Í það minnsta ellefu Evrópuríki hafa ákveðið að hætta notkun á efninu tímabundið og er Ísland þar á meðal.
Sérfræðingar í bóluefnamálum hafa gagnrýnt þá ákvörðun og segja ekkert benda til tengsla milli blóðtappa og bóluefnagjafar, einungis sé um að ræða sama hlutfall og á öðrum hópum.
Um sautján milljónir manna hafa fengið AstraZeneca-sprautuna í Evrópu og um fjörutíu þeirra hafa fengið blóðtappa skömmu síðar.