Samningur Aguero rennur út í sumar og ljóst var að Man. City myndi ekki framlengja samning sinn við þennan ótrúlega markahrók.
Líkur væru á að hann myndi yfirgefa England en Daily Mail greinir nú frá því að hann vilji vera þar áfram og þar standi Chelsea fremst í röðinni.
Lundúnarliðið er sagt vilja Aguero til félagsins og munu eiga efni á honum en Argentínumaðurinn er ekki ódýr.
Flest bendi til þess að Aguero myndi leika með vini sínum Lionel Messi hjá Barcelona en nú gætu þau plön farið í vaskinn.
Real Madrid og PSG eru einnig sögð fylgjast með framvindu mála hjá Aguero sem leikur sinn síðasta leik fyrir Man. City í sumar.
Sergio Agüero is determined to continue his career in the Premier League and Chelsea are in prime position to sign him. (Source: Daily Mail) pic.twitter.com/RpVHbyMeKR
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) April 2, 2021