ESB hyggst takmarka útflutning á bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 10:55 Leiðtogar ESB hafa verið ósáttir við ríki eins og Bandaríkin og Bretland sem hafa þegið bóluefni sem er framleitt í Evrópu en takmarka útflutning frá sér. Vísir/EPA Ríki utan Evrópusambandsins þurfa sérstakt leyfi til þess að fá að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni þaðan samkvæmt hertum takmörkunum sem búist er við að verði kynntar í Brussel í dag. Takmarkanirnar eru taldar koma harðast niður á Bretlandi og Bandaríkjunum. Hægt hefur gengið að bólusetja gegn kórónuveirunni í aðildarríkjum Evrópusambandsins og nú er önnur bylgja faraldursins í uppsiglingu víða innan álfunnar. Evrópskir ráðamenn hafa átt í deilum við AstraZeneca, bresk-sænsk lyfjafyrirtækið, um afhendingu á bóluefni en bresk stjórnvöld hafa sett skorður við útflutningi á því. Breska ríkisútvarpið BBC segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að kynna tillögur um að herða takmarkanir á útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni í dag. Útflutningur verður ekki bannaður en hann verður skilyrtur við hvernig bólusetningu miðar í landinu sem ætlar að flytja efni inn og hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Það sé í samræmi við kröfur leiðtoga sambandsins um að ríki eins og Bretland og Bandaríkin heimili útflutning á bóluefni líkt og ESB hefur gert til þeirra. Nái tillögurnar fram að ganga þyrftu ríki utan sambandsins, þar á meðal ríki sem eiga í sérstöku viðskiptasambandi eins og Noregur og Sviss, að fá sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni frá aðildarríkjunum, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Þær ná til ríkja evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem Ísland tilheyrir. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir það vinna að því að afla upplýsinga um fyrirhugaðar reglur ESB um útfluting á bóluefni. Engar upplýsingar hafi komið fram sem bendi til að þær hafi áhrif á afhendingu bóluefnis til Íslands. Mest áhrif hefðu nýju reglurnar á Bretland og Bandaríkin sem takmarka útflutning á bóluefni. Bloomberg segir að Bretland hafi fengið stærsta skerfinn af því bóluefni sem hefur verið flutt frá Evrópusambandslöndum, um ellefu milljónir skammta af 45 milljónum. Ráðherraráð ESB ætlar að ræða tillögurnar í dag. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Hægt hefur gengið að bólusetja gegn kórónuveirunni í aðildarríkjum Evrópusambandsins og nú er önnur bylgja faraldursins í uppsiglingu víða innan álfunnar. Evrópskir ráðamenn hafa átt í deilum við AstraZeneca, bresk-sænsk lyfjafyrirtækið, um afhendingu á bóluefni en bresk stjórnvöld hafa sett skorður við útflutningi á því. Breska ríkisútvarpið BBC segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að kynna tillögur um að herða takmarkanir á útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni í dag. Útflutningur verður ekki bannaður en hann verður skilyrtur við hvernig bólusetningu miðar í landinu sem ætlar að flytja efni inn og hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Það sé í samræmi við kröfur leiðtoga sambandsins um að ríki eins og Bretland og Bandaríkin heimili útflutning á bóluefni líkt og ESB hefur gert til þeirra. Nái tillögurnar fram að ganga þyrftu ríki utan sambandsins, þar á meðal ríki sem eiga í sérstöku viðskiptasambandi eins og Noregur og Sviss, að fá sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni frá aðildarríkjunum, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Þær ná til ríkja evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem Ísland tilheyrir. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir það vinna að því að afla upplýsinga um fyrirhugaðar reglur ESB um útfluting á bóluefni. Engar upplýsingar hafi komið fram sem bendi til að þær hafi áhrif á afhendingu bóluefnis til Íslands. Mest áhrif hefðu nýju reglurnar á Bretland og Bandaríkin sem takmarka útflutning á bóluefni. Bloomberg segir að Bretland hafi fengið stærsta skerfinn af því bóluefni sem hefur verið flutt frá Evrópusambandslöndum, um ellefu milljónir skammta af 45 milljónum. Ráðherraráð ESB ætlar að ræða tillögurnar í dag. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira