Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 13:29 Kylfingar í Telford í Englandi, frelsinu fegnir í morgun. Slakað var á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi undanfarna þrjá mánuði. AP/Nick Potts Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. Um þrjátíu milljónir manna hafa nú verið bólusettir gegn veirunni í Bretlandi, um 57% allra fullorðinna landsmanna. Takmarkanir sem komið var á í byrjun þessa árs hafa einnig skilað verulegri fækkun smita. Þrátt fyrir það hvatti Boris Johnson, forsætisráðherra, landa sína til þess að ganga hægt um gleðinnar dyr. Fólk ætti til dæmis ekki að blanda mikið geði innandyra. Með tilslökununum í dag getur fólk frá tveimur heimilum hist utandyra í almenningsgörðum en þó aðeins sex manns að hámarki. Tennis- og golfvellir fengu að opna aftur og skipulagt íþróttastarf utandyra gat hafist aftur. Hægt er að halda brúðkaup en þó aðeins með sex gestum. AP-fréttastofan segir að Bretar tali um daginn sem „gleðilegan mánudag“. Ekki aðeins hafi verið slakað á aðgerðum og íþróttir utandyra heimilaðar heldur geri nú óvenjuhlýtt vor. Hitinn sé sums staðar á við Suður-Spán á þessum árstíma. Svo spenntir voru sumir að komast aftur af stað í íþróttunum að golfmót hófst eina mínútu yfir miðnætti í nótt á Morley Hayes-golfvellinum á Englandi. Þar léku kylfingar á sjö holu góðgerðamóti undir flóðljósum. Svipaðar tilslakanir tóku gildi í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi í dag. Þúsundir manna söfnuðust saman á ströndum í Wales um helgina eftir að slakað var á ferðatakmörkunum sem höfðu verið í gildi þar frá því í desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Um þrjátíu milljónir manna hafa nú verið bólusettir gegn veirunni í Bretlandi, um 57% allra fullorðinna landsmanna. Takmarkanir sem komið var á í byrjun þessa árs hafa einnig skilað verulegri fækkun smita. Þrátt fyrir það hvatti Boris Johnson, forsætisráðherra, landa sína til þess að ganga hægt um gleðinnar dyr. Fólk ætti til dæmis ekki að blanda mikið geði innandyra. Með tilslökununum í dag getur fólk frá tveimur heimilum hist utandyra í almenningsgörðum en þó aðeins sex manns að hámarki. Tennis- og golfvellir fengu að opna aftur og skipulagt íþróttastarf utandyra gat hafist aftur. Hægt er að halda brúðkaup en þó aðeins með sex gestum. AP-fréttastofan segir að Bretar tali um daginn sem „gleðilegan mánudag“. Ekki aðeins hafi verið slakað á aðgerðum og íþróttir utandyra heimilaðar heldur geri nú óvenjuhlýtt vor. Hitinn sé sums staðar á við Suður-Spán á þessum árstíma. Svo spenntir voru sumir að komast aftur af stað í íþróttunum að golfmót hófst eina mínútu yfir miðnætti í nótt á Morley Hayes-golfvellinum á Englandi. Þar léku kylfingar á sjö holu góðgerðamóti undir flóðljósum. Svipaðar tilslakanir tóku gildi í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi í dag. Þúsundir manna söfnuðust saman á ströndum í Wales um helgina eftir að slakað var á ferðatakmörkunum sem höfðu verið í gildi þar frá því í desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira