Dembele er litríkur karakter sem kom til Barcelona árið 2017 og hefur ekki slegið í gegn fyrr en fyrst á þessari leiktíð.
Nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni eiga hins vegar hug Dembele á Englandi og hann hefur meðal annars fengið treyjur Patricks Bamford og Kevins Phillip.
„Eftir leikinn Fulham kom Meslier til mín og sagði: Ég þarf treyjuna þína. Ég sagði já, það er fínt en fyrir hvern? Þá svaraði hann Dembele og ég sagði ha? Gaurinn frá Barcelona,“ sagði Bamford.
„Af hverju vill hann treyjuna mína? Þá svaraði Meslier að hann vildi treyjuna mína og Kalvins Phillip því hann er mikill stuðningsmaður Leeds og horfir á alla leiki.“
„Ég hélt að hann væri að grínast en ég sagði að hann þyrfti þá að redda mér treyjunni hans [Dembele] í staðinn. Svo hringdi hann í mig í fyrradag og sýndi mér Barcelona treyjuna sína þar sem stóð: Til bróður míns Bamford, frá Dembele,“ sagði Pamford.
Barcelona's Ousmane Dembele is a massive Leeds United fan and watches every game ⚪️
— Goal (@goal) March 26, 2021
No... really 😯 pic.twitter.com/dh3PXFrmEk