Conor skrifaði færsluna í gær þegar fréttirnar um útgöngu ensku félaganna úr ofurdeildinni og væntanlegt brotthvarf Eds Woodward frá United bárust.
United var eitt sex enskra félaga sem voru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar. Eftir mikla andstöðu frá stuðningsmönnum félaganna ákváðu þau að draga sig út úr bandalaginu. Eftir standa því sex félög, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu.
Conor sá sér leik á borði í gærkvöldi og spurði fylgjendur sína álits á því hvort hann ætti ekki að kaupa United.
„Hæ allir, ég er að hugsa um að kaupa Manchester United! Hvað segið þið um það?“ skrifaði Írinn til þeirra 8,6 milljóna sem fylgja honum á Twitter.
Hey guys, I m thinking about buying Manchester United!
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 20, 2021
What do you think?
Conor er stuðningsmaður United enda er írska tengingin við félagið sterk. Conor hafði sérstaklega mikið álit á löndum sínum, Roy Keane og Denis Irwin, sem léku lengi með United.
Conor tapaði fyrir Dustin Poirier í síðasta bardaga sínum í janúar. Hann hefur tapað þremur af síðustu sex bardögum sínum.