Býst við fleiri félagaskiptabombum úr Eyjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 23:01 Bjarni Fritzson býst við að ÍBV sæki fleiri sterka leikmenn fyrir næsta tímabil. stöð 2 sport Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu meðal annars um hræringar á félagaskiptamarkaðnum í Olís-deild karla í Lokaskotinu. Þeir eiga von á fleiri stóru félagaskiptum. Mikið líf hefur verið á félagaskiptamarkaðnum þótt þessu tímabili sé langt frá því að vera lokið. Tilkynnt hefur verið um heimkomu Gunnars Steins Jónssonar, Rúnars Kárasonar og Óðins Þórs Ríkharðssonar og þá munu Björgvin Páll Gústavsson, Arnar Freyr Ársælsson og Einar Rafn Eiðsson færa sig um set innann Olís-deildarinnar. „Glugginn breyttist í fyrra þegar hann var opnaður 1. janúar. Þá fara þau lið sem eru skipulögð strax í þetta og byrja að undirbúa næsta tímabil. Þetta eru góðar bombur,“ sagði Bjarni Fritzson. „KA ætlar að halda áfram og það er rosalega gott að sjá það. Þeir ætla að taka næsta skref. Rúnar Kárason til Vestmannaeyja. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá meira þaðan, eitthvað gott.“ Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Einar Andri Einarsson segist enn vera að venjast þessum nýja veruleika, að félagaskipti séu tilkynnt svona snemma. „Þetta er að verða pínu skrítið núna. Það eru tveir til þrír að koma hér og fara og spila svo við nýja liðið sitt. Við þekkjum þetta að utan en þetta er öðruvísi. Ég er ekki enn búinn að venjast þessu,“ sagði Einar Andri. Bjarni trúir ekki öðru en þetta hafi áhrif á þá leikmenn sem vita að þeir munu skipta um lið eftir tímabilið, sama þótt þeir segi annað. „Þetta getur truflað, burtséð frá því sem allir segja. Þetta getur klárlega truflað og farið í allar áttir,“ sagði Bjarni. Horfa má á Lokaskotið í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV: „Hvað ertu að gera Toggi?“ Eyjamenn unnu dramatískan sigur á Fram í Safarmýrinni í Olís deild karla í handbolta um helgina og það var full ástæða fyrir Seinni bylgjuna að skoða betur síðustu sóknir þessa æsispennandi leiks. 26. apríl 2021 15:30 „Viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel“ Þórsarar fengu mikið lof í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir sigurinn frækna gegn Val í Olís-deild karla í handbolta. Eftir sigurinn eygja Þórsarar svo sannarlega von um að halda sér í deildinni. 26. apríl 2021 14:01 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Sjá meira
Mikið líf hefur verið á félagaskiptamarkaðnum þótt þessu tímabili sé langt frá því að vera lokið. Tilkynnt hefur verið um heimkomu Gunnars Steins Jónssonar, Rúnars Kárasonar og Óðins Þórs Ríkharðssonar og þá munu Björgvin Páll Gústavsson, Arnar Freyr Ársælsson og Einar Rafn Eiðsson færa sig um set innann Olís-deildarinnar. „Glugginn breyttist í fyrra þegar hann var opnaður 1. janúar. Þá fara þau lið sem eru skipulögð strax í þetta og byrja að undirbúa næsta tímabil. Þetta eru góðar bombur,“ sagði Bjarni Fritzson. „KA ætlar að halda áfram og það er rosalega gott að sjá það. Þeir ætla að taka næsta skref. Rúnar Kárason til Vestmannaeyja. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá meira þaðan, eitthvað gott.“ Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Einar Andri Einarsson segist enn vera að venjast þessum nýja veruleika, að félagaskipti séu tilkynnt svona snemma. „Þetta er að verða pínu skrítið núna. Það eru tveir til þrír að koma hér og fara og spila svo við nýja liðið sitt. Við þekkjum þetta að utan en þetta er öðruvísi. Ég er ekki enn búinn að venjast þessu,“ sagði Einar Andri. Bjarni trúir ekki öðru en þetta hafi áhrif á þá leikmenn sem vita að þeir munu skipta um lið eftir tímabilið, sama þótt þeir segi annað. „Þetta getur truflað, burtséð frá því sem allir segja. Þetta getur klárlega truflað og farið í allar áttir,“ sagði Bjarni. Horfa má á Lokaskotið í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV: „Hvað ertu að gera Toggi?“ Eyjamenn unnu dramatískan sigur á Fram í Safarmýrinni í Olís deild karla í handbolta um helgina og það var full ástæða fyrir Seinni bylgjuna að skoða betur síðustu sóknir þessa æsispennandi leiks. 26. apríl 2021 15:30 „Viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel“ Þórsarar fengu mikið lof í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir sigurinn frækna gegn Val í Olís-deild karla í handbolta. Eftir sigurinn eygja Þórsarar svo sannarlega von um að halda sér í deildinni. 26. apríl 2021 14:01 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Sjá meira
Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV: „Hvað ertu að gera Toggi?“ Eyjamenn unnu dramatískan sigur á Fram í Safarmýrinni í Olís deild karla í handbolta um helgina og það var full ástæða fyrir Seinni bylgjuna að skoða betur síðustu sóknir þessa æsispennandi leiks. 26. apríl 2021 15:30
„Viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel“ Þórsarar fengu mikið lof í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir sigurinn frækna gegn Val í Olís-deild karla í handbolta. Eftir sigurinn eygja Þórsarar svo sannarlega von um að halda sér í deildinni. 26. apríl 2021 14:01
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn