo hægt gengur að afla bóluefna, hvernig ríkisstjórnin gerði lítið úr alvarleika faraldursins, talaði fyrir notkun lyfja sem ekki var sýnt fram á að gögnuðust gegn Covid-19 og skort á lækningabúnaði svo eitthvað sé nefnt. Þá beinist rannsóknin að því hvort að Bolsonaro hafi vísvitandi leyft faraldrinum að grassera í því skyni að ná hjarðónæmi í landinu og hvort að þjóðarmorð hafi verið framið á frumbyggjum í Amasonfrumskóginum þegar sérlega banvænt afbrigði veirunnar fékk að geisa á meðal þeirra stjórnlaust.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49 Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. 6. apríl 2021 23:49
Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33