Ensku liðin sex Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham voru á meðal þeirra sem stóðu að stofnun ofurdeildarinnar síðasta sunnudag en drógu öll í land um 48 tímum síðar, á þriðjudag, vegna þrýstings frá stuðningsmönnum.
Mikið hefur blásið um eigendur og stjórnendur allra liða, en síðast í gærkvöld var staðið að fjöldamótmælum bæði við White Hart Lane, heimavöll Tottenham, og Emirates-völlinn, heimavöll Arsenal.
Stuðningsmenn Manchester United eru litlu sáttari en stuðningsmenn hinna liðanna og komu margir saman til að mótmæla eigendum sínum við Old Trafford, heimavöll liðsins, í Manchester-borg í dag.
Nú þegar hefur Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins, ákveðið að segja upp vegna málsins en Glazer-fjölskyldan þarf ekki síður að axla ábyrgð, að mati stuðningsmanna.
Man United fans are making their voices heard during protests at Old Trafford pic.twitter.com/UN1mDEYCKw
— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2021