„Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. mars 2021 07:01 Aldís Arnardóttir, Elín Tinna Logadóttir og Lóa Fatu Einarsdóttir starfa allar í stjórnendastöðum hjá 66°Norður, samhliða því að ala upp ung börn og byggja upp heimili. Þær segja mjög mikilvægt að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn, að starfsfólkinu sé treyst og að fyrirtækið sé fyrirmynd þegar það kemur að sjálfbærni. Áskoranir ungra foreldra í dag séu þó ýmsar. Ekki síst tímastjórnun eða áhrif frá samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? Atvinnulífið á Vísi fékk nokkra unga foreldra til að svara þremur spurningum. Annars vegar mæðrum sem starfa hjá 66°Norður og hins vegar feðrum sem starfa hjá fyrirtækinu Meniga. Spurningarnar sem foreldrarnir fengu eru þær sömu. Skemmtilegar umræður Hjá 66°Norður spunnust mjög skemmtilegar umræður og greinilega að mörgu að huga, þegar verið er að púsla saman vinnu, uppeldi ungra barna, heimili og áhugamálum. Mæðurnar þrjár sem rætt var við eru: Aldís Arnardóttir. Starf: Yfirmaður verslanasviðs 66°Norður. Börn: Arnaldur Kárason (3 ára) og Eysteinn Ari Kárason (1 árs). Elín Tinna Logadóttir. Starf: Sölu-og rekstrarstjóri fyrirtækja- og heildsölusviðs 66°Norður. Börn: ÓlöfBjörk Egilsdóttir (6 ára) og Katrín Inga Egilsdóttir (tæplega 2 ára). Lóa Fatou Einarsdóttir. Starf: Yfirmaður rekstrarsviðs 66°Norður. Börn: Oliver Vignir (6 ára) og María (2 ára). Aldís Arnardóttir, yfirmaður verslanasviðs 66°Norður með synina Arnald Kárason (3 ára) og Eystein Ara Kárason (1 árs). Vísir/Vilhelm Spurning #1: Hvað teljið þið mestu áskoranirnar fyrir foreldra að vera í fullu starfi, samhliða því að ala upp börn? Svarar ekki tölvupóstum utan vinnutíma Elín: „Ætli það sé ekki alltaf að láta púslið ganga upp. Ná að samræma heimili og einkalíf. Það er mikilvægt að setja sér sín mörk en starfsandinn og sveigjanleikinn hjá 66°Norður styður einmitt við þá hugsun. Eftir að ég eignaðist börn þá hef ég til dæmis lagt það í vana að svara ekki tölvupóstum utan vinnutíma og það ríkir góður skilningur um það innanhúss. Ef erindið er áríðandi þá er hringt og málið leyst en reynslan mín er sú að það er sjaldnast þannig. Vinnan getur yfirleitt beðið til morguns. Starfsemin felst mikið í því að vinna hluti fram í tímann og eftir skýrum ferlum þannig er maður nokkuð viss um stöðuna á flestu í okkar starfi.“ Vinnustaðir fá sveigjanleikann margfalt til baka Aldís: „Ég myndi segja að tímastjórnun væri helsta áskorunin. Það að skipuleggja daginn út frá því að þurfa að vera komin heim eða sækja börn á ákveðnum tíma krefst ákveðins skipulags og aga sem er vissulega mjög jákvætt á margan hátt. Það er oft sagt að þegar fólk eignist börn nái það að koma jafn miklu eða meiru í verk á styttri tíma en áður og það er klárlega eitthvað sem ég tengi við. Annars er mikil áskorun fólgin í því að vera til staðar eftir að vinnudegi líkur og ná að leggja vinnuna að einhverju leyti til hliðar. Það að vera í núinu og eiga þessar gæða stundir með fólkinu sínu án þess að láta áreiti frá vinnu eða öðru hafa áhrif. Við maðurinn minn erum bæði stjórnendur hjá 66°Norður og því erum við í þeirri stöðu að vinnan verður ósjálfrátt meiri hluti af lífinu. Verandi með tvö lítil börn erum við mjög þakklát fyrir að vera með mikinn sveigjanleika í vinnu og mikinn skilning sömuleiðis. Það felst mikill stuðningur í því að vinna fyrir fyrirtæki sem treystir manni og verkum manns, heilindin verða sterkari fyrir vikið. Þessi kúltur hefur verið viðloðandi hjá 66°Norður í langan tíma en það er ánægjulegt að þetta sé almennt að breytast í samfélaginu. Vinnustaðir eru farnir að vera sveigjanlegri og vinnutíminn hættur að einskorðast við ákveðinn tíma eða stað sem er jákvætt fyrir foreldra á vinnumarkaði. Ég er sannfærð um að fyrirtæki fá þennan sveigjanleika margfalt til baka,í aukinni ánægju starfsmanna og aukinni framlegð.“ Tryggðin meiri þegar vinnuveitandinn treystir Fatou: „Það er alltaf þessi leit að heilbrigðu jafnvægi þarna á milli, stýra tíma sínum vel og forgangsraða. Við njótum góðs af því að það er mikill sveigjanleiki til staðar hjá 66°Norður til að sinna persónulegum erindagjörðum á vinnutíma auk þess er stimpilklukka löngu liðin tíð. Starfsfólki er treyst að sinna sinni vinnu og fyrir vikið þá verður tryggðin meiri. Það felst áskorunin fyrst og fremst í því að slíta sig frá verkefnum í lok dags sem ekki eru bráðnauðsynleg, í stað þess að vinna fram á síðustu stundu og gefa sér betri tíma í að taka á móti börnunum eftir leikskóla.“ Lóa Fatou Einarsdóttir, yfirmaður rekstrarsviðs 66°Norður með börnin sín: Oliver Vignir (6 ára) og Maríu (2 ára). Vísir/Vilhelm Spurning #2: Teljið þið að uppeldi barna og heimili, fjarvera vegna veikinda barna og svo framvegis, halli enn meira á konur í samanburði við karlmenn eða er þetta breytt í dag? „Ef annar aðili skutlar, þá sækir hinn“ Elín: „Ég held að þetta sé að breytast mikið. Ég og maðurinn minn gegnum bæði stjórnendastöðum en frá því að eldri dóttir okkar fæddist höfum við alltaf stillt því upp þegar við getum að álagið dreifist á okkur bæði. Ef annar aðili skutlar, þá sækir hinn og starfsdögum og veikindadögum er skipt upp bróðurlega í hádeginu. Þetta jafnar álagið og gerir það að verkum að vinnan safnast síður upp og hefur jákvæð áhrif á tengslamyndun beggja. Mín upplifun er sú að þetta skapi svo jákvætt fordæmi innan fyrirtækisins. Við erum öll mannleg og stundum þarf maður að taka frá tíma til að sinna fjölskyldunni og það er bara í góðu lagi. Ég er til að mynda með teymi þar sem allir nema einn, hefur verið í fæðingarorlofi á síðustu tveimur árum og erum við því mörg í sömu sporum.“ Skipta með sér verkum: Heimili og börn Aldís: „Það hefur orðið mikil hugarfarsbreyting hvað þetta varðar á síðustu árum, sérstaklega hjá ungu fólki og jafnræði milli karla og kvenna orðið mun meira. Hvað mig varðar persónulega þá leggjum við hjónin mikið upp úr því að skipta verkum jafnt á milli þegar kemur að heimilinu og börnunum. Það er gríðarlega mikilvægt að eiga í góðum samskiptum við maka sinn varðandi innuálag að hafa þann möguleika að makinn taki boltann þegar á þarf að halda á aðstoð. Þar sem við erum á sama vinnustað hefur þessi samvinna gengið mjög vel og einn helsti kostur þess að vera á sama vinnustað er akkúrat þessi sameiginlegi skilningur sem myndast gagnvart vinnunni.“ Gerum ráð fyrir skipulagsdögum Fatou: „Þessi daglega verkaskipting hefur breyst mikið frá því sem áður var og líklegra að í dag hafi eðli starfanna meiri áhrif á hvernig þessu jafnvægi er háttað hjá fjölskyldum. Sumir geta ekki sinnt starfi sínu að heiman á meðan aðrir eiga auðvelt með það og verktakar eiga erfiðara með að sleppa úr vinnudegi en launafólk og svo framvegis. Við hjónin erum heppin að við stýrum okkar vinnudegi að miklu leyti sjálf og getum oft hliðrað til dagskránni til að dekka veikindi. Reglan hefur verið sú að það okkar sem er með minna bókaðan dag og á auðveldara með að vinna skerta vinnu þann daginn er þá heima með barninu. Við setjum svo skipulagsdagana inn í dagatalið okkar langt fram í tímann til að gera ráð fyrir þeim.“ Elín Tinna Logadóttir, sölu-og rekstrarstjóri fyrirtækja- og heildsölusviðs með börnin sín: ÓlöfBjörk Egilsdóttir (6 ára) og Katrínu Ingu Egilsdóttur (tæplega 2 ára). Vísir/Vilhelm Spurning #3: Að ykkar mati: Felast fleiri áskoranir í því í dag að vera foreldrar ungra barna en áður var, t.d. þegar þið voruð að alast upp? Samfélagsmiðlar mynda þrýsting Elín: „Áskoranir breytast reglulega svo ég get ekki sagt að þær séu endilega fleiri en það er margt sem spilar inn í. Það er mikill þrýstingur frá samfélaginu og sérstaklega samfélagsmiðlum að standa sig vel á öllum sviðum. Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál. Þar held ég að það sé mikilvægt að huga að jafnvægi og forgangsraða vel. Við hjá 66°Norður erum með 66°Norður Akademíuna sem er frábært verkefni sem hvetur til hreyfingar, þar hefur maður tækifæri til að mæta í líkamsrækt á vinnutíma og eru allir starfsmenn hvattir til að mæta. Mér hefur fundist það frábært og nýtt það vel. Það er mikilvægt að koma hreyfingunni að og það eru forréttindi að fá að gera það á vinnutíma.“ Skiptir máli að vinnustaðurinn sé fyrirmynd Aldís: „Í núverandi ástandi þar sem umhverfisáhrif eru mikil er svo mikilvægt að kenna komandi kynslóðum okkar að við getum haft jákvæð áhrif á okkar samfélag og umhverfi. 66°Norður hefur verið kolefnisjafnað síðan 2019 og höfum við stigið fjölda skrefa til að takmarka okkar kolefnisfótspor. Á árinu munu svo starfsmenn fyrirtækisins planta trjám til kolefnisjöfnunar og gefst fjölskyldum starfsmanna kostur á að taka þátt í verkefninu og ég held að það sé frábært tækifæri til að eiga góðan dag með fjölskyldunni og miðlað þessum mikilvæga málefni til barnanna sinna . Ávinningurinn er svo margs konar. Maður er jafnframt þakklátur að vinna fyrir fyrirtæki sem eru umhugað um sín áhrif á náttúruna og samfélagið.“ Mætum jafnvel með börnin á fundi Fatou: „Mesta breytingin frá því sem áður var er líklega sú að við þurfum að kenna börnunum okkar á að nota internetið með réttum hætti og hegðun á samfélagsmiðlum til að forða þeim frá þeim hættum sem þar leynast. Og þar sem við notum þessa miðla á hverjum einasta degi er þetta gríðarlega stór og mikilvægur þáttur í uppeldinu og eitthvað sem foreldrar okkar þurftu ekki að hugsa fyrir. En á sama tíma tökum við eftir því að börn eru að verða sífellt meira velkomin með foreldrum sínum í vinnuna en margir vinnustaðir eru í dag með sérstakt leikherbergi fyrir börn. Í 66°Norður hefur fólk jafnvel mætt með yngstu börnin sín á hina ýmsu fundi og okkur þykir ekkert eðlilegra. Áskorarnir eru því ekki endilega fleiri en þær eru öðruvísi. Það er bara þannig að í síbreytilegum heimi verður sumt einfaldara og annað ekki og þannig verður það líka þegar börnin okkar verða foreldrar. Því skiptir sköpum að fyrirtæki séu að skapa þessa umgjörð sem styður við það að starfsfólkið þeirra fái tækifæri til að þroskast og þróast í starfi og ekki á kostnað fjölskyldunnar. Það er gríðalega dýrmætt að vinna hjá þannig fyrirtæki.“ Í næstu viku heyrum við hver svör ungra feðra eru, sem starfa hjá Meniga, samhliða því að ala upp ung börn og byggja upp heimili. Spurningarnar sem foreldrarnir fengu eru þær sömu. Uppfært: Vegna hertra sóttvarnarreglna var myndatöku á feðrum og börnum þeirra frestað fram yfir páska. Svör feðra verða birt eins fljótt og auðið er eftir hátíðarnar. Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Stjórnun Börn og uppeldi Starfsframi Heilsa Tengdar fréttir Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00 Að hætta að vinna eftir vinnu 9. júlí 2020 10:00 Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði Stjórnendur vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði með sambærilegum hætti og tímastjórnun og fleira. Vísindamenn taka undir þetta. 8. apríl 2020 09:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? Atvinnulífið á Vísi fékk nokkra unga foreldra til að svara þremur spurningum. Annars vegar mæðrum sem starfa hjá 66°Norður og hins vegar feðrum sem starfa hjá fyrirtækinu Meniga. Spurningarnar sem foreldrarnir fengu eru þær sömu. Skemmtilegar umræður Hjá 66°Norður spunnust mjög skemmtilegar umræður og greinilega að mörgu að huga, þegar verið er að púsla saman vinnu, uppeldi ungra barna, heimili og áhugamálum. Mæðurnar þrjár sem rætt var við eru: Aldís Arnardóttir. Starf: Yfirmaður verslanasviðs 66°Norður. Börn: Arnaldur Kárason (3 ára) og Eysteinn Ari Kárason (1 árs). Elín Tinna Logadóttir. Starf: Sölu-og rekstrarstjóri fyrirtækja- og heildsölusviðs 66°Norður. Börn: ÓlöfBjörk Egilsdóttir (6 ára) og Katrín Inga Egilsdóttir (tæplega 2 ára). Lóa Fatou Einarsdóttir. Starf: Yfirmaður rekstrarsviðs 66°Norður. Börn: Oliver Vignir (6 ára) og María (2 ára). Aldís Arnardóttir, yfirmaður verslanasviðs 66°Norður með synina Arnald Kárason (3 ára) og Eystein Ara Kárason (1 árs). Vísir/Vilhelm Spurning #1: Hvað teljið þið mestu áskoranirnar fyrir foreldra að vera í fullu starfi, samhliða því að ala upp börn? Svarar ekki tölvupóstum utan vinnutíma Elín: „Ætli það sé ekki alltaf að láta púslið ganga upp. Ná að samræma heimili og einkalíf. Það er mikilvægt að setja sér sín mörk en starfsandinn og sveigjanleikinn hjá 66°Norður styður einmitt við þá hugsun. Eftir að ég eignaðist börn þá hef ég til dæmis lagt það í vana að svara ekki tölvupóstum utan vinnutíma og það ríkir góður skilningur um það innanhúss. Ef erindið er áríðandi þá er hringt og málið leyst en reynslan mín er sú að það er sjaldnast þannig. Vinnan getur yfirleitt beðið til morguns. Starfsemin felst mikið í því að vinna hluti fram í tímann og eftir skýrum ferlum þannig er maður nokkuð viss um stöðuna á flestu í okkar starfi.“ Vinnustaðir fá sveigjanleikann margfalt til baka Aldís: „Ég myndi segja að tímastjórnun væri helsta áskorunin. Það að skipuleggja daginn út frá því að þurfa að vera komin heim eða sækja börn á ákveðnum tíma krefst ákveðins skipulags og aga sem er vissulega mjög jákvætt á margan hátt. Það er oft sagt að þegar fólk eignist börn nái það að koma jafn miklu eða meiru í verk á styttri tíma en áður og það er klárlega eitthvað sem ég tengi við. Annars er mikil áskorun fólgin í því að vera til staðar eftir að vinnudegi líkur og ná að leggja vinnuna að einhverju leyti til hliðar. Það að vera í núinu og eiga þessar gæða stundir með fólkinu sínu án þess að láta áreiti frá vinnu eða öðru hafa áhrif. Við maðurinn minn erum bæði stjórnendur hjá 66°Norður og því erum við í þeirri stöðu að vinnan verður ósjálfrátt meiri hluti af lífinu. Verandi með tvö lítil börn erum við mjög þakklát fyrir að vera með mikinn sveigjanleika í vinnu og mikinn skilning sömuleiðis. Það felst mikill stuðningur í því að vinna fyrir fyrirtæki sem treystir manni og verkum manns, heilindin verða sterkari fyrir vikið. Þessi kúltur hefur verið viðloðandi hjá 66°Norður í langan tíma en það er ánægjulegt að þetta sé almennt að breytast í samfélaginu. Vinnustaðir eru farnir að vera sveigjanlegri og vinnutíminn hættur að einskorðast við ákveðinn tíma eða stað sem er jákvætt fyrir foreldra á vinnumarkaði. Ég er sannfærð um að fyrirtæki fá þennan sveigjanleika margfalt til baka,í aukinni ánægju starfsmanna og aukinni framlegð.“ Tryggðin meiri þegar vinnuveitandinn treystir Fatou: „Það er alltaf þessi leit að heilbrigðu jafnvægi þarna á milli, stýra tíma sínum vel og forgangsraða. Við njótum góðs af því að það er mikill sveigjanleiki til staðar hjá 66°Norður til að sinna persónulegum erindagjörðum á vinnutíma auk þess er stimpilklukka löngu liðin tíð. Starfsfólki er treyst að sinna sinni vinnu og fyrir vikið þá verður tryggðin meiri. Það felst áskorunin fyrst og fremst í því að slíta sig frá verkefnum í lok dags sem ekki eru bráðnauðsynleg, í stað þess að vinna fram á síðustu stundu og gefa sér betri tíma í að taka á móti börnunum eftir leikskóla.“ Lóa Fatou Einarsdóttir, yfirmaður rekstrarsviðs 66°Norður með börnin sín: Oliver Vignir (6 ára) og Maríu (2 ára). Vísir/Vilhelm Spurning #2: Teljið þið að uppeldi barna og heimili, fjarvera vegna veikinda barna og svo framvegis, halli enn meira á konur í samanburði við karlmenn eða er þetta breytt í dag? „Ef annar aðili skutlar, þá sækir hinn“ Elín: „Ég held að þetta sé að breytast mikið. Ég og maðurinn minn gegnum bæði stjórnendastöðum en frá því að eldri dóttir okkar fæddist höfum við alltaf stillt því upp þegar við getum að álagið dreifist á okkur bæði. Ef annar aðili skutlar, þá sækir hinn og starfsdögum og veikindadögum er skipt upp bróðurlega í hádeginu. Þetta jafnar álagið og gerir það að verkum að vinnan safnast síður upp og hefur jákvæð áhrif á tengslamyndun beggja. Mín upplifun er sú að þetta skapi svo jákvætt fordæmi innan fyrirtækisins. Við erum öll mannleg og stundum þarf maður að taka frá tíma til að sinna fjölskyldunni og það er bara í góðu lagi. Ég er til að mynda með teymi þar sem allir nema einn, hefur verið í fæðingarorlofi á síðustu tveimur árum og erum við því mörg í sömu sporum.“ Skipta með sér verkum: Heimili og börn Aldís: „Það hefur orðið mikil hugarfarsbreyting hvað þetta varðar á síðustu árum, sérstaklega hjá ungu fólki og jafnræði milli karla og kvenna orðið mun meira. Hvað mig varðar persónulega þá leggjum við hjónin mikið upp úr því að skipta verkum jafnt á milli þegar kemur að heimilinu og börnunum. Það er gríðarlega mikilvægt að eiga í góðum samskiptum við maka sinn varðandi innuálag að hafa þann möguleika að makinn taki boltann þegar á þarf að halda á aðstoð. Þar sem við erum á sama vinnustað hefur þessi samvinna gengið mjög vel og einn helsti kostur þess að vera á sama vinnustað er akkúrat þessi sameiginlegi skilningur sem myndast gagnvart vinnunni.“ Gerum ráð fyrir skipulagsdögum Fatou: „Þessi daglega verkaskipting hefur breyst mikið frá því sem áður var og líklegra að í dag hafi eðli starfanna meiri áhrif á hvernig þessu jafnvægi er háttað hjá fjölskyldum. Sumir geta ekki sinnt starfi sínu að heiman á meðan aðrir eiga auðvelt með það og verktakar eiga erfiðara með að sleppa úr vinnudegi en launafólk og svo framvegis. Við hjónin erum heppin að við stýrum okkar vinnudegi að miklu leyti sjálf og getum oft hliðrað til dagskránni til að dekka veikindi. Reglan hefur verið sú að það okkar sem er með minna bókaðan dag og á auðveldara með að vinna skerta vinnu þann daginn er þá heima með barninu. Við setjum svo skipulagsdagana inn í dagatalið okkar langt fram í tímann til að gera ráð fyrir þeim.“ Elín Tinna Logadóttir, sölu-og rekstrarstjóri fyrirtækja- og heildsölusviðs með börnin sín: ÓlöfBjörk Egilsdóttir (6 ára) og Katrínu Ingu Egilsdóttur (tæplega 2 ára). Vísir/Vilhelm Spurning #3: Að ykkar mati: Felast fleiri áskoranir í því í dag að vera foreldrar ungra barna en áður var, t.d. þegar þið voruð að alast upp? Samfélagsmiðlar mynda þrýsting Elín: „Áskoranir breytast reglulega svo ég get ekki sagt að þær séu endilega fleiri en það er margt sem spilar inn í. Það er mikill þrýstingur frá samfélaginu og sérstaklega samfélagsmiðlum að standa sig vel á öllum sviðum. Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál. Þar held ég að það sé mikilvægt að huga að jafnvægi og forgangsraða vel. Við hjá 66°Norður erum með 66°Norður Akademíuna sem er frábært verkefni sem hvetur til hreyfingar, þar hefur maður tækifæri til að mæta í líkamsrækt á vinnutíma og eru allir starfsmenn hvattir til að mæta. Mér hefur fundist það frábært og nýtt það vel. Það er mikilvægt að koma hreyfingunni að og það eru forréttindi að fá að gera það á vinnutíma.“ Skiptir máli að vinnustaðurinn sé fyrirmynd Aldís: „Í núverandi ástandi þar sem umhverfisáhrif eru mikil er svo mikilvægt að kenna komandi kynslóðum okkar að við getum haft jákvæð áhrif á okkar samfélag og umhverfi. 66°Norður hefur verið kolefnisjafnað síðan 2019 og höfum við stigið fjölda skrefa til að takmarka okkar kolefnisfótspor. Á árinu munu svo starfsmenn fyrirtækisins planta trjám til kolefnisjöfnunar og gefst fjölskyldum starfsmanna kostur á að taka þátt í verkefninu og ég held að það sé frábært tækifæri til að eiga góðan dag með fjölskyldunni og miðlað þessum mikilvæga málefni til barnanna sinna . Ávinningurinn er svo margs konar. Maður er jafnframt þakklátur að vinna fyrir fyrirtæki sem eru umhugað um sín áhrif á náttúruna og samfélagið.“ Mætum jafnvel með börnin á fundi Fatou: „Mesta breytingin frá því sem áður var er líklega sú að við þurfum að kenna börnunum okkar á að nota internetið með réttum hætti og hegðun á samfélagsmiðlum til að forða þeim frá þeim hættum sem þar leynast. Og þar sem við notum þessa miðla á hverjum einasta degi er þetta gríðarlega stór og mikilvægur þáttur í uppeldinu og eitthvað sem foreldrar okkar þurftu ekki að hugsa fyrir. En á sama tíma tökum við eftir því að börn eru að verða sífellt meira velkomin með foreldrum sínum í vinnuna en margir vinnustaðir eru í dag með sérstakt leikherbergi fyrir börn. Í 66°Norður hefur fólk jafnvel mætt með yngstu börnin sín á hina ýmsu fundi og okkur þykir ekkert eðlilegra. Áskorarnir eru því ekki endilega fleiri en þær eru öðruvísi. Það er bara þannig að í síbreytilegum heimi verður sumt einfaldara og annað ekki og þannig verður það líka þegar börnin okkar verða foreldrar. Því skiptir sköpum að fyrirtæki séu að skapa þessa umgjörð sem styður við það að starfsfólkið þeirra fái tækifæri til að þroskast og þróast í starfi og ekki á kostnað fjölskyldunnar. Það er gríðalega dýrmætt að vinna hjá þannig fyrirtæki.“ Í næstu viku heyrum við hver svör ungra feðra eru, sem starfa hjá Meniga, samhliða því að ala upp ung börn og byggja upp heimili. Spurningarnar sem foreldrarnir fengu eru þær sömu. Uppfært: Vegna hertra sóttvarnarreglna var myndatöku á feðrum og börnum þeirra frestað fram yfir páska. Svör feðra verða birt eins fljótt og auðið er eftir hátíðarnar.
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Stjórnun Börn og uppeldi Starfsframi Heilsa Tengdar fréttir Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00 Að hætta að vinna eftir vinnu 9. júlí 2020 10:00 Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði Stjórnendur vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði með sambærilegum hætti og tímastjórnun og fleira. Vísindamenn taka undir þetta. 8. apríl 2020 09:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01
Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00
Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði Stjórnendur vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði með sambærilegum hætti og tímastjórnun og fleira. Vísindamenn taka undir þetta. 8. apríl 2020 09:00