Fóru út að borða og fá 2,3 milljóna króna sekt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2021 22:49 Parísarbúar virðast óþreyjufullir og vilja komast aftur út á lífið. Getty/Kiran Ridley Meira en 100 gestir á veitingastað í París hafa verið sektaðir fyrir að hafa brotið sóttvarnareglur. Þá hefur veitingastjórinn á staðnum verið handtekinn vegna málsins. Lögreglumenn voru kallaðir út eftir að mikil læti bárust frá veitingastaðnum og komu þeir að þéttsetnum staðnum. Öll fyrirtæki, sem ekki teljast sem nauðsynleg, eiga að vera lokuð samkvæmt sóttvarnareglum. Lögreglan í Frakklandi hóf fyrr í vikunni viðamikla rannsókn vegna veitingastaða sem sagðir eru bjóða gestum inn fyrir sínar dyr þrátt fyrir takmarkanir. Kampavín og kavíar Í síðustu viku birti sjónvarpsstöðin M6 myndbandsupptökur sem sagðar eru vera af veitingastað sem átti að vera lokaður. Myndavélin var falin og sjást gestir borða kavíar, drekka kampavín og trufflur á fínum veitingastað. Þá heyrast veitingamenn segja gestum að þeir geti tekið niður vitgrímur á veitingastaðnum. Í kjölfarið skipaði innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, lögreglunni að rannsaka slíkar samkomur – sem ganga þvert gegn sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins – og sagði slíkar samkomur óásættanlegar. Síðast á föstudag þurfti lögregla að grípa inn í þegar í ljós kom að meira en 110 manns voru saman komin á veitingastað í 19. hverfi borgarinnar. Háar fjárhæðir og fangelsisvist Brjóti fólk sóttvarnareglur í Frakklandi getur það átt yfir höfði sér allt að árs langa fangelsisvist og 15 þúsund evra sekt, sem samsvarar um 2,3 milljónum íslenskra króna. Með sóttvarnabrotum stefni fólk lífi annarra í hættu. Gestir veitingastaðarins gætu því átt von á himinháum sektum en við gæti bæst 135 evru, eða um 20 þúsund króna, sekt fyrir að virða ekki útivistarbann, og aðra 135 evru sekt fyrir að bera ekki grímur fyrir vitum. Útbreiðsla faraldursins í Frakklandi virðist lítið hægja á sér og eftir nokkrar erfiðar vikur voru hertar takmarkanir settar á um land allt. Yfirvöld óttuðust að héldi faraldurinn áfram á þeirri leið sem hann var gætu sjúkrahús átt það á hættu að geta ekki haldið í við fjölda sjúklinga. Allir skólar og ónauðsynlegar búðir hafa lokað og útgöngubann er í gildi á milli klukkan 19 og 06. Meira en fimm milljónir hafa smitast af kórónuveirunni í Frakklandi og minnst 98.202 dáið af völdum hennar. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Lögreglumenn voru kallaðir út eftir að mikil læti bárust frá veitingastaðnum og komu þeir að þéttsetnum staðnum. Öll fyrirtæki, sem ekki teljast sem nauðsynleg, eiga að vera lokuð samkvæmt sóttvarnareglum. Lögreglan í Frakklandi hóf fyrr í vikunni viðamikla rannsókn vegna veitingastaða sem sagðir eru bjóða gestum inn fyrir sínar dyr þrátt fyrir takmarkanir. Kampavín og kavíar Í síðustu viku birti sjónvarpsstöðin M6 myndbandsupptökur sem sagðar eru vera af veitingastað sem átti að vera lokaður. Myndavélin var falin og sjást gestir borða kavíar, drekka kampavín og trufflur á fínum veitingastað. Þá heyrast veitingamenn segja gestum að þeir geti tekið niður vitgrímur á veitingastaðnum. Í kjölfarið skipaði innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, lögreglunni að rannsaka slíkar samkomur – sem ganga þvert gegn sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins – og sagði slíkar samkomur óásættanlegar. Síðast á föstudag þurfti lögregla að grípa inn í þegar í ljós kom að meira en 110 manns voru saman komin á veitingastað í 19. hverfi borgarinnar. Háar fjárhæðir og fangelsisvist Brjóti fólk sóttvarnareglur í Frakklandi getur það átt yfir höfði sér allt að árs langa fangelsisvist og 15 þúsund evra sekt, sem samsvarar um 2,3 milljónum íslenskra króna. Með sóttvarnabrotum stefni fólk lífi annarra í hættu. Gestir veitingastaðarins gætu því átt von á himinháum sektum en við gæti bæst 135 evru, eða um 20 þúsund króna, sekt fyrir að virða ekki útivistarbann, og aðra 135 evru sekt fyrir að bera ekki grímur fyrir vitum. Útbreiðsla faraldursins í Frakklandi virðist lítið hægja á sér og eftir nokkrar erfiðar vikur voru hertar takmarkanir settar á um land allt. Yfirvöld óttuðust að héldi faraldurinn áfram á þeirri leið sem hann var gætu sjúkrahús átt það á hættu að geta ekki haldið í við fjölda sjúklinga. Allir skólar og ónauðsynlegar búðir hafa lokað og útgöngubann er í gildi á milli klukkan 19 og 06. Meira en fimm milljónir hafa smitast af kórónuveirunni í Frakklandi og minnst 98.202 dáið af völdum hennar.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira