Veiðimenn fjölmenna við Vífilstaðavatn Karl Lúðvíksson skrifar 14. apríl 2021 14:00 Það getur oft verið þétt við bakkann þegar aðstæður eru réttar í Vífilstaðavatni Mynd: Veiðikortið Vífilstaðavatn opnar ár hvert þann 1. apríl og fyrstu dagana er oft ansi fjölmennt við vatnið ef það er ekki ís á því. Vatnið er að mestu eða öllu leiti íslaust þetta vorið og veiðimenn létu ekki á sér standa og hafa þegar vel hefur viðrað fjölmennt við vatnið. Veiðin er erfið þegar það er kalt en það hefur þó ekki komið í veg fyrir að bleikjan er að taka. Við vitum um nokkra veiðimenn sem hafa verið að ná í eina eða tvær bleikjur en veiðin í vatninu skánar yfirleitt hratt þegar það hlýnar. Mest hefur verið að veiðast á litlar straumflugur en þó er einn fastakúnni við vatnið sem notar eingöngu púpur og hann hefur fengið þrjár bleikjur þar í vor á litlar púpur og misst nokkrar. Veiðin er sem endranær best sunnan meginn í vatninu og þegar það er fjölmennt er ekki langt á milli manna. Flestir eru þó ekki að gera sér neinar stórar væntingar um miklar veiði heldur frekar er þetta gott til að koma köstunum í gott lag áður en veiðisumarið fer á fullt. Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Vatnið er að mestu eða öllu leiti íslaust þetta vorið og veiðimenn létu ekki á sér standa og hafa þegar vel hefur viðrað fjölmennt við vatnið. Veiðin er erfið þegar það er kalt en það hefur þó ekki komið í veg fyrir að bleikjan er að taka. Við vitum um nokkra veiðimenn sem hafa verið að ná í eina eða tvær bleikjur en veiðin í vatninu skánar yfirleitt hratt þegar það hlýnar. Mest hefur verið að veiðast á litlar straumflugur en þó er einn fastakúnni við vatnið sem notar eingöngu púpur og hann hefur fengið þrjár bleikjur þar í vor á litlar púpur og misst nokkrar. Veiðin er sem endranær best sunnan meginn í vatninu og þegar það er fjölmennt er ekki langt á milli manna. Flestir eru þó ekki að gera sér neinar stórar væntingar um miklar veiði heldur frekar er þetta gott til að koma köstunum í gott lag áður en veiðisumarið fer á fullt.
Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði