ESB í mál við AstraZeneca Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. apríl 2021 15:01 AstraZeneca afhenti ekki nógu marga skammta, segir ESB. epa/Fehim Demir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagðist í dag hafa höfðað mál gegn lyfjaframleiðandanum AstraZeneca vegna vanefnda á samningum. Fyrirtækið er sakað um að hafa afhent færri skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni en um var samið. Stefan de Keersmaecker, upplýsingafulltrúi framkvæmdastjórnarinnar, sagði á fréttamannafundi að AstraZeneca hafi ekki virt skilmála samningsins. „Það sem skiptir okkur máli er að við viljum að þeir skammtar sem við eigum rétt á séu afhentir tímanlega, eins og var lofað. Þess vegna hefur framkvæmdastjórnin höfðað mál fyrir hönd aðildarríkjanna 27, sem eru samstíga í málinu.“ Samkvæmt AP-fréttaveitunni var samið um kaup á minnst 300 milljónum skammta. AstraZeneca hafi afhent 30 milljónir á fyrsta ársfjórðungi og býst við að afhenda 70 milljónir á öðrum ársfjórðungi. Mun minna en þær 180 milljónir sem um var samið. Framleiðandinn hefur áður sagt að tölurnar í samningnum hafi ekki verið bein loforð heldur markmið. Vandamál sem komu upp þegar framleiðslugetan var aukin útskýri töfina. „AstraZeneca hefur að öllu leyti staðið við samninginn við Evrópusambandið og mun svara fyrir sig fyrir dómi. Að okkar mati eru þessar ásakanir tilhæfulausar og við fögnum tækifærinu til að leysa þetta mál eins fljótt og auðið er,“ sagði í tilkynningu frá AstraZeneca í dag. Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fyrirtækið er sakað um að hafa afhent færri skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni en um var samið. Stefan de Keersmaecker, upplýsingafulltrúi framkvæmdastjórnarinnar, sagði á fréttamannafundi að AstraZeneca hafi ekki virt skilmála samningsins. „Það sem skiptir okkur máli er að við viljum að þeir skammtar sem við eigum rétt á séu afhentir tímanlega, eins og var lofað. Þess vegna hefur framkvæmdastjórnin höfðað mál fyrir hönd aðildarríkjanna 27, sem eru samstíga í málinu.“ Samkvæmt AP-fréttaveitunni var samið um kaup á minnst 300 milljónum skammta. AstraZeneca hafi afhent 30 milljónir á fyrsta ársfjórðungi og býst við að afhenda 70 milljónir á öðrum ársfjórðungi. Mun minna en þær 180 milljónir sem um var samið. Framleiðandinn hefur áður sagt að tölurnar í samningnum hafi ekki verið bein loforð heldur markmið. Vandamál sem komu upp þegar framleiðslugetan var aukin útskýri töfina. „AstraZeneca hefur að öllu leyti staðið við samninginn við Evrópusambandið og mun svara fyrir sig fyrir dómi. Að okkar mati eru þessar ásakanir tilhæfulausar og við fögnum tækifærinu til að leysa þetta mál eins fljótt og auðið er,“ sagði í tilkynningu frá AstraZeneca í dag.
Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira