Sheffield var fyrir leikinn fallið en það var ljóst eftir leiki síðustu helgar.
Þeir gerðu sér þó lítið fyrir og unnu 1-0 sigur á Brighton með marki David McGoldrick á 19. mínútu.
Brighton hélt að þeir væru að jafna metin með marki Jakub Moder á 56. mínútu en eftir skoðun í VARsjánni var það dæmt af.
Lokatölur 1-0 en Brighton er nú í sextánda sætinu, sjö stigum frá fallsæti. Sheffield er á botninum og er sjö stigum frá WBA sem er í nítjánda sætinu.
Already-relegated Sheffield United have grabbed their fifth Premier League win of the season to pile the pressure on fellow strugglers Brighton and Hove Albion. #SHUBHA #bbcfootball
— BBC Sport (@BBCSport) April 24, 2021