Öðruvísi prógram í grísavikum og vonlaus í hárgreiðslu dótturinnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. mars 2021 10:01 Reynir Örn Þrastarson. Vísir/Vilhelm Reynir Örn Þrastarson, matreiðslumaður, sölufulltrúi hjá Heildsölu Ásbjörns Ólafssonar og lottókynnir, segir oft í gríni að vinnan hans felist í að trufla aðra kokka í sinni vinnu. Því starfið kallar á heimsóknir til viðskiptavina víðs vegar um landið. Í grísavikum er prógramið nokkuð frábrugðið því þá býr dóttir hans hjá honum. Sem segir hann algerlega vonlausan hárgreiðslumann. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Það fer eftir því hvort það er grísavika eða ekki. Í grísaviku er dóttir mín Margrét Júlía hjá mér. Hún er sjö að verða sautján ára að mér sýnist á fasinu. Ef hún er hjá mér er klukkan stillt á 06.55 og hefst þá væg barátta við að koma henni af stað og græja hana fyrir skólann sem gengur iðulega stóráfallalaust fyrir sig. Lykilinn að því að allt gangi eins og smurt er að hún velji fötin sem hún ætlar í kvöldið áður. Breytingar á fatnaði að morgni eru ekki í boði því þá hefst leit að einhverju sem finnst ekki og við verðum of sein. Það er nú einu sinni þannig þegar börn eiga tvö heimili þá flakka föt á milli. Það kannast örugglega fleiri við það. Skólataskan og íþróttaföt sem eru ýmist sundföt, fimleikaföt eða körfuboltaföt klárt í forstofunni. Og ef skipulagið er alveg í hæstu hæðum þá er nestið hennar klárt í ísskápnum kvöldið áður. En burtséð frá grísaviku þá vakna ég einnig um klukkan sjö alla virka morgna og vakna iðulega á undan klukkunni sem er stillt meira til öryggis.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Kaffibolli er orðinn staðalbúnaður á morgnana og ég byrja venjulega við nespressovélina sem ég er nú eiginlega nýbúinn að fjárfesta í því það er nú bara ekki svo langt síðan ég fór að drekka kaffi. Ef ég er einn þá eru morgnarnir frekar rólegir þar til ég fer út úr húsi en í millitíðinni er ég búinn að renna yfir fréttamiðlana og auðvitað glugga á samfélagsmiðlana. Aðeins meira fjör þegar Margrét Júlía er hjá mér. Þá er gerður smoothy og hún setur tónlist af stað í ipadinum sem er sjaldnast sú sem ég hef gaman af og sungið með og dansað af innlifun og söngurinn heldur áfram í bílnum á leið í Ísaksskóla ofan af Vatnsenda í Kópavogi. Sem betur fer er hún farin að sjá um hárgreiðslur sínar sjálf. Það gat reynt verulega á þolinmæðina þegar fjórða tilraun mín í að gera hátt tagl var víst engu skárri en hinar þrjár. Fannst þetta reyndar alltaf jafn flott hjá mér en hún engan veginn sammála því sem var skellur því hátt tagl var orðin mín sérgrein, skildist einnig að ég sé sá alslappasti í þessu fagi og þar að auki algjör fantur.“ Hefur þú einhvern tímann unnið í Lottó? „Já hef nokkrum sinnum unnið í lottó en því miður engar upphæðir sem hafa valdið einhverjum alvarlegum „stökkbreytingum” eða „óróapúlsi” á bankareikningnum en það er alltaf von og um að gera að vera með og hafa bjartsýnina að leiðarljósi. Er með miða í áskrift og svo kaupi ég stundum auka miða ef potturinn er orðinn verulega þrútinn af milljónum. Svo eins og flestir vita þá rennur ágóðinn af lottó í góð og þörf málefni þannig að samviskan er góð eftir hver miðakaup.“ Reynir Örn segir oft í gamni að vinnan sín snúist að mestu leyti um að trufla kokka í vinnunni sinni. Vegna Covid hefur þó margt breyst því fáir vilja fá til sín sölufulltrúa sem rápar á milli vinnustaða.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana er verið að undirbúa komu nýrra vara frá nýjum birgjum og þar kennir ýmissa grasa og margt verulega spennandi bæði í þurrvöru og frystivöru. Það verður gaman að kynna þessar nýjungar fyrir bæði núverandi og vonandi nýjum viðskiptavinum. Það er mikið búið að sjóða, hræra, baka, steikja og smakka síðustu vikur til að kynnast þessum vörum. Öll heimsóknaplön í eldhús hafa auðvitað legið að mestu niðri vegna Covid. Það kærði sig enginn um sölufulltrúa sem rápar á milli vinnustaða allan daginn sem er mín vinna í hnotskurn þegar ástandið var sem verst og auk þess veitingastarfsemi í lægð. Vonandi erum við ekki að missa tökin aftur í báráttunni við þessa pöddu. En hvað sem gerist verður gaman að koma með nýjar vörur út á akurinn. Segi stundum að mín vinna sé mest fólgin í því að trufla aðra kokka í sinni vinnu, það getur verið í mötuneytum skóla, einkafyrirtækja, stofnana og svo auðvitað veitingastaðir, hótel, matvælaframleiðendur og þar fram eftir götunum. En fyrir mitt leyti er það skemmtileg vinna að vera á ferðinni allan daginn og hitta kollega í eldhúsum hingað og þangað um bæinn og eins úti á landi. Oft mikið spjallað og hlegið og dagurinn fljótur að líða.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Vikan hjá mér er yfirleitt hverfaskipt. En auðvitað riðlast það nú stundum og eitthvað óvænt kemur upp. Veit iðulega daginn áður hverja skal heimsækja daginn eftir. En reyndar byrjar maður samt á því að fara í ipadinn þegar hann losnar úr gíslingu dóttur minnar og fara yfir daginn áður en fyrsti kúnni er heimsóttur. Reyndar veit ég nokkurn veginn hvar ég verð alveg mánuð fram í tímann. Fer einnig talsvert út fyrir bæinn bæði á Reykjanesið og Suðurlandið. Einnig alltaf reglulega á Norðurlandið í þriggja daga ferðir. Svo erum við nýbúin að koma okkur upp frábærri eldhúsaðstöðu fyrir stóreldhúsdeildina og nú er betra en áður hjá okkur að mæta í heimsóknir með tilbúna vöru til sýnis og smökkunar. Tölvupóstum reyni ég að svara strax sama á hvaða tímum þeir berast. Hef komið því áleiðis til minna viðskiptavina að það megi senda mér línu eða hafa samband fyrir utan vinnutíma. Betra að hafa samband og fá vöru sem fyrst frekar en að vera í einhverju kurteisiskasti og láta vöru vanta fyrir vikið. Enn verra er ef varan yrði mögulega pöntuð hjá annari heildsölu. Það er ekki í boði hjá Stóreldhúsdeild Ásbjörns Ólafssonar. Ekki á minni vakt!“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að vera komin í rúmið um klukkan ellefu en fer kannski ekki endilega að sofa þá. En áður en maður skríður uppí rúm er eitt og annað búið að gera ef Margrét er hjá mér. Til dæmis látið renna í bað fyrir hana til að skola af íþróttaspriklið. Svo er það kvöldmaturinn. Ef ég geri spagetti bolognese þá vinn ég vinsældakosninguna þann daginn með yfirburðum. Svo er það heimalærdómurinn sem ekki má sleppa. Eftir lærdóm fer nú hreinlega að styttast í háttatíma hjá henni en við tökum smá tíma saman í eitthvað skemmtilegt áður en hún fer að sofa. Sjálfur er ég með þann slæma ávana að vera að vesenast í símanum að vafra um á netinu áður en ég fer að sofa sem er ekki ráðlagt af svefnsérfræðingum. Góður nætursvefn er algjört lykilatriði þegar kemur að hreinlega öllu daginn eftir sem eru auðvitað engar fréttir en maður þrjóskast stundum við. Er stundum líka að hlusta á hljóðbækur og þar kemur Storytel ansi sterkt inn. Svo læðist ein og ein bók á náttborðið, sú sem liggur þar núna er Ísland í hers höndum eftir Þór Whitehead. En hún er um hernám Breta hér í upphafi seinna stríðs. Vönduð bók með flottum myndum frá þessu tímabili, svona ekta bók til að grípa í fyrir svefninn. Eins hlusta ég mikið á Í ljósi sögunnar með Veru Illugadóttur. Finnst ég verða alveg rosalega gáfaður og vita margt eftir að hafa hlustað á þátt með henni tala nú ekki um ef mér tekst að halda mér vakandi. Nú ef það tekst ekki þá byrjar maður bara uppá nýtt. Ekki það að maður sofni vegna leiðinda heldur er þetta bara svo róandi þó sumir þættirnir séu bara ansi spennandi og umræðuefnið jafnvel drungalegt. Og svo hefst næsti dagur með svipuðu sniði og lýst var hér ofar.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Þökk sé Covid: Að verja doktorsritgerðina sína í Pollyönnu Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, segir starfsfólkið í Hörpu á heimsmælikvarða þegar það kemur að viðburðarhaldi, enda flókið að standa fyrir menningarviðburðum í því síbreytilega ástandi sem nú stendur yfir. Hún viðurkennir að hún sé algjör morgunhani og kvöldsvæf, en gift nátthrafni. Þau hjónin hafi þó orðið nokkuð flink í því að stilla sig saman inn á sameiginlegan miðbaug. 20. mars 2021 10:00 Byrjar daginn á að knúsa eiginkonuna Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir heimilishundinn Heru ekki hafa húmor fyrir því að bíða of lengi eftir morgunmatnum. Hann byrjar daginn á því að knúsa konuna sína en þessa dagana er í mörgu að snúast því framundan er stækkun Ölgerðarinnar. 13. mars 2021 10:01 Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist. 27. febrúar 2021 10:01 ,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00 Vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt Þegar Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, varð fertug setti hún sér það markmið að hafa meira gaman en minna leiðinlegt. Þetta markmið hefur gefist vel, ekki síst á tímum Covid. Guðný Helga segist vera svo mikil lista-kona í skipulagi að oft geri fjölskyldan grín að. Þá segist hún hafa lært margt af netinu, til dæmis lærði hún að prjóna af YouTube. 13. febrúar 2021 10:01 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Það fer eftir því hvort það er grísavika eða ekki. Í grísaviku er dóttir mín Margrét Júlía hjá mér. Hún er sjö að verða sautján ára að mér sýnist á fasinu. Ef hún er hjá mér er klukkan stillt á 06.55 og hefst þá væg barátta við að koma henni af stað og græja hana fyrir skólann sem gengur iðulega stóráfallalaust fyrir sig. Lykilinn að því að allt gangi eins og smurt er að hún velji fötin sem hún ætlar í kvöldið áður. Breytingar á fatnaði að morgni eru ekki í boði því þá hefst leit að einhverju sem finnst ekki og við verðum of sein. Það er nú einu sinni þannig þegar börn eiga tvö heimili þá flakka föt á milli. Það kannast örugglega fleiri við það. Skólataskan og íþróttaföt sem eru ýmist sundföt, fimleikaföt eða körfuboltaföt klárt í forstofunni. Og ef skipulagið er alveg í hæstu hæðum þá er nestið hennar klárt í ísskápnum kvöldið áður. En burtséð frá grísaviku þá vakna ég einnig um klukkan sjö alla virka morgna og vakna iðulega á undan klukkunni sem er stillt meira til öryggis.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Kaffibolli er orðinn staðalbúnaður á morgnana og ég byrja venjulega við nespressovélina sem ég er nú eiginlega nýbúinn að fjárfesta í því það er nú bara ekki svo langt síðan ég fór að drekka kaffi. Ef ég er einn þá eru morgnarnir frekar rólegir þar til ég fer út úr húsi en í millitíðinni er ég búinn að renna yfir fréttamiðlana og auðvitað glugga á samfélagsmiðlana. Aðeins meira fjör þegar Margrét Júlía er hjá mér. Þá er gerður smoothy og hún setur tónlist af stað í ipadinum sem er sjaldnast sú sem ég hef gaman af og sungið með og dansað af innlifun og söngurinn heldur áfram í bílnum á leið í Ísaksskóla ofan af Vatnsenda í Kópavogi. Sem betur fer er hún farin að sjá um hárgreiðslur sínar sjálf. Það gat reynt verulega á þolinmæðina þegar fjórða tilraun mín í að gera hátt tagl var víst engu skárri en hinar þrjár. Fannst þetta reyndar alltaf jafn flott hjá mér en hún engan veginn sammála því sem var skellur því hátt tagl var orðin mín sérgrein, skildist einnig að ég sé sá alslappasti í þessu fagi og þar að auki algjör fantur.“ Hefur þú einhvern tímann unnið í Lottó? „Já hef nokkrum sinnum unnið í lottó en því miður engar upphæðir sem hafa valdið einhverjum alvarlegum „stökkbreytingum” eða „óróapúlsi” á bankareikningnum en það er alltaf von og um að gera að vera með og hafa bjartsýnina að leiðarljósi. Er með miða í áskrift og svo kaupi ég stundum auka miða ef potturinn er orðinn verulega þrútinn af milljónum. Svo eins og flestir vita þá rennur ágóðinn af lottó í góð og þörf málefni þannig að samviskan er góð eftir hver miðakaup.“ Reynir Örn segir oft í gamni að vinnan sín snúist að mestu leyti um að trufla kokka í vinnunni sinni. Vegna Covid hefur þó margt breyst því fáir vilja fá til sín sölufulltrúa sem rápar á milli vinnustaða.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana er verið að undirbúa komu nýrra vara frá nýjum birgjum og þar kennir ýmissa grasa og margt verulega spennandi bæði í þurrvöru og frystivöru. Það verður gaman að kynna þessar nýjungar fyrir bæði núverandi og vonandi nýjum viðskiptavinum. Það er mikið búið að sjóða, hræra, baka, steikja og smakka síðustu vikur til að kynnast þessum vörum. Öll heimsóknaplön í eldhús hafa auðvitað legið að mestu niðri vegna Covid. Það kærði sig enginn um sölufulltrúa sem rápar á milli vinnustaða allan daginn sem er mín vinna í hnotskurn þegar ástandið var sem verst og auk þess veitingastarfsemi í lægð. Vonandi erum við ekki að missa tökin aftur í báráttunni við þessa pöddu. En hvað sem gerist verður gaman að koma með nýjar vörur út á akurinn. Segi stundum að mín vinna sé mest fólgin í því að trufla aðra kokka í sinni vinnu, það getur verið í mötuneytum skóla, einkafyrirtækja, stofnana og svo auðvitað veitingastaðir, hótel, matvælaframleiðendur og þar fram eftir götunum. En fyrir mitt leyti er það skemmtileg vinna að vera á ferðinni allan daginn og hitta kollega í eldhúsum hingað og þangað um bæinn og eins úti á landi. Oft mikið spjallað og hlegið og dagurinn fljótur að líða.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Vikan hjá mér er yfirleitt hverfaskipt. En auðvitað riðlast það nú stundum og eitthvað óvænt kemur upp. Veit iðulega daginn áður hverja skal heimsækja daginn eftir. En reyndar byrjar maður samt á því að fara í ipadinn þegar hann losnar úr gíslingu dóttur minnar og fara yfir daginn áður en fyrsti kúnni er heimsóttur. Reyndar veit ég nokkurn veginn hvar ég verð alveg mánuð fram í tímann. Fer einnig talsvert út fyrir bæinn bæði á Reykjanesið og Suðurlandið. Einnig alltaf reglulega á Norðurlandið í þriggja daga ferðir. Svo erum við nýbúin að koma okkur upp frábærri eldhúsaðstöðu fyrir stóreldhúsdeildina og nú er betra en áður hjá okkur að mæta í heimsóknir með tilbúna vöru til sýnis og smökkunar. Tölvupóstum reyni ég að svara strax sama á hvaða tímum þeir berast. Hef komið því áleiðis til minna viðskiptavina að það megi senda mér línu eða hafa samband fyrir utan vinnutíma. Betra að hafa samband og fá vöru sem fyrst frekar en að vera í einhverju kurteisiskasti og láta vöru vanta fyrir vikið. Enn verra er ef varan yrði mögulega pöntuð hjá annari heildsölu. Það er ekki í boði hjá Stóreldhúsdeild Ásbjörns Ólafssonar. Ekki á minni vakt!“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að vera komin í rúmið um klukkan ellefu en fer kannski ekki endilega að sofa þá. En áður en maður skríður uppí rúm er eitt og annað búið að gera ef Margrét er hjá mér. Til dæmis látið renna í bað fyrir hana til að skola af íþróttaspriklið. Svo er það kvöldmaturinn. Ef ég geri spagetti bolognese þá vinn ég vinsældakosninguna þann daginn með yfirburðum. Svo er það heimalærdómurinn sem ekki má sleppa. Eftir lærdóm fer nú hreinlega að styttast í háttatíma hjá henni en við tökum smá tíma saman í eitthvað skemmtilegt áður en hún fer að sofa. Sjálfur er ég með þann slæma ávana að vera að vesenast í símanum að vafra um á netinu áður en ég fer að sofa sem er ekki ráðlagt af svefnsérfræðingum. Góður nætursvefn er algjört lykilatriði þegar kemur að hreinlega öllu daginn eftir sem eru auðvitað engar fréttir en maður þrjóskast stundum við. Er stundum líka að hlusta á hljóðbækur og þar kemur Storytel ansi sterkt inn. Svo læðist ein og ein bók á náttborðið, sú sem liggur þar núna er Ísland í hers höndum eftir Þór Whitehead. En hún er um hernám Breta hér í upphafi seinna stríðs. Vönduð bók með flottum myndum frá þessu tímabili, svona ekta bók til að grípa í fyrir svefninn. Eins hlusta ég mikið á Í ljósi sögunnar með Veru Illugadóttur. Finnst ég verða alveg rosalega gáfaður og vita margt eftir að hafa hlustað á þátt með henni tala nú ekki um ef mér tekst að halda mér vakandi. Nú ef það tekst ekki þá byrjar maður bara uppá nýtt. Ekki það að maður sofni vegna leiðinda heldur er þetta bara svo róandi þó sumir þættirnir séu bara ansi spennandi og umræðuefnið jafnvel drungalegt. Og svo hefst næsti dagur með svipuðu sniði og lýst var hér ofar.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Þökk sé Covid: Að verja doktorsritgerðina sína í Pollyönnu Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, segir starfsfólkið í Hörpu á heimsmælikvarða þegar það kemur að viðburðarhaldi, enda flókið að standa fyrir menningarviðburðum í því síbreytilega ástandi sem nú stendur yfir. Hún viðurkennir að hún sé algjör morgunhani og kvöldsvæf, en gift nátthrafni. Þau hjónin hafi þó orðið nokkuð flink í því að stilla sig saman inn á sameiginlegan miðbaug. 20. mars 2021 10:00 Byrjar daginn á að knúsa eiginkonuna Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir heimilishundinn Heru ekki hafa húmor fyrir því að bíða of lengi eftir morgunmatnum. Hann byrjar daginn á því að knúsa konuna sína en þessa dagana er í mörgu að snúast því framundan er stækkun Ölgerðarinnar. 13. mars 2021 10:01 Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist. 27. febrúar 2021 10:01 ,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00 Vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt Þegar Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, varð fertug setti hún sér það markmið að hafa meira gaman en minna leiðinlegt. Þetta markmið hefur gefist vel, ekki síst á tímum Covid. Guðný Helga segist vera svo mikil lista-kona í skipulagi að oft geri fjölskyldan grín að. Þá segist hún hafa lært margt af netinu, til dæmis lærði hún að prjóna af YouTube. 13. febrúar 2021 10:01 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Þökk sé Covid: Að verja doktorsritgerðina sína í Pollyönnu Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, segir starfsfólkið í Hörpu á heimsmælikvarða þegar það kemur að viðburðarhaldi, enda flókið að standa fyrir menningarviðburðum í því síbreytilega ástandi sem nú stendur yfir. Hún viðurkennir að hún sé algjör morgunhani og kvöldsvæf, en gift nátthrafni. Þau hjónin hafi þó orðið nokkuð flink í því að stilla sig saman inn á sameiginlegan miðbaug. 20. mars 2021 10:00
Byrjar daginn á að knúsa eiginkonuna Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir heimilishundinn Heru ekki hafa húmor fyrir því að bíða of lengi eftir morgunmatnum. Hann byrjar daginn á því að knúsa konuna sína en þessa dagana er í mörgu að snúast því framundan er stækkun Ölgerðarinnar. 13. mars 2021 10:01
Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist. 27. febrúar 2021 10:01
,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00
Vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt Þegar Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, varð fertug setti hún sér það markmið að hafa meira gaman en minna leiðinlegt. Þetta markmið hefur gefist vel, ekki síst á tímum Covid. Guðný Helga segist vera svo mikil lista-kona í skipulagi að oft geri fjölskyldan grín að. Þá segist hún hafa lært margt af netinu, til dæmis lærði hún að prjóna af YouTube. 13. febrúar 2021 10:01