Enn þann dag í dag sér maður stuðningsmenn Everton úti í heimi kvarta yfir því að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki nógu góður fyrir liðið. Gylfi hefur svarað þessum gagnrýnisröddum inni á vellinum með nokkrum frábærum frammistöðum.
Gylfi Sigurdsson's stats vs Tottenham:
— EFC Statto (@EFC_Statto) April 16, 2021
Touches - 56
Goals - 2
Shots - 4
On target - 2
Successful passes - 32
Successful attacking 3rd passes - 15
Chances created - 4
Pass accuracy - 86%
Recoveries - 7
Successful tackles - 2
Successful dribbles - 1
Interceptions - 1#EFC #EVETOT
Gylfi Þór jafnaði metin fyrir Everton af vítapunktinum í gær, áður en hann kom heimamönnum yfir þegar hann kláraði flotta sókn þeirra með fallegri afgreiðslu.
Netmiðillinn gaf Gylfa Þór átta í einkunn fyrir frammistöðu sína gegn Tottenham, en enginn leikmaður Everton fékk hærri einkunn.
Carlo Ancelotti trusts Gylfi Sigurdsson, and performances like this are why
— Adam Jones (@Adam_Jones94) April 16, 2021
Out on the left wing, a position he's struggled in at #EFC in the past, he was at the heart of almost everything for them tonighthttps://t.co/R3R8tTIQ14
Áhugaverð tölfræði birtist á Twitter í gærkvöldi, en þar kemur fram að mörk Gylfa í deildinni hafi tryggt Everton hvorki meira né minna en 19 stig á tímabilinu, meira en nokkur annar leikmaður liðsins. Án þessara marka sæti Everton í 17. sæti deildarinnar, en ekki því áttunda. Þó að fótbolti sé kannski ekki alveg svona einfaldur þá er gaman að velta þessu fyrir sér.
Gylfi Sigurdsson has secured 19 points with his G/A this season, more than any other Everton player.
— SuperStatto Breaching The Stattosphere (@StattoSuper) April 16, 2021
3 pts - Chelsea (H)
3 pts - Arsenal (H)
3 pts - Sheff Utd (A)
3 pts - Leeds (A)
3 pts - SOTON (H)
3 pts - WBA (A)
1 pt - Spurs (H)
Everton are literally 17th without them. pic.twitter.com/Vulm6vzJ9e