Volkswagen ID.3 - afskaplega góður sem ökutæki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. mars 2021 07:01 ID.3 Volkswagen ID.3 er fimm manna rafhlaðbakur frá Volkswagen. Mikill lúðrablástur var þegar bíllinn var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í september 2019, þegar slíkir viðburðir fóru enn fram með fullt af fólki á staðnum. Volkswagen hafði áður kynnt e-Golf sem var rafbíll í svipuðum stærðarflokki og ID.3. ID.3 átti að boða það sem koma skyldi og vitið til ID.4 er kominn til landsins. Útlit Bíllinn ber það með sér útlitslega að sætisstaðan er há. Hann er á milli hefðbundinna hlaðbaka og jepplinga í hæð. Að öðru leyti er hann snaggaralegur og fremur laglegur. Hann er ekki of augljóslega rafbíll. Svarta þaklínan og vindskeiðin á skotthleranum gera hann sportlegan í útliti og brjóta skemmtilega upp línurnar í bílnum. Fram- og afturendi á ID.3. Aksturseiginleikar Sem ökutæki er ID.3 afskaplega vel heppnaður. Hann er einstaklega þægilegur í akstri. Sérstaklega er eftirteknarvert hversu hljóðlátur hann er. Reynsluakstur fór meðal annars fram á Lyngdalsheiði á degi þar sem lognið var á hraðferð, ólíkt því sem venjulega er staðan á svæðinu. En það heyrðist lítið sem ekkert inn í bílinn. Það er ekki oft sem maður raunverulega heyrir að maður er á rafmagnsbíl, yfirleitt er veghljóðið í bílum svo mikið að það myndi hvort eð er yfirgnæfa vélarhljóð, sérstaklega þegar hraðinn er orðinn meiri en kannski 30 km/klst. ID.3 lét ekki mikið í sér heyra, þrátt fyrir strekkings vind og hraða vel yfir 30. Innanbæjar er hann svo lipur og ljúfur. Fjöðrunin hlýtur að vera einstök, því þrátt fyrir stórar felgur og þunna dekkjaræmu á þeim þá fann ökumaður ekki mikið fyrir holum og öðrum ójöfnum í veginum. Ef hann væri á aðeins minni felgum mætti Rolls Royce fara að vara sig. Skottið á ID.3. Notagildi Það þarf ekki að fara mörgum orðum um notagildi ID.3. Hann virkar eins og við er að búast, fimm sæti, fín hæð upp í toppinn og skottið þokkalegt. Helsti kosturinn við bílinn þegar kemur að notagildi er að það er gott að ganga um hann, setjast inn í hann en ekki niður eða upp í hann. Innra rými Það er einna helst hér sem ID.3 missir flugið. Ofanritaður telur sig nokkuð seigan að finna út úr afþreyingarkerfum nýrra bíla. En það tók dágóða stunda að finna út hvernig á að stilla á útvarpið í bílnum. Takkarnir sem stýra hljóðstyrknum undir skjánum eru ekki nógu sjálfsagðir, á að ýta öðru megin til að hækka eða draga fingurinn eftir takkanum, það er ekki augljóst. Sama með takkana sem stýra hitanum í miðstöðinni. Sætin eru ágæt en í heildina er innra rými bílsins fremur hrátt. Það er ekki mikið að finna þar. Innra rými í ID.3. Rétt er þó að nefna að ID.3, kemur að staðaldri með armhvílur á framsætum, hvílíkur munaður, það er eitt helsta vandamálið við bíla í dag, sérstaklega sjálfskipta, að finna út hvað á að gera við hægri höndina á sér. Drægni ID.3 er með drægni frá 350 km samkvæmt WLTP staðlinum. Hægt er að fá bíl með drægni upp á 550 km. samkvæmt sama staðli. Verð og samantekt Volkswagen ID.3 kostar frá 4.490.000 kr. Hann kemur með hita í framsætum og stýri sem staðalbúnað. Þá kemur bíllinn með 5 ára ábyrgð og 8 ára áyrgð á rafhlöðu. Á heildina litið er ID.3 afskaplega góður sem ökutæki en ekkert sérstaklega spennandi sem bíll, en hann skilar hiklaust sínu. Vistvænir bílar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Volkswagen hafði áður kynnt e-Golf sem var rafbíll í svipuðum stærðarflokki og ID.3. ID.3 átti að boða það sem koma skyldi og vitið til ID.4 er kominn til landsins. Útlit Bíllinn ber það með sér útlitslega að sætisstaðan er há. Hann er á milli hefðbundinna hlaðbaka og jepplinga í hæð. Að öðru leyti er hann snaggaralegur og fremur laglegur. Hann er ekki of augljóslega rafbíll. Svarta þaklínan og vindskeiðin á skotthleranum gera hann sportlegan í útliti og brjóta skemmtilega upp línurnar í bílnum. Fram- og afturendi á ID.3. Aksturseiginleikar Sem ökutæki er ID.3 afskaplega vel heppnaður. Hann er einstaklega þægilegur í akstri. Sérstaklega er eftirteknarvert hversu hljóðlátur hann er. Reynsluakstur fór meðal annars fram á Lyngdalsheiði á degi þar sem lognið var á hraðferð, ólíkt því sem venjulega er staðan á svæðinu. En það heyrðist lítið sem ekkert inn í bílinn. Það er ekki oft sem maður raunverulega heyrir að maður er á rafmagnsbíl, yfirleitt er veghljóðið í bílum svo mikið að það myndi hvort eð er yfirgnæfa vélarhljóð, sérstaklega þegar hraðinn er orðinn meiri en kannski 30 km/klst. ID.3 lét ekki mikið í sér heyra, þrátt fyrir strekkings vind og hraða vel yfir 30. Innanbæjar er hann svo lipur og ljúfur. Fjöðrunin hlýtur að vera einstök, því þrátt fyrir stórar felgur og þunna dekkjaræmu á þeim þá fann ökumaður ekki mikið fyrir holum og öðrum ójöfnum í veginum. Ef hann væri á aðeins minni felgum mætti Rolls Royce fara að vara sig. Skottið á ID.3. Notagildi Það þarf ekki að fara mörgum orðum um notagildi ID.3. Hann virkar eins og við er að búast, fimm sæti, fín hæð upp í toppinn og skottið þokkalegt. Helsti kosturinn við bílinn þegar kemur að notagildi er að það er gott að ganga um hann, setjast inn í hann en ekki niður eða upp í hann. Innra rými Það er einna helst hér sem ID.3 missir flugið. Ofanritaður telur sig nokkuð seigan að finna út úr afþreyingarkerfum nýrra bíla. En það tók dágóða stunda að finna út hvernig á að stilla á útvarpið í bílnum. Takkarnir sem stýra hljóðstyrknum undir skjánum eru ekki nógu sjálfsagðir, á að ýta öðru megin til að hækka eða draga fingurinn eftir takkanum, það er ekki augljóst. Sama með takkana sem stýra hitanum í miðstöðinni. Sætin eru ágæt en í heildina er innra rými bílsins fremur hrátt. Það er ekki mikið að finna þar. Innra rými í ID.3. Rétt er þó að nefna að ID.3, kemur að staðaldri með armhvílur á framsætum, hvílíkur munaður, það er eitt helsta vandamálið við bíla í dag, sérstaklega sjálfskipta, að finna út hvað á að gera við hægri höndina á sér. Drægni ID.3 er með drægni frá 350 km samkvæmt WLTP staðlinum. Hægt er að fá bíl með drægni upp á 550 km. samkvæmt sama staðli. Verð og samantekt Volkswagen ID.3 kostar frá 4.490.000 kr. Hann kemur með hita í framsætum og stýri sem staðalbúnað. Þá kemur bíllinn með 5 ára ábyrgð og 8 ára áyrgð á rafhlöðu. Á heildina litið er ID.3 afskaplega góður sem ökutæki en ekkert sérstaklega spennandi sem bíll, en hann skilar hiklaust sínu.
Vistvænir bílar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent