Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 23:59 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/GEtty Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. Mette Frederiksen kynnti áætlunina á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í kvöld. Þverpólitísk sátt er um aðgerðirnar en allir flokkar á danska þinginu fyrir utan einn, Nye Borgerlige, standa að baki samkomulaginu. Þá er áætlunin háð því að vel gangi í faraldrinum og smitum haldi áfram að fækka, að því er segir í frétt danska ríkissjónvarpsins DR. Þá var jafnframt boðuð notkun á svokölluðum „kórónupassa,“ sem nálgast má í smáforriti heilbrigðisyfirvalda. Tilslakanirnar næstu mánuði eru margar háðar framvísun á þessum kórónuveirupassa, sem staðfestir ýmist bólusetningu, neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi eða mótefni hjá þeim sem honum framvísar. Aftur í skólann og klippingu Tilslakanirnar munu taka gildi með tveggja vikna millibili. Strax eftir páska, 6. apríl, munu börn og unglingar snúa aftur í skóla aðra hverja viku. Hið sama gildir um önnur skólastig. Sama dag verður starfsemi á borð við hárgreiðslustofur og nuddara leyft að opna á ný. Þá er stefnt að því að hægt verði að opna verslanir og verslunarmiðstöðvar, hvar gólfflötur er minni en 15 þúsund fermetrar, 13. apríl. Þetta mun þó ekki gilda á svæðum þar sem nýgengi smita er hátt, að því er segir í frétt DR. Áfram einhverjar takmarkanir Aðrar verslanir og verslunarmiðstöðvar munu fá að opna 21. apríl. Sama dag er stefnt að því að veitingastaðir og kaffihús geti byrjað að þjónusta gesti utandyra á ný, auk þess sem söfn og bókasöfn verða opnuð. Íþróttir barna og unglina verða einnig leyfðar innandyra 21. apríl. Tveimur vikum síðar, 6. maí, er stefnt að því að hægt verði að snæða innandyra á veitingastöðum, auk þess sem boðað er að leikhús og kvikmyndahús verði opnuð. Þá verði fullorðnum jafnframt heimilt að stunda íþróttir innandyra. 21. maí verði svo aðrar íþróttir og tómstundir leyfðar. Stjórnvöld vonast þannig til að danskt samfélag að mestu opið eftir tvo mánuði. Áfram er þó búist við að fjölda- og ferðatakmarkanir verði í gildi, auk grímuskyldu og fjarlægðarmarka. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Mette Frederiksen kynnti áætlunina á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í kvöld. Þverpólitísk sátt er um aðgerðirnar en allir flokkar á danska þinginu fyrir utan einn, Nye Borgerlige, standa að baki samkomulaginu. Þá er áætlunin háð því að vel gangi í faraldrinum og smitum haldi áfram að fækka, að því er segir í frétt danska ríkissjónvarpsins DR. Þá var jafnframt boðuð notkun á svokölluðum „kórónupassa,“ sem nálgast má í smáforriti heilbrigðisyfirvalda. Tilslakanirnar næstu mánuði eru margar háðar framvísun á þessum kórónuveirupassa, sem staðfestir ýmist bólusetningu, neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi eða mótefni hjá þeim sem honum framvísar. Aftur í skólann og klippingu Tilslakanirnar munu taka gildi með tveggja vikna millibili. Strax eftir páska, 6. apríl, munu börn og unglingar snúa aftur í skóla aðra hverja viku. Hið sama gildir um önnur skólastig. Sama dag verður starfsemi á borð við hárgreiðslustofur og nuddara leyft að opna á ný. Þá er stefnt að því að hægt verði að opna verslanir og verslunarmiðstöðvar, hvar gólfflötur er minni en 15 þúsund fermetrar, 13. apríl. Þetta mun þó ekki gilda á svæðum þar sem nýgengi smita er hátt, að því er segir í frétt DR. Áfram einhverjar takmarkanir Aðrar verslanir og verslunarmiðstöðvar munu fá að opna 21. apríl. Sama dag er stefnt að því að veitingastaðir og kaffihús geti byrjað að þjónusta gesti utandyra á ný, auk þess sem söfn og bókasöfn verða opnuð. Íþróttir barna og unglina verða einnig leyfðar innandyra 21. apríl. Tveimur vikum síðar, 6. maí, er stefnt að því að hægt verði að snæða innandyra á veitingastöðum, auk þess sem boðað er að leikhús og kvikmyndahús verði opnuð. Þá verði fullorðnum jafnframt heimilt að stunda íþróttir innandyra. 21. maí verði svo aðrar íþróttir og tómstundir leyfðar. Stjórnvöld vonast þannig til að danskt samfélag að mestu opið eftir tvo mánuði. Áfram er þó búist við að fjölda- og ferðatakmarkanir verði í gildi, auk grímuskyldu og fjarlægðarmarka.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira