Á níundu mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu. Anwar El-Ghazi steig á punktinn og skoraði en þeir voru ekki lengi yfir.
Stundarfjórðungi síðar voru það gestirnir sem fengu vítaspyrnu. Matheus Pereira steig á punktinn og skoraði. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Síðari hálfleikur var einungis tveggja mínútna gamall er Mbaye Diagne skoraði annað mark WBA.
Í uppbótartíma náðu heimamenn að jafna metin en þar var að verki Kenian Davis og lokatölur 2-2.
Aston Villa er í ellefta sætinu með 45 stig en WBA er í nítjánda sætinu með 25 stig. Þeir eru nú níu stigum frá Brighton í sautjánda sætinu er fimm umferðir eru eftir.
Keinan Davis' late equaliser deals a severe blow to West Brom's #PL survival hopes #AVLWBA pic.twitter.com/sRUf0pcZQs
— Premier League (@premierleague) April 25, 2021