Þriðji hver íbúi Kongó í brýnni þörf fyrir matvælaaðstoð Heimsljós 7. apríl 2021 10:04 FAO/Junior D. Kannah Samkvæmt nýjustu greiningu á alvarlegum matarskorti í heiminum býr þriðjungur íbúa í Kongó við slíkar aðstæður. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Landbúnaðar og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) telja að 27,3 milljónir íbúa Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, fleiri en nokkru sinni fyrr, búi við sult. Brýn þörf sé fyrir matvælaaðstoð. Samkvæmt nýjustu greiningu á alvarlegum matarskorti í heiminum býr þriðjungur íbúa í Kongó við slíkar aðstæður. WFP veitir lífsbjargandi matvælaaðstoð til þriðjungs þeirra sem lifa við hungurmörk í landinu. Talsmaður stofnunarinnar segir að hörmungarnar séu að mestu leyti manngerðar. Stríðsátök séu meginástæða hungurs í landinu en íbúar átakasvæða í austurhluta landsins, auk Kasais héraðs, hafi orðið verst úti. Aðrar ástæður komi einnig til eins og bágur efnahagur landsins, meðal annars vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. "Á bak við þessar tölur eru fjölmargar fjölskyldur sem hafa verið sviptar aðgangi að landi sínu, eða hafa neyðst til að flýja til að bjarga lífi sínu. Starfsmenn WFP hafa hitt fjölskyldur sem hafa snúið aftur til þorpa sinna og komið að heimilum sínum sem brunarústum og öll uppskeran horfin. Foreldrar horfa upp á börn sín veikjast vegna matarskorts og margir draga fram lífið á því að borða villtar rætur eða soðin kassavalauf,“ segir í frétt frá FAO og WFP. Að mati stofnananna er fólk á vergangi í mestri hættu en 5,2 milljónir íbúa Kongó eru í þeirri stöðu, fleiri en í nokkru öðru Afríkuríki. Þá sé hálf milljón flóttamanna í landinu, einkum frá Miðafríkulýðveldinu, í bráðri hættu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Austur-Kongó Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Landbúnaðar og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) telja að 27,3 milljónir íbúa Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, fleiri en nokkru sinni fyrr, búi við sult. Brýn þörf sé fyrir matvælaaðstoð. Samkvæmt nýjustu greiningu á alvarlegum matarskorti í heiminum býr þriðjungur íbúa í Kongó við slíkar aðstæður. WFP veitir lífsbjargandi matvælaaðstoð til þriðjungs þeirra sem lifa við hungurmörk í landinu. Talsmaður stofnunarinnar segir að hörmungarnar séu að mestu leyti manngerðar. Stríðsátök séu meginástæða hungurs í landinu en íbúar átakasvæða í austurhluta landsins, auk Kasais héraðs, hafi orðið verst úti. Aðrar ástæður komi einnig til eins og bágur efnahagur landsins, meðal annars vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. "Á bak við þessar tölur eru fjölmargar fjölskyldur sem hafa verið sviptar aðgangi að landi sínu, eða hafa neyðst til að flýja til að bjarga lífi sínu. Starfsmenn WFP hafa hitt fjölskyldur sem hafa snúið aftur til þorpa sinna og komið að heimilum sínum sem brunarústum og öll uppskeran horfin. Foreldrar horfa upp á börn sín veikjast vegna matarskorts og margir draga fram lífið á því að borða villtar rætur eða soðin kassavalauf,“ segir í frétt frá FAO og WFP. Að mati stofnananna er fólk á vergangi í mestri hættu en 5,2 milljónir íbúa Kongó eru í þeirri stöðu, fleiri en í nokkru öðru Afríkuríki. Þá sé hálf milljón flóttamanna í landinu, einkum frá Miðafríkulýðveldinu, í bráðri hættu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Austur-Kongó Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent