Skoða hvort erfiðara sé að greina nýtt afbrigði sem fannst í Frakklandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2021 23:05 Vísindamenn rannsaka nú hvort stökkbreyting kunni að hafa valdið því að afbrigðið sé illgreinanlegt með PCR-prófum. Julien Mattia/Anadolu Agency via Getty Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur verið uppgötvað í Frakklandi. Afbrigðið er ekki talið meira smitandi eða valda alvarlegri veikindum en önnur, en kann að greinast illa í PCR-prófum. France24 greinir frá því að átta tilfelli afbrigðisins hefðu greinst hjá sjúklingum á spítala í Lannion í Bretagne-héraði. Sum þeirra hefðu ekki komið fram þegar sjúklingarnir voru prófaðir með PCR-prófum, sem iðulega er stuðst við þegar skimað er fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu rannsaka vísindamenn nú hvort stökkbreyting gæti hafa valdið því að erfiðara sé að greina kórónuveiruna hjá þeim sem smitast af afbrigðinu. Búið er að gera Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni viðvart vegna uppgötvunarinnar, og fylgist hún með gangi mála. Alþekkt er að veirur stökkbreytist þegar þær smitast á milli manna. Í langfæstum tilfellum hefur stökkbreyting mikla þýðingu, en í einstaka tilfellum getur hún orðið til þess að veiran breytist á þann hátt að erfiðara getur reynst að hindra útbreiðslu hennar. Eins og sakir standa eru þrjú afbrigði kórónuveirunnar sem valdið hafa heilbrigðisyfirvöldum og vísindamönnum víða um heim sérstökum áhyggjum. Þau eru kennd við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. RÚV hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttavarnalækni að fréttirnar séu ekki áhyggjuefni að svo stöddu. PCR-próf sem notuð eru hér á landi séu búin fleiri en einum þreifara sem leiti að veirunni í fólki. Hafa hætt notkun AstraZeneca Frönsk stjórnvöld hafa ekki viljað grípa til útgöngubanns þrátt fyrir fjölgun smita á milla daga, sem hafa verið í kring um 25 þúsund síðustu daga. Rúmlega 4,1 milljón manna hafa greinst með veiruna í landinu frá upphafi faraldursins, og yfir 91 þúsund látið lífið. Frakkland er þá á meðal þeirra þjóða sem hefur gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið bólusetningar með bóluefni AstraZeneca, eftir að tilkynningar um blóðtappa hjá fólk sem hafði þegið bólusetningu með efninu tóku að berast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Sjá meira
France24 greinir frá því að átta tilfelli afbrigðisins hefðu greinst hjá sjúklingum á spítala í Lannion í Bretagne-héraði. Sum þeirra hefðu ekki komið fram þegar sjúklingarnir voru prófaðir með PCR-prófum, sem iðulega er stuðst við þegar skimað er fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu rannsaka vísindamenn nú hvort stökkbreyting gæti hafa valdið því að erfiðara sé að greina kórónuveiruna hjá þeim sem smitast af afbrigðinu. Búið er að gera Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni viðvart vegna uppgötvunarinnar, og fylgist hún með gangi mála. Alþekkt er að veirur stökkbreytist þegar þær smitast á milli manna. Í langfæstum tilfellum hefur stökkbreyting mikla þýðingu, en í einstaka tilfellum getur hún orðið til þess að veiran breytist á þann hátt að erfiðara getur reynst að hindra útbreiðslu hennar. Eins og sakir standa eru þrjú afbrigði kórónuveirunnar sem valdið hafa heilbrigðisyfirvöldum og vísindamönnum víða um heim sérstökum áhyggjum. Þau eru kennd við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. RÚV hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttavarnalækni að fréttirnar séu ekki áhyggjuefni að svo stöddu. PCR-próf sem notuð eru hér á landi séu búin fleiri en einum þreifara sem leiti að veirunni í fólki. Hafa hætt notkun AstraZeneca Frönsk stjórnvöld hafa ekki viljað grípa til útgöngubanns þrátt fyrir fjölgun smita á milla daga, sem hafa verið í kring um 25 þúsund síðustu daga. Rúmlega 4,1 milljón manna hafa greinst með veiruna í landinu frá upphafi faraldursins, og yfir 91 þúsund látið lífið. Frakkland er þá á meðal þeirra þjóða sem hefur gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið bólusetningar með bóluefni AstraZeneca, eftir að tilkynningar um blóðtappa hjá fólk sem hafði þegið bólusetningu með efninu tóku að berast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Sjá meira