Bóluefni virðast örugg og veita bæði móður og barni vörn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2021 13:19 Óléttar konur eru í aukinni áhættu þegar kemur að Covid-19. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að það sé bæði öruggt og áhrifaríkt að bólusetja þungaðar konur. Þá benda þær til þess að bólusetning veiti barninu einnig vörn gegn Covid-19. Fleiri en 82 þúsund óléttar konur hafa greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum og 90 hafa látist af völdum sjúkdómsins. Lyfjafyrirtækin vinna nú að eigin rannsóknum, þeirra á meðal Pfizer, þar sem 4 þúsund þungaðar konur verða bólusettar. Niðurstöðurnar hér að ofan birtust nýlega í The American Journal of Obstetrics and Gynecology. Þátttakendur voru 131 og höfðu allir verið bólusettir með bóluefnum frá annað hvort Pfizer eða Moderna. Konurnar voru á aldrinum 18 til 45 ára en 84 voru óléttar þegar þær voru bólusettar, 31 með barn á brjósti og 16 ekki þungaðar. Blóðprufur voru teknar eftir fyrri skammt, eftir seinni skammt og sex vikum eftir seinni skammt. Þegar niðurstöðurnar voru bornar saman við ónæmi meðal kvenna sem höfðu greinst með Covid-19 á meðgöngu, kom í ljós að ónæmisviðbragðið af völdum bóluefnanna var öflugra. Það gefur til kynna að jafnvel þótt einstaklingur hafi fengið Covid-19 veiti bólusetning meiri vörn. Aukaverkanir voru almennt vægar, meðal annars sársauki á stungustað, vöðvaverkir og hiti. Það sem kom hins vegar ef til vill mest á óvart var að ónæmisfrumur fundust í blóðinu úr naflastrengnum og í brjóstamjólkinni. Þetta bendir til þess að fóstrið eða barnið öðlist einnig einhverja vernd þegar konan er bólusett. Þótt dauðsföll og alvarleg veikindi af völdum Covid-19 séu fremur fátíð eru óléttar konur í aukinni áhættu. Sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf en niðurstöðurnar séu engu að síður jákvæðar, þar sem engar alvarlegar aukaverkanir hafa komið upp og fram til þessa bendi allt til þess að bólusetningar gætu bætt líkur þungaðra kvenna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Fleiri en 82 þúsund óléttar konur hafa greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum og 90 hafa látist af völdum sjúkdómsins. Lyfjafyrirtækin vinna nú að eigin rannsóknum, þeirra á meðal Pfizer, þar sem 4 þúsund þungaðar konur verða bólusettar. Niðurstöðurnar hér að ofan birtust nýlega í The American Journal of Obstetrics and Gynecology. Þátttakendur voru 131 og höfðu allir verið bólusettir með bóluefnum frá annað hvort Pfizer eða Moderna. Konurnar voru á aldrinum 18 til 45 ára en 84 voru óléttar þegar þær voru bólusettar, 31 með barn á brjósti og 16 ekki þungaðar. Blóðprufur voru teknar eftir fyrri skammt, eftir seinni skammt og sex vikum eftir seinni skammt. Þegar niðurstöðurnar voru bornar saman við ónæmi meðal kvenna sem höfðu greinst með Covid-19 á meðgöngu, kom í ljós að ónæmisviðbragðið af völdum bóluefnanna var öflugra. Það gefur til kynna að jafnvel þótt einstaklingur hafi fengið Covid-19 veiti bólusetning meiri vörn. Aukaverkanir voru almennt vægar, meðal annars sársauki á stungustað, vöðvaverkir og hiti. Það sem kom hins vegar ef til vill mest á óvart var að ónæmisfrumur fundust í blóðinu úr naflastrengnum og í brjóstamjólkinni. Þetta bendir til þess að fóstrið eða barnið öðlist einnig einhverja vernd þegar konan er bólusett. Þótt dauðsföll og alvarleg veikindi af völdum Covid-19 séu fremur fátíð eru óléttar konur í aukinni áhættu. Sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf en niðurstöðurnar séu engu að síður jákvæðar, þar sem engar alvarlegar aukaverkanir hafa komið upp og fram til þessa bendi allt til þess að bólusetningar gætu bætt líkur þungaðra kvenna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira