Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 23:49 Aðstandendur konu sem lést úr Covid-19 syrgja hana í kirkjugarði í Río de Janeiro. Brasilíumenn falla nú í hrönnum af völdum veirunnar. Vísir/EPA Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. Fjöldi dauðsfalla á einum degi fór í fyrsta skipti yfir fjögur þúsund manns samkvæmt opinberum tölum í Brasilíu í dag. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt á heljaþröm vegna álagsins. Hröð fjölgun smita þýðir að mannskaðinn gæti farið fram úr meti sem var sett í Bandaríkjunum í janúar. Þrátt fyrir að íbúafjöldi í Brasilíu sé aðeins tveir þriðju af íbúafjölda Bandaríkjanna segja sérfræðingar við Reuters-fréttastofuna að Suður-Ameríkulandið gæti tekið fram úr í fjölda dauðsfalla von bráðar. Nú þegar hafa 337.000 manns látið lífið í Brasilíu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa, um 555.000 manns. „Þetta er kjarnaofn sem hefur komið af stað keðjuverkun og er stjórnlaus. Þetta er líffræðilegt Fukushima,“ segir Miguel Nicolelis, brasilískur læknir og prófessor við Duke-háskóla í Bandaríkjunum, við Reuters. Vísar hann þar til kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan eftir náttúruhamfararnir miklu árið 2011 sem Japanir súpa enn seyði af áratug síðar. Met hafa verið slegin um daglegan fjölda dauðsfalla í Brasilíu í hverri viku frá því í febrúar. Nýtt og meira smitandi afbrigði sem er nú kennt við Brasilíu hefur farið sem eldur í sinu um samfélagið. Slakar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og almennings hafa lítið gert til að hefta útbreiðsluna. Reuters segir að eitt af hverjum fjórum dauðsföllum í kórónuveirufaraldrinum í heiminum verði nú í Brasilíu. Horfur eru á því að Brasilía taki fram úr Bandaríkjunum í sjö daga meðaltali dauðsfalla strax í næstu viku. Mest létust 3.285 manns á daga á sjö daga tímabili í Bandaríkjunum í janúar. Bolsonaro forseti hefur persónulega tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnar sinnar.AP/Eraldo Peres Ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta hefur að miklu leyti verið í afneitun og hann hefur farið í gegnum heilbrigðisráðherra eins og óhreina sokka á undanförnum misserum. Bolsonaro hefur jafnframt grafið undan þeim ámátlegu sóttvarnaaðgerðum brasilískra stjórnvalda, þar á meðal grímunotkun almennings og samkomutakmörkunum. Brasilískir embættismenn halda því enn fram að líf gæti færst aftur í eðlilegri horfur strax á næstu mánuðum á sama tíma og smituðum og látnum fjölgar ört. AP-fréttastofan segir að fjöldi ríkisstjóra, borgarstjóra og dómara slaki nú á aðgerðum þrátt fyrir að heilbrigðiskerfið sé þegar sprungið víða um landið. „Borarstjórum og ríkisstjórum er pólitískt bannað að herða á félagsforðunaraðgerðum vegna þess að þeir vita að stuðningsmenn forsetans, þar á meðal leiðtogar atvinnulífsins, munu skemma fyrir þeim,“ segir Miguel Lago, forstjóri rannsóknastofnunar í heilbrigðismálum sem veitir opinberum heilbrigðisstarfsmönnum ráðgjöf. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Fjöldi dauðsfalla á einum degi fór í fyrsta skipti yfir fjögur þúsund manns samkvæmt opinberum tölum í Brasilíu í dag. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt á heljaþröm vegna álagsins. Hröð fjölgun smita þýðir að mannskaðinn gæti farið fram úr meti sem var sett í Bandaríkjunum í janúar. Þrátt fyrir að íbúafjöldi í Brasilíu sé aðeins tveir þriðju af íbúafjölda Bandaríkjanna segja sérfræðingar við Reuters-fréttastofuna að Suður-Ameríkulandið gæti tekið fram úr í fjölda dauðsfalla von bráðar. Nú þegar hafa 337.000 manns látið lífið í Brasilíu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa, um 555.000 manns. „Þetta er kjarnaofn sem hefur komið af stað keðjuverkun og er stjórnlaus. Þetta er líffræðilegt Fukushima,“ segir Miguel Nicolelis, brasilískur læknir og prófessor við Duke-háskóla í Bandaríkjunum, við Reuters. Vísar hann þar til kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan eftir náttúruhamfararnir miklu árið 2011 sem Japanir súpa enn seyði af áratug síðar. Met hafa verið slegin um daglegan fjölda dauðsfalla í Brasilíu í hverri viku frá því í febrúar. Nýtt og meira smitandi afbrigði sem er nú kennt við Brasilíu hefur farið sem eldur í sinu um samfélagið. Slakar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og almennings hafa lítið gert til að hefta útbreiðsluna. Reuters segir að eitt af hverjum fjórum dauðsföllum í kórónuveirufaraldrinum í heiminum verði nú í Brasilíu. Horfur eru á því að Brasilía taki fram úr Bandaríkjunum í sjö daga meðaltali dauðsfalla strax í næstu viku. Mest létust 3.285 manns á daga á sjö daga tímabili í Bandaríkjunum í janúar. Bolsonaro forseti hefur persónulega tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnar sinnar.AP/Eraldo Peres Ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta hefur að miklu leyti verið í afneitun og hann hefur farið í gegnum heilbrigðisráðherra eins og óhreina sokka á undanförnum misserum. Bolsonaro hefur jafnframt grafið undan þeim ámátlegu sóttvarnaaðgerðum brasilískra stjórnvalda, þar á meðal grímunotkun almennings og samkomutakmörkunum. Brasilískir embættismenn halda því enn fram að líf gæti færst aftur í eðlilegri horfur strax á næstu mánuðum á sama tíma og smituðum og látnum fjölgar ört. AP-fréttastofan segir að fjöldi ríkisstjóra, borgarstjóra og dómara slaki nú á aðgerðum þrátt fyrir að heilbrigðiskerfið sé þegar sprungið víða um landið. „Borarstjórum og ríkisstjórum er pólitískt bannað að herða á félagsforðunaraðgerðum vegna þess að þeir vita að stuðningsmenn forsetans, þar á meðal leiðtogar atvinnulífsins, munu skemma fyrir þeim,“ segir Miguel Lago, forstjóri rannsóknastofnunar í heilbrigðismálum sem veitir opinberum heilbrigðisstarfsmönnum ráðgjöf.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira