Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2021 20:01 Þúsundir Indverja látast nú á hverjum degi af völdum kórónuveirunnar. Í Virar, bæ nærri Mumbai, hefur þessari bráðabirgðabálstofu verið komið upp. AP/Rajanish Kakade Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. Undir berum himni í höfuðborginni Nýju-Delí hefur bráðabirgðabálstofu verið komið upp til að brenna hin látnu. Verið er að koma upp sams konar aðstöðu í til dæmis almenningsgörðum og á bílastæðum víðar í borginni en álagið er margfalt meira en afkastageta bálstofa í Nýju-Delí. Gærdagurinn var sá fyrsti í fimm daga þar sem Indverjar slógu ekki heimsmet í fjölda smitaðra á einum degi. Þó greindust rétt tæp 320 þúsund með veiruna og yfirvöld segja að raunverulegur fjöldi sé líklega töluvert meiri. Færri komast enn að á sjúkrahús en þurfa og súrefni er af afar skornum skammti. Tilraunir stjórnvalda til að leysa úr súrefnisskorti hafa ekki enn borið árangur. „Við erum úrvinda. Það hafa samt ekki alveg jafnmargir látist hér og á öðrum bráðamóttökum. Ég fæ um 50 símtöl á hverjum degi þar sem fólk er að biðja um sjúkrapláss, súrefniskúta, lyf. Við eigum einfaldlega ekkert slíkt og sjúklingarnir eru við dauðans dyr,“ sagði Piush Girdar, læknir í Nýju-Delí, við AP-fréttaveituna í dag. Fyrstu hjálparsendingarnar bárust til Indlands í morgun. Flugvél frá Bretlandi lenti í Nýju-Delí með 95 súrefnisþjöppur og 200 öndunarvélar. Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Ísraelar og Pakistanar hafa einnig lofað að senda nauðsynjar til þessa næstfjölmennasta lands heims. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Undir berum himni í höfuðborginni Nýju-Delí hefur bráðabirgðabálstofu verið komið upp til að brenna hin látnu. Verið er að koma upp sams konar aðstöðu í til dæmis almenningsgörðum og á bílastæðum víðar í borginni en álagið er margfalt meira en afkastageta bálstofa í Nýju-Delí. Gærdagurinn var sá fyrsti í fimm daga þar sem Indverjar slógu ekki heimsmet í fjölda smitaðra á einum degi. Þó greindust rétt tæp 320 þúsund með veiruna og yfirvöld segja að raunverulegur fjöldi sé líklega töluvert meiri. Færri komast enn að á sjúkrahús en þurfa og súrefni er af afar skornum skammti. Tilraunir stjórnvalda til að leysa úr súrefnisskorti hafa ekki enn borið árangur. „Við erum úrvinda. Það hafa samt ekki alveg jafnmargir látist hér og á öðrum bráðamóttökum. Ég fæ um 50 símtöl á hverjum degi þar sem fólk er að biðja um sjúkrapláss, súrefniskúta, lyf. Við eigum einfaldlega ekkert slíkt og sjúklingarnir eru við dauðans dyr,“ sagði Piush Girdar, læknir í Nýju-Delí, við AP-fréttaveituna í dag. Fyrstu hjálparsendingarnar bárust til Indlands í morgun. Flugvél frá Bretlandi lenti í Nýju-Delí með 95 súrefnisþjöppur og 200 öndunarvélar. Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Ísraelar og Pakistanar hafa einnig lofað að senda nauðsynjar til þessa næstfjölmennasta lands heims.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira