Kane skoraði bæði mörk Tottenham sem gerði 2-2 jafntefli við Everton í gær. Hann þurfti þó að yfirgefa völlinn í uppbótartíma eftir að hafa lent illa og snúið sig á ökkla.
Tottenham eru í harðri baráttu um Evrópusæti, og eiga enn veika von á sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Enn fremur eru nú aðeins átta dagar í að liðið spili til úrslita í deildarbikarnum gegn Manchester City.
Kane er eins og áður segir markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvaldsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili með 21 mark og 13 stoðsendingar, og það væri mikið högg fyrir liðið að missa þennan mikla markaskorara í löng meiðsli á svona mikilvægum tímapunkti.
Harry Kane was forced off with an injury at the end of Everton vs. Tottenham.
— B/R Football (@brfootball) April 16, 2021
9 days until the League Cup final against Manchester City. pic.twitter.com/Eocc9CWjCR
Jose Mourinho, þjálfari Tottenham, sagði eftir leikinn í gær að ekki væri vitað hversu alvarleg meislin væru.
„Þetta er spurning sem ég vil geta svarað sem fyrst, en það er of snemmt á þessum tímapunkti,“ Sagði Mourinho. „Það að hann hafi þurft að fara af velli var ekki að ástæðulausu, það var eitthvað að.“
Eins og áður segir leika Tottenham til úrslita í deildarbikarnum á sunnudaginn eftir viku.
„Við fundum allir fyrir sama óttanum um að þetta væri eitthvað sem myndi koma í veg fyrir að hann myndi spila á miðvikudaginn gegn Southampton í deildinni, og sérstaklega á sunnudaginn í deildarbikarnum. Við verðum bara að sjá til.“