Íslensk þróunarsamvinna: Hundruð þúsunda hafa fengið aðgang að hreinu vatni Heimsljós 22. mars 2021 11:33 Gunnisal Dag hvern deyja um það bil eitt þúsund börn vegna skorts á drykkjarvatni. Alþjóðadagur vatnsins er í dag. Hvers virði er vatnið, spyrja Sameinuðu þjóðirnar í tilefni alþjóðadags vatnsins, sem er í dag, 22. mars. „Ferskvatn er lífsnauðsynlegt fyrir líf okkar, heilsu og velferð. Það er nauðsynlegt vegna hreinlætis, til matargerðar- og framleiðslu. Engu að síður hafa 2,2 milljarðar manna ekki aðgang að öruggu ferskvatni,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Þar segir enn fremur að skortur á aðgengi að vatni skapi hættur, ekki síst í þróunarríkjum. „Dag hvern deyja um það bil eitt þúsund börn vegna þess að þau fengu ekki nægt öruggt drykkjarvatn. Heilbrigði og velferð samfélaga er stefnt í hættu vegna skorts á ferskvatni. Milljónir verða að gera sér að góðu að ganga örna sinna á víðavangi.“ Meðal þeirra spurninga sem Sameinuðu þjóðirnar varpa fram um virði vatnsins eru þessar: Hvaða máli skiptir vatnið á heimilum okkar, í nær samfélaginu, í menningu og fyrir vellíðan okkar? Við hvaða þætti tengjum við vatnið – náttúruna, frið, ró, sumar, snjó, sjó? Í dag er vatnsskortur í heiminum og stöðugt er gengið á vatnsauðlindir jarðarinnar vegna ræktunar landbúnaðarlands, iðnaðar og vegna loftslagsáhrifa. Hvaða þýðingu hefur það fyrir okkur? UNRIC segir brýnt að almenningur og stjórnendur vinni saman að því að vernda það ferskvatn sem til er í heiminum, nýti það á ábyrgan hátt og endurvinni með skilvirkum hætti. „Aðgangur allra að ferskvatni er frumskilyrði þess að hægt sé að stöðva útbreiðslu heimsfaraldra. Vatn er þýðingarmikið í því að uppræta heimsfaraldurinn sem kenndur er við COVID-19. Handþvottur er eitt þeirra ráða sem til eru, til að forðast smit. Torvelt er að uppræta faraldurinn fyrr en allir jarðarbúar hafa aðgang að hreinu vatni.“ Vatn í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands Nánast frá upphafi alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands hefur verið lögð mikil áhersla á það að tryggja íbúum samstarfsríkja aðgang að hreinu og heilnæmu drykkjarvatni og viðunandi salernis- og handþvottaaðstöðu. Hundruð þúsunda íbúa í Malaví, Úganda, Mósambík, Síerra Leóne og Líberíu hafa fyrir tilstuðlan Íslendinga fengið aðgang að nýjum brunnum, vatnsdælum eða vatnsveitum, auk þess sem aðgengi að hreinu vatni hefur verið bætt í skólum, heilsugæslustöðvum og löndunarstöðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent
Hvers virði er vatnið, spyrja Sameinuðu þjóðirnar í tilefni alþjóðadags vatnsins, sem er í dag, 22. mars. „Ferskvatn er lífsnauðsynlegt fyrir líf okkar, heilsu og velferð. Það er nauðsynlegt vegna hreinlætis, til matargerðar- og framleiðslu. Engu að síður hafa 2,2 milljarðar manna ekki aðgang að öruggu ferskvatni,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Þar segir enn fremur að skortur á aðgengi að vatni skapi hættur, ekki síst í þróunarríkjum. „Dag hvern deyja um það bil eitt þúsund börn vegna þess að þau fengu ekki nægt öruggt drykkjarvatn. Heilbrigði og velferð samfélaga er stefnt í hættu vegna skorts á ferskvatni. Milljónir verða að gera sér að góðu að ganga örna sinna á víðavangi.“ Meðal þeirra spurninga sem Sameinuðu þjóðirnar varpa fram um virði vatnsins eru þessar: Hvaða máli skiptir vatnið á heimilum okkar, í nær samfélaginu, í menningu og fyrir vellíðan okkar? Við hvaða þætti tengjum við vatnið – náttúruna, frið, ró, sumar, snjó, sjó? Í dag er vatnsskortur í heiminum og stöðugt er gengið á vatnsauðlindir jarðarinnar vegna ræktunar landbúnaðarlands, iðnaðar og vegna loftslagsáhrifa. Hvaða þýðingu hefur það fyrir okkur? UNRIC segir brýnt að almenningur og stjórnendur vinni saman að því að vernda það ferskvatn sem til er í heiminum, nýti það á ábyrgan hátt og endurvinni með skilvirkum hætti. „Aðgangur allra að ferskvatni er frumskilyrði þess að hægt sé að stöðva útbreiðslu heimsfaraldra. Vatn er þýðingarmikið í því að uppræta heimsfaraldurinn sem kenndur er við COVID-19. Handþvottur er eitt þeirra ráða sem til eru, til að forðast smit. Torvelt er að uppræta faraldurinn fyrr en allir jarðarbúar hafa aðgang að hreinu vatni.“ Vatn í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands Nánast frá upphafi alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands hefur verið lögð mikil áhersla á það að tryggja íbúum samstarfsríkja aðgang að hreinu og heilnæmu drykkjarvatni og viðunandi salernis- og handþvottaaðstöðu. Hundruð þúsunda íbúa í Malaví, Úganda, Mósambík, Síerra Leóne og Líberíu hafa fyrir tilstuðlan Íslendinga fengið aðgang að nýjum brunnum, vatnsdælum eða vatnsveitum, auk þess sem aðgengi að hreinu vatni hefur verið bætt í skólum, heilsugæslustöðvum og löndunarstöðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent