Kynsvall og misnotkun í ástralska þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 11:03 Scott Morrison, forsætisráðherra, sagðist miður sín yfir nýjasta hneykslinu sem skekur ríkisstjórn hans. AP/Mick Tsikas Einn háttsettur ráðgjafi áströlsku ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið látinn taka poka sinn eftir að myndbönd af kynsvalli starfsfólks í þinghúsinu voru birt í gær. Kona sem vann fyrir ríkisstjórnina segist hafa verið nauðgað af samstarfsmanni en hún hafi verið beitt þrýstingi um að tilkynna það ekki lögreglu. Ástralskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að nokkrir karlmenn sem starfa í þinghúsinu hefðu verið saman í hóp á samskiptamiðlinum Facebook Messenger þar sem þeir deildu myndum og myndböndum af kynlífsathöfnum í þinghúsinu. Á einu þeirra sást einn karlanna meðal annars fróa sér yfir skrifborði þingkonu. Myndböndin eru sögð hafa verið tekin upp fyrir tveimur árum. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði að honum byði við myndböndunum sem voru gerð opinber. Starfsmaður þingmanns hafi verið rekinn vegna „viðbjóðslegrar og andstyggilegrar“ hegðunar. Fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar sem lak myndböndunum til fjölmiðla segir að starfsmennirnir hafi meðal annars notað bænaherbergi í þinghúsinu til að stunda kynlíf. Þeir hafi jafnvel komið með kynlífsverkafólk í þinghúsið. Uppljóstrarinn lýsir fyrrverandi starfsbræðrum sínum sem „siðferðislega gjaldþrota“. Innan veggja þinghússins þrífist menning þar sem karlar telji sig geta gert hvað sem þeir vilja. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar 10 News First um myndböndin. Óttaðist að missa vinnuna ef hún kærði nauðgunina Ríkisstjórn Morrison lá fyrir undir gagnrýni eftir að Brittany Higgins, fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar, greindi frá því að háttsettur starfsfélagi hefði nauðgað henni á skrifstofu ráðherra í mars árið 2019. Hún hafi upplifað þrýsting að leita ekki til lögreglu. Hún gerði það ekki af ótta við að missa vinnuna. Christian Porter, dómsmálaráðherra, hefur neitað að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi nauðgað sextán ára gamalli stúlku þegar hann var sjálfur táningur fyrir 33 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan er nú látin og lögreglan útilokar að ákært verði í málinu. Fleiri ásakanir um kynferðislegt misferli hafa síðan komið fram. Þúsundir manna mótmæltu kynferðislegri misnotkun og áreitni gegn konum í Ástralíu í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morrison fékk jafnréttisfulltrúa ríkisstjórnarinnar hefja rannsókn á vinnustaðarmenningu þinghússins eftir ásakanir Higgins. Niðurstaðna hennar er ekki að vænta fyrr en í nóvember. Hann segist nú einnig vilja fjölga konum í þinghúsinu og að hann sé nú opinn fyrir því að taka upp lágmarkskynjakvóta á framboðslistum Frjálslynda flokks hans. Ástralía MeToo Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Ástralskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að nokkrir karlmenn sem starfa í þinghúsinu hefðu verið saman í hóp á samskiptamiðlinum Facebook Messenger þar sem þeir deildu myndum og myndböndum af kynlífsathöfnum í þinghúsinu. Á einu þeirra sást einn karlanna meðal annars fróa sér yfir skrifborði þingkonu. Myndböndin eru sögð hafa verið tekin upp fyrir tveimur árum. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði að honum byði við myndböndunum sem voru gerð opinber. Starfsmaður þingmanns hafi verið rekinn vegna „viðbjóðslegrar og andstyggilegrar“ hegðunar. Fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar sem lak myndböndunum til fjölmiðla segir að starfsmennirnir hafi meðal annars notað bænaherbergi í þinghúsinu til að stunda kynlíf. Þeir hafi jafnvel komið með kynlífsverkafólk í þinghúsið. Uppljóstrarinn lýsir fyrrverandi starfsbræðrum sínum sem „siðferðislega gjaldþrota“. Innan veggja þinghússins þrífist menning þar sem karlar telji sig geta gert hvað sem þeir vilja. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar 10 News First um myndböndin. Óttaðist að missa vinnuna ef hún kærði nauðgunina Ríkisstjórn Morrison lá fyrir undir gagnrýni eftir að Brittany Higgins, fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar, greindi frá því að háttsettur starfsfélagi hefði nauðgað henni á skrifstofu ráðherra í mars árið 2019. Hún hafi upplifað þrýsting að leita ekki til lögreglu. Hún gerði það ekki af ótta við að missa vinnuna. Christian Porter, dómsmálaráðherra, hefur neitað að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi nauðgað sextán ára gamalli stúlku þegar hann var sjálfur táningur fyrir 33 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan er nú látin og lögreglan útilokar að ákært verði í málinu. Fleiri ásakanir um kynferðislegt misferli hafa síðan komið fram. Þúsundir manna mótmæltu kynferðislegri misnotkun og áreitni gegn konum í Ástralíu í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morrison fékk jafnréttisfulltrúa ríkisstjórnarinnar hefja rannsókn á vinnustaðarmenningu þinghússins eftir ásakanir Higgins. Niðurstaðna hennar er ekki að vænta fyrr en í nóvember. Hann segist nú einnig vilja fjölga konum í þinghúsinu og að hann sé nú opinn fyrir því að taka upp lágmarkskynjakvóta á framboðslistum Frjálslynda flokks hans.
Ástralía MeToo Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira