Staðan var jöfn í leikhléi, 1-1, en þegar leið á leikinn sigu heimamenn í Leicester fram úr og unnu að lokum 1-3 sigur.
„Okkur skorti neistann sem til þarf og það er skiljanlegt. Liðið hefur verið frábært síðustu þrjá til fjóra mánuði. Við höfum spilað á þriggja daga fresti og verið á góðri siglingu. Nú var tankurinn tómur eftir alla þessa leiki og öll þessi ferðalög.“
„Við áttum stórt kvöld í Milan á fimmtudagskvöldið og það tók mikið af okkur, líkamlega. Í dag höfðum við ekki kraftinn, orkuna eða sjálfstraustið,“ segir Solskjær.
„Við reyndum hvað við gátum og byrjuðum vel. Stundum getur þú gefið sjálfum þér adrenalínskot með því að ná marki og þú getur harkað í gegnum leiki en við vorum með of marga leikmenn sem hafa spilað of marga leiki og aðra sem hafa ekki spilað nógu marga leiki. Við höfðum ekki nóg til að keppa við erfiðan andstæðing.“
"It has reasons behind it and Bruno has played a lot of football, the boy is not inhuman."
— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2021
Manchester United manager Ole Gunnar Solskjaer defends his team selection in their 3-1 FA Cup quarter-final defeat at Leicester. pic.twitter.com/5RyGQkod9E
„Við vinnum saman og töpum saman. Við erum ekki að benda á einhvern og kenna einhverjum um. Annað markið þeirra var vel gert hjá stráknum en ef við hefðum haft smá orku hefðum við náð honum,“ sagði Solskjær en Man Utd situr í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.
„Nú höfum við Evrópudeildina og ensku úrvalsdeildina til að einbeita okkur að. Við hefðum viljað fara á Wembley en nú verðum við að einbeita okkur að okkar verkefnum. Við erum í góðri stöðu í deildinni og viljum bæta okkur,“ sagði Solskjær.